Verðbólga er -3,5%, ekki 15,2%

Ef vísitalan lækkar um 0,3% milli mánaða þá er verðbólga um -3,5% (þ.e.a.s. verðhjöðnun um 3,5) á ársgrundvelli. Það er verðbólguhraðinn núna. Ekki 15

Hvers vegna er alltaf talað um meðalverðbólgu síðustu 12 mánaða (sem var síðast 15,2% og stefnir núna í 11,7%) í stað þess að tala um verðbólguhraðann núna sem er -3,5%?

Hvers vegna telur Seðlabankastjóri að við þurfum að hafa 15,5% vexti þegar við erum með neikvæða verðbólgu upp á 3,5%?

Þ.e.a.s. raunvexti um 19% sem virkar sem klossbremsa á alla átvinnustarfsemi þjóðfélagsins og skilar útlendingum metávöxtun í formi vaxtagreiðslna og veldur frekari lækkun krónunnar?

Hvers vegna? HVERS VEGNA?


mbl.is Spá 0,3% lækkun vísitölu neysluverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sennilega hæðstu raunvextir sem við höfum upplifað,allt í boði SF.og VG.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband