Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.9.2011 | 08:51
Það er nú gott að Gengis Khan er ánægður
Má spyrja hvað þetta kostaði?
Ætli skuldaleiðrétting heimila nái þeirri upphæð?
Tchenguiz semur við Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2011 | 11:40
Úr dómsorði héraðsdóms ...
"Þegar lagt er mat á hvort ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum eins og þeir eru ákærðir fyrir verður að skera úr um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess. Hér að framan var gerð grein fyrir heimild ákærða Ragnars, sem sparisjóðsstjóra, til að lána allt að 1.500.000.000 króna og mátti hann við ákvörðun um lánveitingu ganga þvert gegn lánareglum. Þá var og komist að því að óvarlegt væri að líta svo á að ákærðu hefðu ekki tekið fullnægjandi veð fyrir láninu. Þegar litið er til þessa er það niðurstaða dómsins að ósannað sé að ákærðu hefði á einhvern hátt mátt eða getað verið ljóst í byrjun október 2008 að þeir myndu með lánveitingunni binda sparisjóðinn þannig að hann biði fjártjón af. Þeir hnökrar sem voru á lánveitingunni, og varða mat á greiðslugetu og eignastöðu lántakans og vanhæfni ákærðu til að koma að lántökunni, breyta ekki þeirri niðurstöðu. Ákærðu brutu vissulega gegn verklagsreglum sparisjóðsins, en það eitt leiðir ekki til þess að ályktað verði að ásetningur þeirra hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína og stefna fé sparisjóðsins í stórfellda hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir. Samkvæmt þessu verður að sýkna ákærðu af I. kafla ákærunnar."
Allir sýknaðir í Exeter málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 01:29
Landsbankinn keypti innistæðutryggingar í Bretlandi
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu FSA (Financial Services Authority) í Bretlandi voru Landsbankinn og Kaupþing með viðbótartryggingu (top-up) hjá FSCS (Financial Services Compensation Scheme) ofan á innistæðutryggingar á Íslandi. Þar var veitt bresk trygging fyrir því sem vantaði upp á allt að 50.000 pundum.
Ef rétt reynist þá hafa Bretar verið ábyrgir fyrir hluta af IceSave ábyrgðum frá því í júlí 2006!
Hvers vegna er þetta ekki í umræðunni?
Hvað er þetta stór hluti upphæðarinnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2010 | 22:43
Klisjur um almenna leiðréttingu
Mér þykir réttlætismál að reynt sé að draga úr þessum skelli sem viðkomandi aðilar áttu ekki sök á heldur miklu frekar bankarnir og stjórnvöld. Þetta ætti að gera með almennri aðgerð án tillits til meintrar 'þarfar' viðkomandi. Þannig þætti mér ekki óeðlilegt að tapið sé t.d. helmingað þannig að sá sem keypti sér 30 milljóna hús þurfi 'einungis' að bera 11 milljónir en ekki 22. Að sama skapi ætti sá sem keypti 100 milljóna hús að fá t.d. 46 milljóna leiðréttingu á 92 milljóna skellinum. Það sem eftir stendur er stór skellur hvort eð er.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2010 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2010 | 12:48
Fleiri greinar um málið
Lánin væru 16% lægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2010 | 12:38
Umræða um verðtryggingu skammt á veg komin
Fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið mín varðandi verðtryggingu þ.e.a.s. að nota ætti sértæka vísitölu í samræmi við þá fjárfestingu sem lán er notað í.
Ég tel einnig að núverandi notkun neysluvísitölu sé verðbólguhvetjandi og að vísitalan ýki hina raunverulegu verðbólgu. Allt eru þetta risastór hagsmunamál fyrir íslenska þjóð enda veldur þetta skekkjum og eignatilfærslu. Vonandi fara enn fleiri að skoða þessi mál.
Lesa má meira um þetta í fyrri færslum hjá mér:
Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2010 | 12:05
Er að vakna áhugi á að hlusta og bregðast við?
Ég kynnti á sínum tíma (í haustið 2009) hugmynd um almenna leiðréttingu á skuldunum sem ég hef kallað Endurfjármögnunarleiðina, en hún krafðist aðkomu Seðlabanka Íslands að málinu. Ég fór og talað við marga aðila, m.a. þingmenn (og ráðherra) VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Einnig hagfræðinga í HÍ og Seðlabanka Íslands.
Þetta var engin töfralausn en kynni þó að taka kúfinn af skuldavandanum. Þær (afar fáu) athugasemdir sem ég fékk voru að þetta væri tæknilega mögulegt annars vegar og hins vegar að þetta væri ekki mögulegt í núverandi umhverfi. Ég tel þetta enn tæknilega mögulegt og að ómöguleikinn sé spurning um vilja og pólitískan styrk ásamt mati á kostnaði gagnvart hagnaði við aðgerðirnar.
Niðurstaða mín var sú að það væri enginn áhugi hjá neinum (nema Lilju Mósesdóttur) að hlusta eða gera eitthvað þótt ekki væri nema að íhuga málið og meta kosti og galla. Viðhorfið virtist vera að fólk gæti bara sjálfu sér um kennt í hvaða stöðu það var lent í og vandi þess hefið ekki háan forgang ef nokkurn.
Mótmælin undir stefnuræðu forsætisráðherra hafa e.t.v. vakið einhvern áhuga, en þó er það ekki víst. Það kann nefnilega að vera að nú, eins og þá, séu ráðamenn duglegir í því að þykjast hafa áhuga þótt hann sé í raun enginn. Að sýna áhuga kann að kaupa þeim tíma og frið frá almenningi.
En það er vissulega von ef áhuginn er einlægur.
Skuldavandinn ræddur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 22:57
Quisling
Það er sorglegt að horfa á það hvernig fjármálastofnanir ganga fram og komast upp með að brjóta niður íslenskt samfélag með andfélagslegri framgöngu sinni og eignaupptöku hjá þeim kynslóðum sem hafa verið að byggja upp heimili á síðustu árum fyrir hrun.
Það er enn sorglegra að lýðræðislega kosin stjórnvöld sem treyst var á að myndu fylgja eftir loforðum um skjaldborg í kjölfar efnahagshruns skuli horfa á ofbeldið með einbeittum vilja til aðgerðarleysis svipað og svokallaðir"friðargæslumenn" Sameinuðu Þjóðanna sem verða vitni að þjóðarmorðum og miskunnarlausu ofbeldi án þess að lyfta fingri til að verja friðinn og þá sem fyrir ofbeldinu verða.
Þar sem svo er statt ríkir ekki friður. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og aðgerðarleysi þeirra er glæpsamlegt. Stjórnvöld sem hegða sér þannig að þau hleypa ribböldum fram og jafnvel veita þeim vernd og skjól til sinna myrkraverka eru verri en engin stjórnvöld. Lýðræðislega kosin stjórnvöld fá umboð frá þjóðinni til aðgerða í þágu þjóðar en ekki umboð til aðgerðarleysis.
Það er með öllu óskiljanlegt að ríkisstjórn Íslands skuli hafa valið að láta fjármálastofnanir óhindrað ofsækja heimili og fyrirtæki sem ákváðu að fjárfesta í uppbyggingu samfélagsins á Íslandi en verja hins vegar þá sem settu fé sitt í peningamarkaðssjóði vafasamra og síðar gjaldþrota banka til að sækja þar hæsta mögulegan hagnað. Fólki er mismunað eftir vali á fjárfestingaleiðum.
Það er með öllu óskiljanlegt að íslensk ríkisstjórn skuli setja dæmið upp sem einhverskonar nauðsynlega syndaaflausn skuldugra fyrir meinta eyðslusemi og óábyrgar lántökur og að þess vegna skuli þeir skammast sín og sætta sig við eignaupptöku.
Það kann að vera að slík stefna henti þeim sem vilja eyðileggja íslenskt samfélag en jafnfram kreista sem mestan ránsfeng út úr þjóðarbúinu. Þessi stefna hefur rekið fleyg í samstöðu þjóðarinnar og er að grafa undan framtíðarhorfum hennar. Þessi stefna er að eyðileggja íslenskt samfélag.
Þegar eru tuttugu þúsundir manna farnar úr landi.
Tugþúsundir heimila standa frammi fyrir því að hafa misst aleiguna. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þeim bjóðast fá úrræði önnur en að verða allslausir þrælar bankanna til æviloka. Stjórnvöld gefa þeim enga von.
Stjórnvöld hafa lofað AGS að gera ekkert frekar fyrir heimilin að sögn. Þar með hefur stjórnin fyrirgert umboði sínu til að stjórna landinu. Hún hefur gefist upp og afneitað þjóð sinni til að þjónka erlendum öflum. Slíkar stjórnir eru kenndar við Vidkun Quisling.
Stjórnvöld sem svona standa að málum munu ekki hljóta góðan vitnisburð sögunnar.
Bankarnir hafa dregið lappirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2010 | 12:00
Verðbólur sem springa og sértæk verðtrygging
Fractional Reserve Banking hefur skilað ótrúlegum framförum og uppgangi á heimsvísu. Það er auðséð að FractionalRB hefur gífurlega kosti í för með sér þegar kemur að uppbyggingu auðs og velmegunar. Það er líka auðséð út frá endurteknum fjármálakreppum og þá sérstaklega stóru kreppunni og núverandi kreppu að kerfið er viðkvæmt (FragileRB).
Það sem einkennir áföllin eru verðbólur sem springa.
Veikleikar kerfisins liggja sem sagt í því að óraunhæft hátt verð myndast á einhverju sviði sem er svo stórt að þegar bólan springur þá er hætta á að kerfið falli allt í einu.
Vandinn er tvíþættur. Annars vegar þarf að koma í veg fyrir að ofmat eigna í stórum stíl. Hins vegar þurfa að vera til aðferðir til að höndla það þegar verðbólga springur, þ.e.a.s. draga úr skaðanum og koma í veg fyrir að hann breiðist út á önnur svið.
Það er athyglivert að verðbólurnar sem myndast eru alltaf verðbólur á markaði. þ.e.a.s. verð hækkar og hækkar á hlutabréfamarkaði, fasteignamarkaði, túlípanamarkaði, fiskveiðikvótamarkaði eða einhverjum öðrum markaði þar sem verðmat miðast við síðasta skráða söluverð(þegar salan er milli óskyldra aðila).
Þegar verðið hækkar á þessum markaði þá myndast eiginfjárstofn sem hægt er að lána fé út á (skuldsetja sig). Þar með eru prentaðir peningar og til verður skuld. Peningarnir sem eru prentaðir eru m.a. notaðir til að auka við og hraða verðhækkunum á viðkomandi markaði. Þegar bólan springur þá hverfur eignin en skuldin ekki. Því fylgir gjaldþrot, skuldakreppa, atvinnuleysi, örbyrgð og örvænting.
Þessir markaðir eru því miður gallaðir, þ.e.a.s. langt frá því að vera fullkomnir (eins og oft er gengið út frá í hagfræðilíkönum) og því miður þá er auðvelt að svindla á þeim (stjórna verðmyndun).
Til að taka á þessu þarf að búa til reglun í kerfið sem hamlar því að þessar verðbólur myndist og dempar skaðann þegar verðið lækkar. Þetta er vel þekkt verkfræðilegt úrlausnarefni. Búa þarf til svokallaða neikvæða svörun og það er frekar auðvelt. Neikvæð svörun hamlar breytingum, þ.e.a.s. dregur úr sveiflum hvort heldur sem þær eru upp eða niður.
Lausnin er sértæk verðtrygging sem virkar þannig að þegar lán er veitt til fjárfestinga á ákveðnu sviði þá eru kjörin á láninu þannig að notuð er sértæk verðtrygging plús vaxtaálag. Verðtryggingin er sértæk þannig að hún miðar við vísitölu meðalverðs þess sem fjárfest er í. Hún er sértæk miðað við ákveðin fjárfestingarmarkað. Þannig myndi verðbólga á hlutabréfamarkaði hækka raunvexti fjárfesta á þeim markaði og þar með hamla frekari fjárfestingu og þar með verðbólgu á viðkomandi markaði. Verðbólga á fasteignamarkaði myndi hækka lán til fasteigna og þar með hamla verðbólgu á fasteignamarkaði. Verðfall á hlutabréfamarkaði myndi lækka raunvexti hlutabréfalána og því stuðla að frekari fjárfestingu á viðkomandi markaði og þar með hamla verðfalli. Verðfall á fasteignamarkaði myndi virka eins til jöfnunar á sveiflum.
Vandamálið er að ekki er almennt notuð verðtygging alþjóðlega séð og þar sem hún er notuð eins og t.d. á Íslandi þá er hún ekki sértæk heldur er miðað við neysluvísitölu sem er algjörlega geggjað því sú vísitala er allt eins líkleg til að gefa jákvæða svörun en ekki neikvæða. M.ö.o. þá er verðtrygging með almennri vísitölu eins og neysluvísitölu allt eins líkleg til að magna verðbólur og skuldakreppur. Dæmi um þetta sáum við á Íslandi þar sem verðbólgan á hlutabréfamarkaði, fasteignamarkaði og kvótamarkaði var gífurleg samtímis því sem verðbólga í neysluvísitöku var með því lægsta sem við höfum lengi séð. Einnig núna að meðan verðbólgan í neysluvísitölu er há á sama tíma og verðhrun á sér stað á téðum mörkuðum.
Verðtryggingin eins og hún er útfærð hér á Íslandi með neysluvísitölu gerir því illt verra því hún gerir kerfið óstöðugra en ekki stöðugra.
Þetta er sorgleg staðreynd og blasir við þeim sem vilja sjá. Ástæðan fyrir því að kreppan varð dýpri hér en annars staðar (og uppsveiflan meiri) er vitlaus útfærsla á verðtryggingunni. Ástæðan er ekki verri stjórnmálamenn, verri stjórnsýsla eða gráðugri bankamenn en annars staðar (þótt þetta séu allt dæmi um böl sem þarf að bæta). Ekki heldur litla krónan okkar þótt allt þetta og sé m.a. ástæðan fyrir vitlausu verðtryggingunni. Önnur lönd hafa lélega stjórnmálamenn, lélega stjórnsýslu og gráðuga bankamenn. Stórir gjaldmiðlar hafa orðið óðaverðbólgu að bráð eins og smáir. Kreppan mikla og líka sú sem nú er átti upptök sín í Bandaríkjunum, ekki Íslandi.
9.9.2010 | 18:05
Ábyrgð endurskoðenda og bankamanna
Til að svona 'viðskipti' gangi upp, þ.e.a.s. verði samþykkt þurfa endurskoðendur og bankamenn, þ.e.a.s. þeir sem lána fyrir kaupunum að samþykkja verðmatið.
Hverjir voru það sem það gerðu?
Hvar er uppgjörið við endurskoðendurna?
Hver er uppgjörið við gerendurna?
Hvernig stendur á því að þetta er liðið?
Metnar á allt að tuttuguföldu raunvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |