Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eyra Van Goughs

Van Gough hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef aldrei verið almennilega sáttur við þá sögu að hann hafi skorið af sér eyrað sjálfur og farið síðan með það sem gjöf til vinkvenna sinna, jafnvel þótt geðveikur væri. Þessar nýju skýringar hljóma mun sennilegri þótt ég verði að viðurkenna að sannanir virðast veikar, en það á reyndar líka við um fyrri kenningu.

Van Gough


mbl.is Hjó Gauguin eyrað af Van Gogh?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin um heimilin

Sannleikurinn um það hvernig skjaldborgin um heimilin er hugsuð: 
Skjaldborgin um heimilin

mbl.is Kikna undan skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valkostir kjósenda á morgun

Að mínu mati snúast þessar kosningar um þrjá valkosti:

1) Að vinna sig út úr kreppunni með ráð og dáð

2) Að láta kreppuna eyðileggja íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag þannig að við glötum sjálfstæðinu og yfirráðum yfir auðlindunum

3) Að gefa sjálfstæðið og auðlindirnar frá okkur í von um að okkur verði bjargað af öðrum

Við höfum hingað til verið að fylgja stefnu 2 síðan kreppan skall á í október á síðasta ári. Ráðvilltir og örvæntingarfullir einstaklingar virðast einungis sjá kost 3 í stöðunni.

Við þurfum að átta okkur á því að Íslendingar eru enn ríki þjóð í öllum skilningi þrátt fyrir kreppu og skuldir verða hér ekki meiri en eru víða í ES og því vel viðráðanlegar. Þjóðartekjur hér verða áfram með því mesta í heimi og vaxtarmöguleikar miklir og vel umfram það sem aðrar vestrænar þjóðir mega vænta á næstu árum. Þjóðin er sérstaklega rík af auðlindum og mannauði með unga vel menntað þjóð og vel fjármagnað lífeyriskerfi.

Þessu er hægt að klúðra (stefna 2) með okur stýrivöxtum í landi verðhjöðnunar. Það er líka hægt að örvænta og gefa frá sér allt í uppgjöf (stefna 3).

Eða manna sig og taka á málunum (stefna 1). Við höfum alla burði til þess. Hættum þessu víli og björgum okkur sjálf.

Ég læt öðrum það eftir að meta hvernig á að setja atkvæði sitt á morgun, en vona að allir taki stefnu 1 fram yfir hinar.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

22,5% dráttarvextir í -3,5% verðbólgu

Þetta er ekkert annað en okur! Eignaupptaka í boði Seðlabanka Íslands. Tilræði við atvinnulíf í landinu.

Sjá: http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/862451

 


mbl.is Dráttarvextir lækka um 1,5 prósentustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga er -3,5%, ekki 15,2%

Ef vísitalan lækkar um 0,3% milli mánaða þá er verðbólga um -3,5% (þ.e.a.s. verðhjöðnun um 3,5) á ársgrundvelli. Það er verðbólguhraðinn núna. Ekki 15

Hvers vegna er alltaf talað um meðalverðbólgu síðustu 12 mánaða (sem var síðast 15,2% og stefnir núna í 11,7%) í stað þess að tala um verðbólguhraðann núna sem er -3,5%?

Hvers vegna telur Seðlabankastjóri að við þurfum að hafa 15,5% vexti þegar við erum með neikvæða verðbólgu upp á 3,5%?

Þ.e.a.s. raunvexti um 19% sem virkar sem klossbremsa á alla átvinnustarfsemi þjóðfélagsins og skilar útlendingum metávöxtun í formi vaxtagreiðslna og veldur frekari lækkun krónunnar?

Hvers vegna? HVERS VEGNA?


mbl.is Spá 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ES trúboðið

Samfylkingin leggur áherslu á inngöngu í ES sem lausn út úr vandanum án þess að skýra hvernig. Helst virðist horft til Evrunnar, en ekki er skírt hvernig hún bjargar okkur. Hvernig lækkar hún skuldir ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja? Hvernig lækkar hún atvinnuleysi? Sumir í SF halda því fram að ef við nú bara hefðum haft Evru (og verið í ES) þá hefði þetta aldrei gerst eða a.m.k. orðið mun auðveldara fyrir okkur. Hér er smá frétt:

Ireland, 6thApril 2009
According to figures communicated on 1st April by the Central Statistics Office the Irish unemployment rate rose to 11% in March- the highest level since November 1996 whilst it had not risen above 6.4% in 2008, and 4.6% in 2007. This represents an 87% rise in comparison with March 2008. The GDP contracted by 2.3% in 2008but by 7.5% in the fourth quarter in comparison with the fourth quarter of 2007. Ireland was the first country in the euro area to slip into recession in 2008 but also into deflation. The authorities are expecting a 6% decrease in the GDP this year. In spite of the crisis the Irish government is finalising a budgetary package that will be presented on 7th April to Parliament and this is meant to halt the budgetary deficit by means of spending cuts and tax increases in an attempt to maintain public deficit at 9.5% of the GDP in 2009. The Central Bank of Ireland is forecasting a decrease of 7.1% in the GDP in 2009 and 3.2% in 2010.
Sjá: http://www.robert-schuman.org/breve.php?num=9688&typ=art

Írland er í ES. Írland er með Evru og hefur haft hana í mörg ár. Allt tal Samfylkingar um ES aðild sem lausn á efnahagsvandanum er því auðsjáanlega blekking ein. Sú umræða skilar okkur ekki nær lausn vandans. Er ekki tími til kominn að hætta að tala út og suður (til Evrópu) og fara taka á vandanum, þ.e.a.s. að standa vörð um heimilin og atvinnulífið í landinu. Það er nóg komið af blekkingu.


Breytt fyrirkomulag skattheimtu lækkar lán

Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað um meira en 20% síðan í ársbyrjun 2008. Þetta er sökum þess að vísitala neysluverðs hefur hækkað sem þessu nemur. Ástæðan fyrir þeirri hækkun er fyrst og fremst gengisfall krónunnar. Utanaðkomandi ástæður hækkuðu sem sagt neysluvísitöluna og þar með lánin.

 

Ekki má lækka þessa vísitölu og setja hana á 1. janúar 2008 því það væri samningsbrot að beita handafli við að breyta vísitölunni beint. Slíkt kann að skapa skaðabótakröfu á þann sem beitir slíku handafli frá þeim sem telur sig verða fyrir skaða af því. Slíkar skaðabætur þarf að fjármagna og það hefur verið gagnrýnt. Vísitalan verður því alfarið að stjórnast af hlutlausum mælingum á verðlagi þeirrar neyslu sem hún fylgist með. M.ö.o. neysluvísitalan má einungis mæla verð á sama máta og áður og ef það verð hækkar eða lækkar af utanaðkomandi ástæðum þá hækkar eða lækkar neysluvísitalan, annars ekki.

 

Eina vonin er sem sagt að vísitalan bara lækki um 20% af utanaðkomandi ástæðum sem er ósennilegt. Eða hvað?

 

Það er unnt að lækka vísitöluna um 20% án þess að um samningsbrot sé að ræða enda verður ekkert fiktað í forsendum lána eða útreikningi vísitölunnar og engu handafli beitt á lánasamninga eða vísitölu. Aðferðin felst alfarið í endurskoðun á fyrirkomulagi skatta.

 

Með því að fella niður virðisaukaskatt og dreifa þeim skatttekjumissi sem af því verður yfir á aðra skattstofna til hækkunar þannig að tekjur ríkisins yrðu óbreyttar, þá lækkar neysluverð um u.þ.b. 20% og þar með lán og afborganir einstaklinga og fyrirtækja.

 

Þetta hefur einnig ýmis önnur áhrif til batnaðar varðandi það að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný, en út í þá sálma verður ekki farið hér að sinni.


Frábært myndrænt yfirlit um áhrif kreppunnar á lönd ES

Hér er hlekkur á mjög gott yfirlit yfir áhrif kreppunnar á lönd ES. Myndin er gagnvirk. Þannig er unnt að velja lönd eða tegund upplýsinga með því að smella á landið eða reiti uppi í hægra horni. Unnt er að sjá breytingar milli ársfjórðunga. T.d. að atvinnuleysi á Spáni mun fara úr 8% í 18% 2010. Þjóðarskuldir Íra úr 25% í um 70% og margt fleira.

http://www.nrc.nl/international/article2160480.ece

Þótt þetta sé nýlega uppfært með tölum frá EuroStat þá benda síðustu tölur t.d. fyrir Írland til enn verri niðurstöðu.

Því hefur verið spáð að á næsta ári verði Ísland með skuldir sem nema um 60% af landsframleiðslu sem er ekki verra en Þýskaland og Frakkland í lok þriðja ársfjórðungs 2008. En hversu hátt fer atvinnuleysið?


Um trúverðugleika

Væri ekki réttara af Jóni að segja að trúverðugleiki FME hefði verið aukinn þar sem hann hefði þegar sagt af sér sem stjórnarformaður þar á bæ. Í staðinn kemur þetta:

"Sagði Jón trúverðugleika Seðlabankans þegar hafa verið aukinn og upphaf þessa starfs, m.a. vegna reglubreytinga, lofa góðu."

Seðlabankinn er með ótrúverðug gjaldeyrishöft sem hann getur ekki upplýst hvernig eða hvenær á að losa um. Krónan er í frjálsu falli þrátt fyrir þessi höft. Stýrivextir eru enn í hæstu hæðum þrátt fyrir að verðhjöðnun sé hafin sem er óskiljanlegt nema sem greiðasemi við erlenda vaxtagreiðsluþiggjendur. Ekki hefur enn verið gerð fullkomlega grein fyrir stöðu jöklabréfa eða inneign erlendra aðila hjá SBÍ.

"Þessu til viðbótar er það varlegt mat sérfræðinga að erlendir aðilar eigi 60 milljarða króna í formi innstæðubréfa í Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er ekki tilbúinn að staðfesta þá tölu." Sjá http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/16/300_milljardar_i_eigu_utlendinga/

Samfylkingin heldur áfram að gera lítið úr krónunni og þannig draga úr trúverðugleika Seðlabankans. Hvernig getur SF haldið því fram að trúverðugleiki SBÍ hafi aukist? Er Samfylkingin trúverðug með svona málflutning?


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... þeir vita ekki hvað þeir gjöra

Michael Hudson og John Perkins benda réttilega á að ef ekki er haldið rétt á spilunum þá endar þessi helstefna með því að allur almúginn verður eignalaus örbirgðarlýður. Þeir benda á að EINA LEIÐIN sé niðurfelling skulda. Niðurfellinguna má framkvæma á margskonar máta. 20% aðferðin er bara ein af þeim leiðum.

Ef ekki verður farið í það að leiðrétta snarhækkun lána á húsbyggjendur þá fara e.t.v. um 30 þúsund heimili á hausinn, eða festast í fjötrum ánauðar. Þessi heimili eru um þriðjungur allra heimila og eru þau heimili þar sem ungt fólk með börn hefur verið að fjárfesta í húsnæði á undaförnum árum. Þetta er fólkið sem er virkast í efnahagslífinu varðandi atvinnu, innkaup og skattgreiðslur. Þetta er liðið sem í raun heldur þessu þjóðfélagi gangandi. Ef ekki verður komið til móts við þetta fólk þá mun það ekki hafa neinn kaupmátt næstu 20 árin. Margir munu fara í þrot og flytjast úr landi, niðurbrotið fjárhagslega og félagslega. Ísland verður allt eins t.d. Þingeyri eða Patreksfjörður. Eignaverð mun stórlækka og öll velta í þjóðfélaginu. Þjóðinni mun fækka. Spá Michael Hudson og John Perkins mun ganga eftir.

Sumir tala um það að það sé ekki sanngjarnt að hjálpa fólki sem tók þá áhættu að taka lán til að byggja sér hús. Þeim sé nær. Það gleymist að þeir sem tóku þá áhættu að eiga pening inni á bankabókum íslenskra banka hafa þegar fengið sitt allt endurbætt. Þá var hlaupið til. Þó voru margir, margir aðilar búnir að vara við þessum sömu bönkum. En ekki var beðið boðanna, heldur setti ríkið lög og bjargaði þessum fjárhættuspilurum sem áttu pening inni á bankabókum þessara óáreiðanlegu banka.

Sumir halda því fram að við höfum ekki efni á þessu. Það er ótrúlegt að einhver skuli halda því fram. Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á því að gera þetta ekki. Ástæðan er sú að fjármálastofnun hefur tvo slæma kosti úr að velja þegar svona áfall dynur yfir:

1) Innheimta allt eins og venjulega vitandi að það mun setja marga á hausinn. Niðurstaða: X% tap og fjármálastofnunin á fullt af óseljanlegum eignum í efnahagslífi sem er rjúkandi rústir.

2) Veita öllum afslátt upp á Y%<X% og innheimta þá Z%>Y% og efnahagslífið er áfram í gangi.

Á Íslandi er X áætlað 50%, tillaga er um að Y sé 20% og áætlað er að Z sé 25%. Og ath. að tapið, X, er þegar yfirstaðið. Það er óumflýjanlegt. Það er borið af erlendum lánadrottnum.

Sumir halda því fram að þetta komi of mörgum til góða sem hafi ekkert með það að gera. Það sama má segja um björgun fjármagnseiganda sem voru svo fífldjarfir að eiga e.t.v. hundruð milljóna inni á bankareikningum. Þeim var bjargað til jafns við þá sem áttu bara 100 þúsund. Staðreynd málsins er sú að áfallið reið yfir alla þjóðina, jafnt skuldara sem lánveitenda. Það er vel unnt að mýkja áfallið og gera það á hlutlausan máta.

Núverandi stefna með verðtryggingu sem miðar ranglega við neysluvísitölu er að færa stórkostlegar upphæðir frá skuldurum óverðskuldað til fjármagnseigenda. Sömu aðila og þegar hafa fengið björgun í fyrstu aðgerðum. Það er óréttlátt og efnahagslega rangt. Það er í raun efnahagslegt sjálfmorð sbr. Michael Hudson og John Perkins.

Varðandi umræðuna um hroka þá vil ég leyfa mér að vitna í Jesú Krist: "Fyrirgefið þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" sagði hann. Það var göfugt af honum að fyrirgefa, en þvílíkur hroki að lýsa því yfir að þeir viti ekki hvað þeir gjöra. Eiga þeir sem nú á að gera að öreigum að fyrirgefa vegna þess að hinir vita ekki hvað þeir gjöra? Eða eigum við að benda þeim á það að þeir eru ekki að skilja málið, jafnvel þótt í því felist hroki af okkar hálfu?

Svona eftir á að hyggja: Getur verið að þeir viti samt hvað þeir eru að gera en geri það samt? Að "þeir" séu AGS að hvísla ráðgjöf í eyru stjórnvalda sem gleypa við þessum ráðum. Ráð sem, ef fylgt er, koma þessari þjóð á hnéin og gerir okkur að skuldaþrælum erlendra fjármagnseigenda? Þeim sé alveg sama þótt hér búi bara 200.000 fátækar hræður meðan auðlindir okkar mala þeim gull. Getur það verið? Það renna alla vega á mann tvær grímur.


mbl.is Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband