Valkostir kjósenda á morgun

Að mínu mati snúast þessar kosningar um þrjá valkosti:

1) Að vinna sig út úr kreppunni með ráð og dáð

2) Að láta kreppuna eyðileggja íslenskt atvinnulíf og þjóðfélag þannig að við glötum sjálfstæðinu og yfirráðum yfir auðlindunum

3) Að gefa sjálfstæðið og auðlindirnar frá okkur í von um að okkur verði bjargað af öðrum

Við höfum hingað til verið að fylgja stefnu 2 síðan kreppan skall á í október á síðasta ári. Ráðvilltir og örvæntingarfullir einstaklingar virðast einungis sjá kost 3 í stöðunni.

Við þurfum að átta okkur á því að Íslendingar eru enn ríki þjóð í öllum skilningi þrátt fyrir kreppu og skuldir verða hér ekki meiri en eru víða í ES og því vel viðráðanlegar. Þjóðartekjur hér verða áfram með því mesta í heimi og vaxtarmöguleikar miklir og vel umfram það sem aðrar vestrænar þjóðir mega vænta á næstu árum. Þjóðin er sérstaklega rík af auðlindum og mannauði með unga vel menntað þjóð og vel fjármagnað lífeyriskerfi.

Þessu er hægt að klúðra (stefna 2) með okur stýrivöxtum í landi verðhjöðnunar. Það er líka hægt að örvænta og gefa frá sér allt í uppgjöf (stefna 3).

Eða manna sig og taka á málunum (stefna 1). Við höfum alla burði til þess. Hættum þessu víli og björgum okkur sjálf.

Ég læt öðrum það eftir að meta hvernig á að setja atkvæði sitt á morgun, en vona að allir taki stefnu 1 fram yfir hinar.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm... var öðruvísi kjörseðill í Kópavoginum?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband