Upptaka evru er ekki ókeypis

Í kafla 4.1.2 í skýrslunni stendur:

"það hefur verið skýlaus krafa annarra aðildarlanda að Íslendingar leysi úr haftavandræðum sínum áður en þeir gerast aðilar"

"... embættismenn Evrópusambandsins ... undirstrika samt sem áður ávallt tvennt. Í fyrsta lagi að ákvörðun um aðstoð ... hljóti ávallt að vera tekin á pólitískum grunni á síðustu metrunum í aðildarviðræðum"

"Í öðru lagi nefna þeir það að framkvæmdin sjálf hljóti ávallt að vera á ábyrgð Íslendinga sjálfra en með aðkomu ... Alþjóðagjaldeyrissjóðsins"

"Árið 1990 var stofnaður sérstakur sjóður, svonefndur Macro-Financial Assistance Fund (MFA), til þess að styðja Evrópusambandslönd við haftaafnám með lausafjárfyrirgreiðslu og/eða bregðast við alvarlegum vandræðum vegna greiðsluflæðis."

"Ef Íslandi er ætlað að afnema fjármagnshöft áður en til aðildar kemur hlýtur MFA- sjóðurinn að koma til greina sem farvegur fyrir aðstoð sambandsins, enda er þessi sjóður að einhverju leyti sniðinn til þess að aðstoða tilvonandi aðildarríki við afléttingu fjármagnshafta"

Nú liggur fyrir að höftin á Íslandi eru vegna greiðsluflæðisvanda. Okkur stendur því til boða að taka lán til að leysa þann vanda. Það lán er væntanlega upp á um 1000 milljarða eða meira miðað við eignir þrotabúanna í íslenskum krónum. Mat Seðlabanka Íslands á því hversu mikill peningur vill frá landinu er reyndar vel yfir 3000 milljarða.

"Ef afnámsferlinu væri aftur á móti leyft að frestast fram yfir þann tíma þegar Ísland fengi fulla aðild myndi landið öðlast rétt á aðstoð frá svokölluðum greiðslujafnaðarhjálparsjóði, sem getið er sérstaklega um í 143. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Þessum sjóði er ætlað að bregðast við greiðslujafnaðarvandamálum þeirra aðildarríkja sem ekki hafa enn tekið upp evruna. Sjóðurinn hefur 12 milljarða evru hámark á útlánum og er líkt og MFA-sjóðnum ætlað að vera viðbót við lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hluti af prógrammi AGS. Þetta er sjóður með þjálli stofnskrá og því auðveldara að lána úr honum með litlum fyrirvara. Árið 2008 leituðu þrjú aðildarlönd aðstoðar þessa sjóðs, það er Ungverjaland, Lettland og Rúmenía, til þess að bregðast við miklu fjármagnsútstreymi."

"Færsluvandamálið hverfur við upptöku evru, þar sem landið verður hluti af mun stærra myntsvæði og íslenskar fjármagnsfærslur munu ekki hafa nein áhrif á gengi evrunnar. Auk þess þurfa engin gjaldeyrisskipti að koma til ef færslurnar eru innan evrusvæðisins. Þó er ekki þar með sagt að miklir fjármagnsflutningar frá landinu verði átakalausir, þar sem íslenskar fjármálastofnanir gætu fundið illa fyrir því að missa frá sér mikið lausafé. Við þeim vandamálum er þó hægt að bregðast með öðrum hætti, s.s. lausafjáraðstoð frá Seðlabankanum sem fjallað er betur um í kafla 4.4. hér að neðan."

Hér er sagt að "færsluvandamálið" hverfi við upptöku evru. Skömmu síðar er sagt: "íslenskar fjármálastofnanir gætu fundið illa fyrir því að missa frá sér mikið lausafé". Vandamálið var því varla horfið með upptöku evrunnar. 

Svo er bent á aðrar lausnir í kafla 4.4. Það er hins vegar enginn kafli 4.4. í skýrslunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband