Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.5.2009 | 10:44
The best way to rob a nation is to own one!
15.5.2009 | 08:51
Samningsstaða Íslands
Þjóðin er á hnjánum efnahagslega og embættismannakerfið önnum kafið við endurreisnina (vona ég). Sú vinna felst m.a. í því að koma í veg fyrir að verðmæti tapist. Þá er búin til ný árás á verðmætin. Stjórnvöld vilja láta á það reyna hvort ekki megi fórna enn frekari verðmætum, sjálfstæði og yfirráðum yfir auðlindum, fyrir aðild að ESB. Embættismannakerfið og þjóðin þarf að fara að eyða kröftum sínum á tveimur vígstöðvum.
Annar stjórnarflokkurinn sér ESB aðild sem allra meina bót. Eins og eiturlyfjasjúklingur virðist hann tilbúinn að fórna hverju sem er fyrir það skyndifix að Ísland gangi í ESB. Þingmenn og ráðherrar sjá e.t.v. í hillingum möguleikann á því að gerast þingmenn á Evrópuþinginu þegar þeir verða búnir að fremja sín þingverk á Alþingi.
Hinn flokkurinn þráir ekkert heitar en að vera við völd saman með hinum og er reiðubúinn að fórna eigin sannfæringu fyrir það markmið.
Viðbrögðin við þeim aðvörunarröddum og rökum sem sem koma fram gegn aðild eru þau að viðkomandi sé bara afturhaldseggur sem vilji einangra Ísland, ómenntaður, óupplýstur og/eða gleðispillir í Evrópupartíinu. Rök fyrir aðildarumsókn þarf ekki að setja fram. Evrópusinnar vilja sitt fix og partíð verður að halda áfram.
Frábær samningsstaða.
ESB-tillagan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2009 | 08:14
Þetta er sorglegt
Tillaga ríkisstjórnarinnar er illa unnið plagg. Þar er ekki að finna neinar upplýsingar um væntingar eða kostnað. Upptalning á fyrirvörum er stuttur. Hvað t.d. með auðlindir sem finnast kunna á landgrunninu (hugsanlega olíu)? Hvað kostar ferlið? Hvers vegna að sækja um?
Aðild að ESB felur í sér framsal á mikilvægum hluta af sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er ekkert smámál. Kostnaðurinn við samningaviðræður er áætlaður ekki undir 800 milljónum og leggur mikla vinnu á stjórnkerfið. Á sama tíma ætti þetta stjórnkerfi að vera að bjarga þjóðinni.
En kreppan er líklega búin svo eitthvað verða embættismennirnir að dunda sér við.
Alþingi þarf líklega ekki að vera upplýst um svona smámál. Bara samþykkja og athuga hvort við fáum ekki frábæran díl fyrir sjálfstæðið. Þetta er svipað og sölumennska fyrir eiturlyf. "Prófaðu bara og sjáðu hvernig þér líkar. Þú getur alltaf hætt". Það er bara ekki satt. Hér er verið að plata þjóðina inn í árhundraða ánauð fyrir hugsanlegt skyndifix.
En víman verður e.t.v. yndisleg fyrir suma ... um stund.
Segir þingsályktunartillögu fádæma rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 09:07
Umsögn um 100 daga áætlunina
Ég tók saman umsögn um 100 daga aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að mestu leyti mjög góð mál og ég fagna almennt séð þessari aðgerðaráætlun þótt vissulega eigi eftir að sjá hvað kemur út úr vinnunni. Ég er einungis beinlínis mótfallinn einu máli, en það er ESB málið. Ég hef einnig fyrirvara um nokkur mál. Þau mál sem mér þykir sérstaklega mikilvæg og kalla á annað en almennar athugasemdir frá mér eru feitletruð. Umsögnin er inndregin á eftir hverjum punkti í áætluninni hér að neðan.
En fyrst það sem mér finnst vanta í þessa áætlun (m.a.):
- Rannsókn sett af stað varðandi hlutverk reikniskilastaðla og framkvæmd þeirra varðandi hrunið, sérstaklega varðandi ofmat á efnahagsreikningum og hagnaði. Jafnframt ábyrgð endurskoðenda á hruninu.
- Hagfræðileg úttekt á hentugleika neysluvísitölu sem viðmið fyrir Seðlabanka varðandi verðbólgu, verðbólguviðmið og stýrivexti.
- Hagfræðileg úttekt á hentugleika þess að miða verðtryggingu fasteignalána við neysluvísitölu fremur en t.d. fasteignavísitölu.
- Hagfræðileg úttekt á því hvernig neysluvísitala er reiknuð.
----
· Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs 100 daga áætlun áformaðar aðgerðir
Til hamingju og gangi ykkur vel að reisa þjóðarskútuna við. Varist ESB og gjaldið varúð við ráðum AGS.
· Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjármálum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.
Hið mikilvægasta mál. Þetta endurmat verður að gera strax. Ekki er nóg að gert. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skuldavanda.
Gott mál.
· Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Íslands um ESB lögð fram á Alþingi.
Slæmt mál. Dreifir athygli og kröftum. Fórnar langtímahagsmunum fyrir meinta (en alls ekki gefna) skammtímahagsmuni.
· Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Gott mál. Ég tel kvótakerfið gott, en eignfærslur sjávarútvegsfyrirtækja verða að vera í samræmi við raunveruleg verðmæti og tel ekki svo vera núna. M.ö.o veðin fyrir lánum sjávarútvegsfyrirtækja eru ofmetin. Samt ekki viss að stefna stjórnarinnar sé rétt. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.
Mjög mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokavinna við samninga um erlendar kröfur Icesave.
Mjög mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.· Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunarinnar afgreidd í stjórn AGS.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.
Mikilvægt mál. Legg til að skoðað verði að afhenda íslensku þjóðinni verulegan hluta af einum banka. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Samkomulag milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna afgreitt.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Dregið úr gjaldeyrishöftum.
Mjög mikilvægt mál mál. Helst þarf að fjarlægja þessi höft alveg. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um persónukjör lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.
Ekki viss um þetta mál. Er þó sammála að núverandi stjórnarskrá og stjórnskipunar meingölluð og þarf að laga. Ekki viss að stjórnlagaþing sé besta leiðin til þess. Hefði frekar viljað sjá þessa vinna hefjast strax með aðkomu sérfræðinga skipaða af öllum flokkum. 10 manna sérfræðihóp sem ætti að skila tillögum eftir 1 ár til umræðu í þjóðfélaginu. Málið svo afgreitt samhliða sveitarstjórnarkosningum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Hef samt mjög almennan fyrirvara um þjóðaratkvæðagreiðslur. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka hafin.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings ogfjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram áAlþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um breytingu á lögum um sparisjóði lagt fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum með það að leiðarljósi að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
Ekki forgangamál en leið til (mjög takmarkaðs) sparnaðar þessi misserin. Ekki víst að þetta sé sniðugt á öðrum tímum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands lagt fram á Alþingi.
Mjög gott mál. Fagna sérstaklega áætlunum um innanríkisráðuneyti og atvinnuráðuneyti.
· Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.
Mikilvægt mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Lokið við endurfjármögnun og skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftirstofnfjárframlagi frá ríkinu.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfélaga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðarins settur á fót.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Byrjað verði að móta atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins ogháskólasamfélagsins. Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustulanda heims árið 2020.
Ekki fyrr en 2020? Er þetta vísbending um hvað kreppan mun gera okkur? Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflinguatvinnulífs með hinu opinbera.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagðar fyrir ríkisstjórn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Hafin vinna við mótun heildstæðrar orkustefnu. Stefnan miði m.a. að því aðendurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi.
Mjög gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun ogstyrkingu tekjustofna sveitafélaga.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna um veiðiráðgjöf og nýtingusjávarauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs oglífsgæða til framtíðar.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast viðatvinnuleysi.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.
Mjög gott mál. Nú um stundir er helsta úrlausnarefni fyrir þessi fyrirtæki það sama og fyrir önnur fyrirtæki. Þ.e.a.s. að unnt sé að fá fjármagn á skynsamlegum vöxtum. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notendaþjónustunnar sett í gang.
Mjög gott mál. Vek athygli á því að þetta er langtímaverkefni sem krefst í raun fjárfestingar í annars vegar endurskipulagningu og hins vegar notkun tækni til að einfalda stjórnsýsluna. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélags- ogefnahagsmálum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.
· Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar.
Gott mál. Sjáum hvað kemur út úr þessu.Ný ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 08:19
Gott mál
Ég fagna þessari frétt. Sérstaklega að búið verði til öflugt innanríkisráðuneyti og líka atvinnumálaráðuneyti. Tel það mjög góðar fréttir enda langþráð breyting sem bíður upp á ýmsa hagræðingarmöguleika, en einnig sóknarfæri.
Óska ríkisstjórninni til hamingju og velfarnaðar við að rétta þjóðarskútuna af.
Ég setti inn færslu með umsögn um 100 daga áætlunina:
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/874702/
Ráðuneytum fækkað í 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 09:12
Af hverju ég vil ekki að Ísland gangi í ESB
Ég hef búið í þremur ESB löndum. Ég er Evrópusinni, hlynntur miklu samstarfi við ESB (og fleiri) og ég hef unnið í verkefnum á vegum ESB og sótt þangað fundi og tekið þátt í verkefnum þar. Það er margt gott í ESB. Ég er samt, eftir að hafa skoðað málin og metið framtíðarhorfur, alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB.
Ástæðan fyrir því að ég vil ekki að Ísland verði innlimað í ESB er einmitt sú hægfara þróun sem ESB kjarninn stefnir að, þ.e.a.s. að búa til eins konar Bandaríki Evrópu. Einnig sú hægfara efnahagslega og menningarlega hnignun sem mun að mínu mati eiga sér stað á Íslandi ef við göngum í ESB.
Þetta eru ekki hlutir sem skipta máli í núinu og eiga því ekki upp á pallborðið í umræðunni í fjölmiðlum (sbr. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/872505/). Þetta skiptir hins vegar öllu máli fyrir framtíðina og er eitthvað sem fólk þarf að átta sig á ef það tekur (nánast?) óafturkræfa ákvörðun um inngöngu í ESB.
Staða Íslands í Bandaríkjum Evrópu (BE) verður í besta falli eins og Alaska í BNA. Ef BE (Bandaríki Evrópu) vill reisa herstöð á Íslandi, þá verður það gert. Ef þeir vilja loka herstöð á Íslandi, þá verður það gert. Ísland verður verstöð (auðlindanýting) en unga fólkið flytur burt og arðurinn fer burt. Menningunni hnignar og þjónustuframboð verður fábreyttara. Opinbert mál verður eitthvert Evrópumálið (þýska, franska, enska?) ásamt Íslensku (þar sem og ef þarf). Og það verður ekki liðið að þjóðin reyni að segja skilið við BE.
Ég tel reyndar að vilji margra í ESB til að fá ný ríki inn í ESB komi til af því að þeir vilja með því koma í veg fyrir frekari þróun í átt að Bandaríkjum Evrópu og að sama skapi er stífni annarra gagnvart því að fá fleiri þjóðir inn komin til af því að það tefur fyrir stofnun BE. Af þessum ástæðum er ekki ólíklegt að ESB geti þróast í ytra og innra svæði. Þ.e.a.s. að kjarninn (Þýskaland, Frakkland og fl.) myndi Bandaríki Evrópu (og Bretar telja sig þá væntanlega verða að vera með, þvert á eigið geð, til að koma í veg fyrir að þessi tvö ríki verði andstæður póll við Bretland), en ytri ramminn verði meira í líkingu við EES sem Ísland er þegar í. Það er margt sem mælir með því að EES sé betra fyrirkomulag fyrir margar ESB þjóðir heldur en þátttaka í EES.
Um þetta má rita langt mál, en læt þetta nægja í bili.
Að lokum: Vandamálin sem þjóðin stendur frami fyrir nú má vel leysa án þess að ganga í ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2009 | 14:57
Hörmuleg frétt á Bylgjunni
Visir.is og Bylgjan fluttu ótrúlega frétt (sem þó er alveg sönn og vel trúleg) áðan:
Brown lenti í mikilli orrahríð í fyrirspurnartímanum en þingmenn sóttu hart að honum varðandi Christie spítalann í Manchester sem tapaði sex milljónum punda við fall íslensku bankanna. Brown var sakaður um að standa í vegi fyrir því að spítalinn gæti endurheimt fé sitt. Ráðherrann sagðist deila áhyggjum þingmanna en benti á að margir aðrir hefðu orðið fyrir tjóni og að nauðsynlegt væri að líta á málin í heild sinni.
Mikilvægast er að íslensk stjórnvöld borgi," sagði Brown. Þess vegna erum við í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og önnur yfirvöld um hversu hratt Ísland mun borga til baka af því tjóni sem landið er ábyrgt fyrir."
Sjá: http://www.visir.is/article/20090507/VIDSKIPTI06/392138847
Gordon þarf ekki að ræða við íslensk yfirvöld heldur AGS og önnur yfirvöld (líklega í blessuðu ESB sem Bretar vilja 'hjálpa' okkur inn í). Íslenskum yfirvöldum kemur þetta sjálfsagt ekki við.
Á Íslandi nú eru tvö vel varðveitt leyndarmál: Samningurinn i við AGS sem fékkst afgreiddur eftir meðferð Gordons og ESB bandamanna hans (krafa um skilyrðislaus uppgjöf Íslands?) og skýrsla um mat á eignum bankanna.
Gordon Brown og AGS og ESB eru núna að ræða það hvernig unnt er að kreista hverja krónu af Íslandi og stjórnvöld láta bara eins og .....
3100 milljarða skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 09:08
Vil vekja athygli á frétt sem var falin
Þessi frétt var sett inn á vefinn hjá mbl kl 5:30 í morgun en var horfin af forsíðu kl 9:00. Mér þykir þetta mikilvæg frétt svo ég vek athygli á henni hér.
Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna:
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/05/07/gjaldeyrismisvaegi_gaeti_eytt_eigin_fe_bankanna/
Ath. að ég hef einnig sett inn bloggfærslu um fréttina.
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/871972/
Ath. að vandi heimilanna lagast mikið ef gengið á krónunni hækkar.
Stýrivextir lækka í 13% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 08:56
Hagsmunagæslan keyrir gengið niður
Ég hef tvennt um þessa frétt að segja:
1)
Svo virðist sem hagsmunir bankanna séu þeir að halda genginu lágu. Það eru einnig hagsmunir útflutningsatvinnugreina og erlendra lánadrottna (sem vilja fá viðskiptaafganginn okkar í vaxtagreiðslur).
Meðan þetta er staðan mun gengið þá nokkuð lagast? Ekki fer Seðlabanki og ríkisstjórnin að setja hag heimilanna og annarra þeirra sem skulda í erlendum myntum ofar þessum hagsmunum.
Það væri heiðarlegt af stjórnvöldum að gefa út með rökstuðningi hver er raunveruleg stefna þeirra og væntingar varðandi gengisþróun þannig að skuldarar geti tekið aðeins upplýstari ákvarðanir.
Hingað til hafa allar aðgerðir stjórnvalda og hagsmunagæsla miðað við að endurreisa bankana á kostnað heimilanna. Og sbr. fréttina liggja ástæðurnar ljósar fyrir. Bankarnir eru ennþá í stöðutöku gegn krónunni og nú með stuðningi stjórnvalda og Seðlabanka.
2)
Annars vegar höfum við þetta:
"Vandamálið stafar af því að stór hluti af eignum bankanna er í erlendri mynt en skuldir þeirra eru í krónum. Það skapar misvægi."
og svo höfum við þetta:
"Samkvæmt yfirliti [Seðla]bankans bíða en jöklabréf að andvirði 142,7 milljarða króna í kerfinu." http://www.vb.is/frett/1/53433/
(þ.e.a.s. eignir jöklabréfahafa eru í íslenskum krónum en þeir vilja erlenda mynt)
Virðist vera eitthvað sem ætti að vera unnt að leysa saman.
Hvers vegna er það ekki gert? Nú eru liðnir 7 mánuðir frá falli bankanna.
Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 10:38
Þjóðarskútan sekkur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)