Enn um neysluvísitölu og verðtryggingu

Í kjölfar fréttar um að Hagstofan birti óáreiðanlegar hagtölur:

Hagstofan reiknar líka neysluvísitölu.

Sá útreikningur er ALDREI endurskoðaður (leiðréttur) þar sem þá gæti komið önnur niðurstaða. Það verður að líta út sem svo að neysluvísitalan sé óbrigðull og hárréttur mælikvarði á verðbólgu og niðurstaðan ávalt rétt.

Ef neysluvísitalan væri endurreiknuð gæti verið að einhverjir áttuðu sig á skekkjumörkum og orðið ósáttir við þá eignatilfærslu sem notkun vísitölunnar veldur í landinu. Þó er vitað og viðurkennt meðal fræðimanna að neysluvísitalan er einungis nálgun á raunverulega verðbólgu og einnig að útreikningurinn ýkir verðbólguna.

Þannig er röksendafærslan fyrir verðtryggingu sú að verðbólgan kalli á eignatilfærslu frá skuldara til lánveitanda til að leiðrétta verðgildisrýrnun, en í raun er eignatilfærslan meiri en sem nemur verðbólgunni og munurinn því meiri sem verðbólgan er meiri.

Þótt verðtrygging kunni að eiga rétt á sér til að leiðrétta fyrir verðgildisrýrnun þá á notkun neysluvísitölu til verðtyggingar lána eins og tíðkast hér á landi ekki rétt á sér.

Heimildir um þetta má finna á þessar slóð (t.d. kafla 2): 
Consumer Price Index Manual

Þar má m.a. lesa þetta:

"2.36 Despite the obvious limitations of a CPI as a measure of general inflation, it is commonly used by governments and central banks to set inflation targets. Similarly, it is interpreted by the press and the public as the ultimate measure of inflation. Although governments and central banks are obviously well aware of the fact that the CPI is not a measure of general inflation, a number of factors help to explain the popularity of the CPI, and these are discussed below."

og einnig þetta:

  • "The CPI is widely respected. Its accuracy and reliability are seldom seriously questioned."
  • "Most countries have deliberately adopted a policy of not revising the index once it has been published. This makes it more attractive for many purposes, especially those with financial consequences such as indexation. The lack of revisions may perhaps create a somewhat spurious impression of certainty, but it also seems to enhance the credibility and acceptability of the index."

Ath. að CPI er hugsað sem vísitala sem nota má sem viðmið til að verðtryggja laun og alls kyns félagslegar bætur (tryggingabætur). Hún er reiknuð út með það í huga að almenningur geti haft viðmið til að tryggja sín kjör. CPI er ekki ætlað að vera verðtryggingarviðmið fyrir lán eða fjárfestingar enda væri eðlilegast að verðtrygging lána í slíkum tilfellum væru miðuð við verðmæti þess sem lánað er til.

T.d. mætti verðtryggja fasteignalán miðað við fasteignaverð. Slík verðtrygging myndi til lengri tíma virka sem hemill á of miklar hækkanir á fasteignaverði (bólur) og einnig á lækkanir. M.ö.o. hefði slíkt verðtryggingarviðmið áhrif til sveiflujöfnunar í staða sveiflumögnunareins og núverandi kerfi gerir.

Verðtryggingin sem slík er ekki vandamál á Íslandi heldur að neysluvísitalan skuli notuð sem viðmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband