Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gildran opnuð

Nú er stórkostlegur fengur í augsýn. Til að landa honum þarf að egna gildruna. Þegar fórnarlambið er komið inn þá lokast gildran á ný.

Athygliverð tímasetning.


mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atriði úr Woody Allen mynd

Woody Allen rænir banka sem verið er að rænaÞetta minnir mig á atriði úr Woody Allen mynd þarf sem hann ætlaði að ræna banka en kom að öðrum við sama verknað.

Soldátinn hefur ekki vitað að búið var að stela öllu steini léttara þarna og bara klinkið eftir. Síðan dó hann úr skömm en íslenskt réttlæti brást snarlega við og sótti hann yfir móðuna til að láta hann standa sinn herrétt. Hárrétt og skjót viðbrögð hjá yfirvaldinu hljóta að láta kalt vatn renna milli skinns og hörunds á stórglæpamönnunum. Þeir sjá núna við hvað er að eiga og hvers þeir mega vænta.

Myndin hér til hægri:

Virgil Starkwell (Woody Allen, left) executes one of the most awkward bank robberies in film history in Take the Money and Run (1969), written and directed by Allen.


mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðastilling

Ég er með hraðastilli á bílnum mínum sem ég nota mikið á langkeyrslum enda þægilegt fyrir alla farþega að keyra á jöfnum hraða auk þess sem ég kem þá í veg fyrir að ég keyri óhóflega hratt, en til þess hef ég tilhneigingu á góðum fáförnum vegum. Þægindin lýsa sér í afslöppun farþega sem láta hugann reika og dunda sér ýmislegt til dægrastyttingar án truflunar frá breytilegum aksturshraða. HraðastillirHelsti gallinn við hraðastillinn er að stundum lendi ég fyrir aftan bíl sem keyrir á ójöfnum hraða eða hægar en ég. Þá þarf ég að taka hraðastillinn af til að forðast árekstur. Einnig er vandamál þegar vegurinn beygir, ég tala ekki um þegar beygjan er kröpp, þá þarf ég að taka hraðastillinn af til að keyra ekki útaf. Þetta breytir ekki því að hraðastillirinn er góður á beinu köflunum og ég vil síður vera án hans á langferðalagi. Það er ótvírætt til bóta að hafa jafnan hraða þegar ekið er óháð því hvert farartækið er. T.d. er jafn hraði sérstaklega mikilvægur í strætó þar sem margir eru standandi og jafnvel labbandi um vagninn í akstri (sjá myndbönd hér að neðan).

Efnahagslífið er stundum á beinu brautinni með jafnan hagvöxt og atvinnustig. Þá er gott að hafa stöðugleika í gengi gjaldmiðilsins. Stundum beygir efnahagslífið af leið, tekur jafnvel krappar beygjur. Þá er gott að geta slegið svolítið af hraðanum (lækkað gengið) til að sigla efnahagslífinu ósködduðu í gegn varðandi hagvöxt og atvinnustig. Þessi hraðabreyting veldur vissulega truflun og óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem ekki eru í kyrfilega festir í sæti.   Kröpp beygja

Það er staðreynd að efnahagslífið sveiflast alltaf og mun gera það bæði af manna völdum og náttúrunnar. Að hafa einn sama hraða (gengi) í kröppum beygjum eins og á beinu brautinni er hættulegt. Ansi hætt við því að atvinnulífið laskist þegar keyrt er útaf. Stöðugleikinn í gengi kemur því niður á atvinnulífinu. Hvert áfall sem á dynur dregur þrótt úr atvinnulífinu. Svipað og sést hefur t.d. á landsbyggðinni á Íslandi, en hún hefur verið í myntbandalagi með höfuðborgarsvæðinu eins og kunnugt er. Smátt og smátt hefur mátturinn verið dreginn úr byggðarlögunum.

Nú vilja sumir setja Ísland allt í svipaða spennitreyju og landsbyggðin hefur verið í. Læsa landið allt inni í sama gengi og meginland Evrópu. Læsa hraðastillinn og miðað við meðalhraðan á breiðstrætum Berlinar. Þessi hraði skuli notaður á torfærum Íslands óháð aðstæðum. Það skal gert því jafn hraði er góður. Bílasölumaðurinn ofselur hraðastillinn.

Vissulega er jafn hraði góður. Á góðum vegum þar sem allir eru á sama hraða eða fátt um bíla. En það er gott að geta slegið af í ófærum eða beygjunum. Sérstaklega kröppu beygjunum. Það er reyndar nauðsynlegt.

Hér eru nokkur myndskeið sem sýna hvað getur gerst ef ekið er of hratt. Er hraðastillir lausnin? Eða skynsamara aksturslag ökumannsins?

http://www.youtube.com/watch?v=tzZm94675bw

http://www.youtube.com/watch?v=P5OoWQaWeRs&feature=related 

http://www.youtube.com/watch?v=zQ6rOYbcemk

P.S. Ísland hafði tækifæri árið 2006 til að hlusta á aðvaranir um fyrirsjáanlega krappa beygju framundan og bregðast við með því að slá af hraðanum með því að láta gengið síga í átt að jafnvægisgengi í kringum vísitöluna 135-145. Nú komum við inn í krappa beygju á miklum hraða og verðum að bremsa harkalega þannig að heimilin og fyrirtækin kastast illilega til eða hendast útbyrðis nema þeir sem eru í öryggisbeltum. Þá er eðlilegt að allir öskri á jafnara aksturslag og vilji e.t.v yfirgefa vagninn hið snarasta eða bendi á hraðastillinn sem lausn. En hann er bara lausn á beinu köflunum og breytir ekki þeirri staðreynd að ökumaðurinn verður að slá af hraða fyrir krappar beygjur.
mbl.is ESB-tillaga lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikur um ESB

Ég setti inn nokkra tengla um ESB hér til vinstri á síðunni minni. Þar má finna Lissabon sáttmálann og ýmislegt fleira. Aðallega gögn frá ESB sjálfum og The Economist en einnig aðra tengla. Svona lýsir ESB opinberlega þróunarferlinu síðan 2003.

"There are several stages which have been of particular significance: the Treaty of Nice(which came into force on 1 February 2003), the European Convention(which finished in July 2003), the Intergovernmental Conference(IGC) 2003/2004 (October 2003–June 2004) and the European Constitution(signed in October 2004). Following the rejection of the European Constitution by France and the Netherlands in 2005 and a two year period of reflection, on the 23rd of June 2007 the EU leaders agreed PDF [289 KB]on a detailed mandate for a new Intergovernmental Conference. The task of this Intergovernmental Conferencewas to draw up a Reform Treaty by the end of 2007.

On the 19th of October 2007, the informal European Council in Lisbon adopted the final text of the Treaty, as drawn up by the IGC. The Heads of State and Government of the 27 Member States of the European Union signed the Treaty of Lisbon on the 13th of December 2007."

Stjórnarskránni frá 2004 var hafnað í Frakklandi (töldu stöðu Frakklands veikjast) og Hollandi (taldi stöðu smárra ríkja veikjast). Þá var búinn til Lissabon sáttmálinn með nánast sama innihaldi, en núna í formi viðbóta (bandorms) við sáttmálanum um EU (Maastrict samkomulagið). Írar felldu Lissabon sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu en ætla að halda aðra til að koma honum í gegn.

Þar sem Lissabon sáttmálinn kom með nýtt er sem sagt úr stjórnarskránni frá 2004 sem var aldrei samþykkt. Ég læt því hér fylgja lýsingu úr skýrslu til bandaríska þingsins um stjórnarskána (Sjá The European Union in 2006 and Beyond í tenglalistanum). Þar segir:

"Major innovations in the over 300-page constitution include abolishing the EU’s rotating presidency in favor of a single individual with longer tenure; creating a new EU foreign minister positionthat will combine the roles of the High Representative for the Common Foreign and Security Policy and the External Relations Commissioner; increasing the European Parliament’s powers by extending its decision-making rights to additional policy areas; and decreasing the size of the Commission in 2014. EU leaders also agreed to simplify the EU’s current, complex system of Qualified Majority Voting (QMV); beginning in 2009, QMV decisions will require 55% of member states (compromising at least 15 of them) representing at least 65% of the EU’s population. In the defense field, EU leaders approved: a “mutual assistance clause” that has been likened to NATO’s Article 5 defense guarantee; “structured cooperation” to permit a smaller group of members to cooperate more closely on military issues; and a European armaments agency to promote procurement harmonization and improve European defense equipment interoperability. EU officials insist that none of these defense provisions seeks to weaken NATO or the transatlantic link."

Þetta með QMV snýr að ráðherraráðinu. Það er svona núna:

  • To pass: Majority of countries (50% or 67%) and votes (74%) and population (62%)
  • To block: Condition to pass a vote not achieved

En verður svona þegar allir eru búnir að samþykkja Lissabon sáttmálann:

  • To pass: Majority of countries (55% or 72%) representing 65% of the population or condition to block not met
  • To block: At least 4 countries against the proposal or in cases where, under the Treaties, not all members participate the minimum number of members representing more than 35% of the population of the participating Member States, plus one member are against the proposal

Áhyggjur Hollendinga af stjórnarskrárbreytingunum (sem eru inni í Lissabon sáttmálanum) um að réttur smáþjóða verði minni er vel skiljanlegur. Það er ljóst að áhrif Íslands verða algjörlega hverfandi þarna inni. 

Sumar ákvarðanir er unnt að vetóa, þ.e.a.s. eitt land getur stoppað þær (a.m.k. um tíma eða þar til þær hafa verið umorðaðar.

"At present, QMV is used to pass certain legislation while others require unanimity among all Council members. Under the proposed Treaty of Lisbon, which has to be ratified by all member states before it can enter into force, decisions in 54 more policy areas would be taken using QMV, leaving only key, sensitive issues to be decided unanimously (including tax, social policy, defence, foreign policy and treaty revision).

Supporters argue this change will be necessary in order to streamline decision-making and prevent gridlock in a newly enlarged European Union. Others see the change as a loss of sovereignty from individual member states, as it effectively abolishes the national veto in many areas."

Halda Íslendingar að Ísland muni komast upp með það að vetóa einhverja ákvörðun ESB um skatta, félagsmál, varnarmál, utanríkismál eða sáttmálabreytingar?


Bandaríki Evrópu

Að ganga í ESB er ekki eins og að ganga í viðskiptasamband eins og EFTA, NAFTA eða EES eins og sumir vilja halda.

Innan Evrópu eru sterkir kraftar sem stefna á Bandaríkjum Evrópu eftir fyrirmynd Bandaríkja Norður Ameríku.

Vissulega eru einnig þeir til sem spyrna við fótum gegn þessari þróun. En þróun undanfarinna ára er ótvírætt í þessa átt.

Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu hefur skrifað bók um þetta.

The united states of Europe: manifesto for a new Europe -

Sjá líka: http://www.signandsight.com/features/676.html 

Þeir sem vilja ganga í ESB ættu að gera sér grein fyrir þessu. Þeir ættu einnig að spyrja sig hvort eðlilegt væri að ganga í Bandaríki Norður Ameríku eða hvort það sé fáránleg hugmynd. Ef þeir telja það fáránlega hugmynd þá ættu þeir að endurmeta afstöðu sína til inngöngu í ESB.

Ég vil einnig minna menn á landfræðilega stöðu landsins. Innan ESB værum við hornreka jaðarsvæði. Jaðarsvæði geta byggt sig upp ef þau eru frjáls til sérstöðu. Þ.e.a.s. geta varið sína hagsmuni og hagað sinni þróun eftir eigin höfði í sinni eigin lögsögu miðað við sína eigin hagsmuni. Innan sameiginlegrar lögsögu getur ekkert jaðarsvæði varist hægfara aðdráttarafl kjarnans. Líkt og Vestfirðir eru hnignandi jaðarsvæði á Íslandi yrði Ísland hnignandi jaðarsvæði í ESB.

Ísland er ríkt land af auðlindum og mannauði. Nú kreppir að en til lengri tíma munum við vinna okkur upp úr þessu á ný. Þ.e.a.s. ef við gefumst ekki upp nú og gefum þetta frá okkur. Gefum frá okkur sérstöðuna. Það má ekki gerast.


mbl.is Heimssýn opnar útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ESB umræðuna

"Það er enginn búmaður nema hann barmi sér" segir máltækið. Margir Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að finna landi og þjóð allt til foráttu. Það er ekki bara verðrið, heldur líka stjórnmálin, heimska stjórnmálamanna, krónan, verðbólgan, vextirnir, lífskjörin, réttindi almennings, yfirstéttin, agaleysi, lýðræðishallinn, spillingin, gengissveiflur, verðlagið, launin og ýmislegt fleira sem er ómögulegt og mun verra hér en annars staðar. Íslendingar tjá sig á þennan máta í bloggi, í fjölmiðlum og á förnum vegi þegar þeir ræða hver við annan.

 

Á móti kemur að þegar þeir ræða við útlendinga þá hefur hin hliðin fremur verið uppi, þ.e.a.s. að Ísland sé best í heimi. Þessi neikvæðni í eigin garð hefur þannig verið mest megins til heimabrúks og því fremur saklaus þótt hvimleið sé, enda Ísland á flest alla mælikvarða það land í heiminum sem hefur staðið sig hvað best í að bæta kjör þjóðarinnar síðustu 70 árin eða svo. Hér hafa orðið gífurlegar framfarir á flestum sviðum þótt stundum hafi komið bakslag í seglin um tíma.

 

Á árunum upp úr 2000 tók að bera á nýrri stefnu á Íslandi í efnahagsmálum. Þessi stefna var kölluð útrás og var leidd af bönkunum og einstaka viðskiptajöfrum. Þessi nýja stefna kom í kjölfar smákreppu sem var á alþjóðavísu og var kölluð endalok dot-com bólunnar. Sú kreppa lýsti sér hér á landi fyrst og fremst sem samdráttur í nýsköpunarfyrirtækjum í hugbúnaðargeiranum. Í raun má segja að útrásarstefnan hafi átt sér nokkurra ára eldri rætur, því hún kom fram fullmótuð og tók í raun upp slakann strax þegar dot-com bólan sprakk. Þannig óx bankakerfið þrátt fyrir kreppu í tæknigeiranum.

 

Þessi nýja stefna samfara gífurlegum fjárfestingum og framkvæmdum í orkuiðnaði ýtti undir hagvaxtarbólu á Íslandi. Kynnt var undir þessari hagvaxtarbólu enn frekar með rangri stjórnun efnahagsmála sem fólst í lækkun skatta, auknu aðgengi að lánsfjármagni, lækkun vaxta og aðgengi að erlendum lánum á jafnvel enn lægri vöxtum. Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu, hleypti inn jöklabréfum og einblíndi á neysluvísitöluna við ákvörðun vaxta án þess að skoða heildahagkerfið.

 

Þessi hagvaxtarbóla sprakk með miklum hvelli eins og kunnugt er. Þá bregður svo við að barlómarnir missa móðinn og fara að trúa eigin rausi um að hér sé allt ómögulegt og hafi alltaf verið og svo kunni að verða áfram enda séu Íslendingar vitleysingar of fífl sem ekki séu færir um að stjórna sjálfum sér og hafi aldrei verið. Jafnvel er fullyrt að mistök hafi verið að segja skilið við Danmörku. Þeir sem ekki sjá þetta séu mestu fífl og afturhaldsseggir og ef þeir séu ekki tilbúnir að koma landinu undir erlenda stjórn skynsamra manna með hraði sem geta haft fyrir okkur vit þá séu þeir einangrunarsinnar sem vilji halda öllu hér áfram á vonarvöl. Firra barlómanna er algjör.

 

Þeir sem leyfa sér að gagnrýna barlómana eru umsvifalaust gerðir tortryggilegir, fáránlegir eða snúið út úr þeirra málflutningi með því að gera þeim upp skoðanir.

 

Sjá t.d. http://eyjan.is/silfuregils/2009/05/19/gamlir-kommar-a-moti-esb/

 

Þetta eru samskonar vinnubrögð í stjórnmálaumræðunni eins og gagnvart þeim sem gagnrýndu útrásina sem kom þjóðinni í þann mikla vanda sem við blasir. Ekki má færa fram gagnrýni og ræða málin. Áfram skal keyrt með hraði, blink, og ekki íhuga skynsemina í aðgerðunum. Það er alveg sama þótt aðvörunarraddirnar séu háværar og staðfastar og beri rök fyrir máli sínu. Þær skulu hunsaðar, rægðar og lítilsvirtar.

 

Athyglivert er að svo virðist sem það séu að miklu leyti sömu aðilar sem gagnrýndu útrásina án árangurs og gagnrýna umsókn til ESB þrátt fyrir mótlæti. Athyglivert er líka að þeir sem rægja gagnrýnendur nú virðast að miklu leyti sömu aðilar og dásömuðu útrásina. Á þessu eru vissulega undantekningar, en eitt er víst að gagnrýnendur hafa núna vítið til varnaðar varðandi það að gefa eftir og verða undir. Gagnrýnin á útrásina var ekki nógu öflug og skilaði ekki árangri. Gagnrýni á ESB aðild verður að vera öflug og skila árangri. Það er um framtíð okkar að tefla.


Jöklabréfaráðgátan

Mér þykir þetta svar Steingríms skrítið. Ekki er vitað hverjir eru eigendur en samt er fullyrt að Íslendingar séu ekki aðaleigendur jöklabréfa.

Einnig er talað um að útgefendur séu þekktir (sem er löngu vitað) og að þeir séu traustir greiðendur sem er málinu óviðkomandi þar sem íslenskir aðilar hafa tekið að sér að borga vextina eftir því sem ég best veit. Þessir íslensku aðilar eru væntanlega margir gjaldþrota en ríkisábyrgð (eða hvað?) á greiðslunum sem þarf að standa við. Eigendurnir fá greitt í íslenskum krónum og svo þurfa þeir annað hvort að fjárfesta í íslenskum krónum (á Íslandi) eða skipta yfir í gjaldeyri (sem setur þrýsting á krónugengið).

Getur einhver staðfest að jöklabréfin séu með ríkisábyrgð?

Eða hvers vegna er verið að borga af þeim?

Hverjir skulduðu og hverjir skulda núna (þ.e.a.s. borga)?

Og enn er ósvarað hverir eiga jöklabréfin (þiggja greiðslurnar).

 


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar heimildir um hversu ótraustvekjandi neysluvísitalan er

Úr handbók ILO um útreikning á vísitölum:

"2. 17 Creditors receiving interest payments do not consist only of households, of course. In any case, the purpose of index-linking interest is not to maintain the standard of living of the creditors but rather to maintain their real wealth by compensating thcm for the real holding, or capital. losses on their loans incurred as a result of general inflation. A CPI may not be the ideal index for this purpose hut may be used by default in the absence of any other convenient index a point discussed further below."

"2.36 Despite the obvious limitations of a CPI as a measure of general inflation, it is commonly used by governments and central banks to set inflation targets. Similarly, it is interpreted by the press and the public as the ultimate measure of inflation. Although governments and central banks are obviously well aware of the fact that the CPI is not a measure of general inflation, a number of factors help to explain the popularity of the CPI. and these are discussed below."

"Most countries have deliberately adopted a policy of not revising the index once it has been published. This makes it more attractive for many purposes, especially those with financial consequences such as indexation. The lack of revisions may perhaps create a somewhat spurious impression of certainty, but it also seems to enhance the credibility and acceptability of the index."

Sjá: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/download/cpi/ch2.pdf

Með öðrum orðum: verið er að blekkja almenning til að trúa á neysluvísitöluna í blindni sem sanna og óvefengjanlega mælingu á verðbóglu!

"1.32 In practice. however, statistical offices do not calculate Laspeyres or Paasche indices but instead usually calculate Lowe indices as defined in equation (1. 1). The question then arises of how the Lowe index relates to the Laspeyres and Paasche indices. It is shown in the text of Chapter 15, and also in Appendix 15.2, that if there are persistent long-term trends in relative prices and if the substitution effect is operative, the Lowe index will tend to exceed the Laspeyres. and therefore also the Fisher and the Paasche indices. Assuming that period b precedes period 0, the ranking under these conditions will be:
Lowe >= Laspeyres >= Fisher >= Paasche
Moreover, the amount by which the Lowe exceeds the other three indices will tend to increase, the further back in time period h is in relation to period 0."

"1.114 Chapter 19 presents some numerical examples using an artificial data set. The purpose is not to illustrate the methods of calculation as such, but rather to demonstrate how different index number formulae can yield very different numerical results. Hypothetical but economically plausible prices, quantities and expenditures are given for six commodities over five periods of time. In general, differences between the different formulae tend to increase vith the variance of the price relatives. They also depend on the extent to which the prices follow smooth trends or fluctuate."

"1.115 The numerical results are striking. For example, the Laspeyres index over the five periods registers an increase of 44 per cent while the Paasche falls by 20 per cent. The two commonly used superlative indices. Tornqvist and Fisher, register increases of 25 per cent and 19 per cent respectively, an index number spread of only 6 points compared with the 64-point gap between the Laspeyres and Paasche. when the indices are chained, the chain Laspeyres and Paasche indices register increases of 33 per cent and 12 per cent respectively, reducing the gap between the two indices from 64 to 21 points. The chained Törnqvist and Fisher indices register increases of 22.26 per cent and 22.24 per cent respectively, being virtually identical numerically. These results show that the choice of index formula and method does matter."

Sjá: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/download/cpi/ch1.pdf  

Ég vil taka fram að ég tel Hagstofuna vinna sínar mælingar heiðarlega eftir bestu getu og samvisku og í samræmi við alþjóðlega staðla og fræði. Ekkert út á það að setja. Ég er að benda á að útreikningur neysluvísitölu er undir venjulegum kringumstæðum erfiður og niðurstöður ávalt í besta falli góð nálgun á raunverulega verðbólgu. Í versta falli er niðurstaðan slæm nálgun á raunverulega verðbólgu og í því tilfelli er notkun hennar óforsvaranleg. Miðið við þá hagsmuni sem undir liggja hér á landi er ljóst að mun meira aðhald og eftirlit þarf með útreikningi vísitölunnar og eðlilegt er að skekkjumörk séu birt og leiðréttingar gerðar aftur í tímann þegar frávik koma fram.

Ég vil einnig benda á að (mis)notkun neysluvísitölu í verðtryggingum er verðbólguhvetjandi og því árást á hag fyrirtækja og heimila í landinu og árás á krónuna sem gjaldmiðil.

Sjá einnig færslu: http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/880239/

og: http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/768874/


mbl.is Matarverð hefur hækkað um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neysluvísitalan er ofmetin

Neysluvísitalan er ofmetin sem verkfæri til að mæla verðbólgu. Svo virðist sem langflestir, eða nánast allir, taki útreikning neysluvísitölu sem óvefengjanlegum hlut og samþykki hækkun lána sem af henni leiðir skilyrðislaust og án umhugsunar. Þetta er skrítið miðað við þá hagsmuni sem undir liggja.

Neysluvísitalan mælir hækkun á ákveðinni vörukörfu. Hún er víða notuð sem nálgun á verðbólgu því í stórum hagkerfum skeikar yfirleitt ekki miklu milli verðbólgu og aukningar á neysluvísitölu. Það er þó viðurkennd staðreynd að neysluvísitalan MÆLIR EKKI verðbólgu. Hún er eingöngu nálgun og hér á Íslandi er hún líklega fremur léleg nálgun.

Útreikningur á neysluvísitölu er líka ýmsum erfiðleikum háður og margar mismunandi aðferðir eru notaðar til að reikna út vísitöluna. Þessar aðferðir gefa MISMUNANDI NIÐURSTÖÐUR. Yfirleitt eru þær aðferðir mest notaðar sem eru hagkvæmar í framkvæmd. Svo er einnig hér á landi. Þær aðferðir ÝKJA VERÐBÓLGUNA, þ.e.a.s. reikna út hærri niðurrstöðu en rétt er. Þetta er unnt að sannreyna með því að búa til dæmi þar sem verð á vörum er látið hækka á ákveðin máta og reikna síðan nákvæmlega út hver verðbólgan er og loks reikna út neysluvísitölu hvers tíma með núverandi aðferðum. Niðurstaða neysluvísitölunnar verður HÆRRI en raunveruleg verðbólga. Þetta er óumdeilt og má lesa um í riti Alþjóðlegu Vinnumálastofnunarinnar, en hún hefur umsjón með samræmingu á útreikningi neysluvísitölu (CPI consumer price index).

Notkun neysluvísitölu eins og hér á landi til að vertryggja lán EYKUR einnig verðbólgu.

Ferlið er svona: Verðbreytingar eiga sér stað -> reiknuð er vísitala sem ýkir verðbólguna -> lán eru hækkuð í samræmi við niðurstöður -> stýrivextir eru hækkaðir til að höndla vísitöluna -> verðlag hækkar til að höndla vísitöluhækkunina

Þetta er vítahringur sem hefur með það að gera að neysluvísitalan er misnotuð hér á landi. Það er gert vegna þess að vístalan er notuð erlendis sem sæmilega traust tól til að nálga mælingu á verðbólgu. Hér á landi er misnotkun neysluvísitölu ein helsta árás á krónuna sem gjaldmiðil.

Hér á landi ættu að vera 2 eða fleiri aðilar sem gera óháða úttekt á útreikningi neysluvísitölu, t.d. með því að reikna sína eigin neysluvísitölu til samanburðar. Hagstofan ætti að leiðrétta neysluvísitölu afturábak miðað við nýjar neyslukannanir. Varasamt er að verðtryggja lán miðað við neysluvísitölu. Fasteignalán ætti að verðtryggja miðað við fasteignavísitölu. Seðlabankinn ætti ekki að miða við neysluvísitölu heldur peningamagn í umferð.

Neysluvísitalan er ofmetin sem verkfæri á Íslandi. Hún er einnig ofmetin miðað við raunverulega verðbólgu. Notkun neysluvísitölu ýtir undir verðbólgu og dregur þar með úr þrótti efnahagslífsins og færir eignir frá skuldurum til fjármagnseiganda.

Hvers vegna er enginn hagfræðingur að rannsaka þetta?

Hvað segja samtök heimilanna og atvinnulífsins? Hvað segir ríkisstjórnin?

Næst þegar þú færð greiðsluseðil af láninu þínu þar sem fram kemur að höfuðstóll og afborganir hafi hækkað svo og svo mikið frá upphafi miðað við neysluvísitölu, þá skaltu spyrja þig: er þetta rétt? Er þetta rétt mæling. Eru forsendur Hagstofu fyrir útreikningi vísitölunnar réttar? Hefur lánið virkilega hækkað svona mikið? Hversu mikill hluti hækkunarinnar er til kominn vegna misnotkunar á neysluvísitölunni? Er það rétt að þú sem greiðandi þurfir að bera skaðann af ófullkomnum mælingaraðferðum Hagstofunnar?


mbl.is Erfið vísitölumæling í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falin frétt

"Á bilinu 15 til 20 aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja" 

Þessi frétt kom í útvarpinu og var auðsjáanlega einu sinni á vef RUV. Hún er horfin núna og hefur ekki birst í öðrum miðlum svo ég hafi orðið var við. Leit á netinu skilar engu nema þessi fyrirsögn á vef RUV, en fréttin sjálf er horfin.

Á bilinu 15 til 20 aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja. Formlegt söluferli á hlutnum fer af stað í næstu ...
https://ruv.is/index.jsp?dom=2527148&branch=2773332&setQStr=1

Hvers vegna virkar ekki þessi hlekkur?

Hvers vegna er fréttin horfin?

Hvers vegna hefur þessi frétt ekki birst í öðrum fjölmiðlum?

Í útvarpsfréttinni kom fram að flestir þessara aðila væru erlendir.

Hverjir eru þessir "erlendu aðilar"?

Hverjir eru innlendir?

Hér er verið að selja hlut í einu öflugasta orkufyrirtæki Íslendinga. Mikil orrahríð hefur staðið um eignarhlut Orkuveitunnar, m.a. málaferli. Borgarstjórn Reykjvíkur skipti tvisvar um hendur vegna brasks með orkufyrirtæki. Er þetta ekki fréttnæmt?

Eða er þetta of viðkvæmt mál til að leggja fram til kynningar og umræðu?

Ráða fréttamenn ekki við að flytja mál af kreppunni og afleiðingum hennar?


mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband