Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.4.2009 | 11:57
Neysluvísitalan en ekki verðtryggingin er vandamálið
Mönnum svíður eðlilega undan hækkunum lána útaf verðtryggingunni og vilja því afnema verðtrygginguna. En verðtryggingin sem slík er ekki vandamálið, heldur það að miðað skuli við neysluvísitölu. Neysluvísitalan sveiflast ekki eins og fasteignavísitalan. Sjá m.a. eldra blogg um þetta:
http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/841661/
Fasteignavísitalan hefur hækkað mun meira en neysluvísitalan frá 1. janúar 2002 sbr. meðfylgjandi mynd. Lán tryggð með fasteignavísitölu hefðu því hækkað mun meira. Það er auðvitað ekki það sem þörf er á einmitt núna.
Ef fasteignavísitala hefði hins vegar verið notuð til að verðtryggja lán til húsnæðiskaupa, þá hefði hún slegið á innistæðulausar hækkanirnar á sínum tíma. Hún myndi dempa sveiflurnar. Vísitalan hefði sem sagt ekki hækkað eins mikið og raunin varð. Notkun fasteignavísitölu myndi slá verulega á þenslu og stuðla að jafnara fasteignaverði.
Síðan í október 2007 hefur fasteignavísitalan (Fv) lækkað töluvert og er sá þáttur neysluvísitölu (Nv) sem er að lækka hana núna í mars frá fyrri mánuði. Ef frá er talinn ógurleg hækkun Fv í kringum áramótin 2004/2005, þá er munurinn á vísitölunum ekki mikill sbr. mynd.
Ég legg til að við breytum lögum um verðtryggingu þannig að hún miði við fasteignavísitölu í fasteignalánum og að við skiptum hækkuninni um áramótin 2004/2005 jafnt milli lántakenda og lánveitenda en það gerum við með því að miða við janúar 2005.
Það væri réttara og þá væri vísitalan svipuð (reyndar aðeins hærri núna 143,3 Fv móti 140,7 Nv) en lækkun Fv sem er að eiga sér stað myndi að fullu virka til lækkunar lána næstu mánuði með verðtryggingunni.
Ef miðað væri við t.d. febrúar 2005 í stað janúar þá væri Fv þegar orðin lægri en Nv (Fv 136,5 og Nv 140,4).
![]() |
Verðtryggingin burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 12:32
Takið eftir þessu í skýrslunni
Ég vil vekja athygli á eftirfarandi atriði í skýrslu Kaarlo Jännäri. Í kafla 9. "Other issues" er fjallað um mál sem ekki falla undir það sem hann rannsakaði. Eða eins og hann segir:
"Several issues that have relevance to the supervisory and regulatory framework in Iceland are not addressed in detail in this report but are nonetheless worth mentioning and require attention"
Hér er steinn sem vert er að kíkja undir:
"The application and understanding of the requirements of the IFRS (International Financial Reporting Standards) should be mentioned."
Hér er verið að tala um reikniskilastaðla og hvernig þeir hafa verið (mis)notaðir hér á Íslandi til að sprengja upp efnahagsreikning og hagnað fyrirtækja. Hér er verið að tala um ábyrgð endurskoðenda. Hvernig þeir nota og hvernig þeir skilja IFRS.
Skilja íslenskir endurskoðendir ekki alþjóðlegu reikniskilastaðlana? Eða skilja þeir þá betur en aðrir og misnota þá?
![]() |
Gagnrýnir áhættu bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 13:21
Átök milli vinstri og hægri (heila)
Ég datt niður í smá pælingar um að mismunur á vinstri og hægri stjórnmálum helguðust af því hvort hægri eða vinstri heili væri meira ráðandi hjá fylgishópunum. Set hér fram nokkra punkta.
Ég vil byrja með nokkrum tilvitnunum í bók eftir Rita Carter, Kortlagning hugans.
Bls 35:
"Það er vinstri heilinn sem hefur skapað velgengni tegundarinnar Homo sapiens. Vinstri heilinn er útsmoginn, fús til að tjá sig og getur upphugsað og framkvæmt flóknar áætlanir. En hann hefur alltaf fengið slæmar umsagnir. Hann er oft talinn vera fulltrúi alls hins versta í vestrænu samfélagi: haldinn efnishyggju, reglufastur og tilfinningalaus; en hægri heilinn er aftur á móti álitinn blíður, tilfinningaríkur og í nánari tengslum við náttúruna hugarfar sem algengt er að kenna við Austurlönd. Heilasérfræðingar segja að þessi hugmynd um föst skil sé þjóðsaga. ... Samt staðfesta heilamyndir að hvelin tvö búa í rauninni yfir afar sérhæfðum hæfileikum sem eru fasttengdir að því marki að ákveðnir hæfileikar þróast alltaf í öðru heilahvelinu undir eðlilegum kringumstæðum."
"Vinstri heilinn er greinandi, röklegur, nákvæmur og næmur fyrir tíma. Hægriheilinn er dreymnari, hann meðhöndlar hluti á heildstæðan hátt fremur en að skipta þeim niður og fæst meira við skynjanir en sértækt hugarstarf. Einkum ber [hægri heilinn] ábyrgð á ótta- og sorgartilfinningum og á almennri bölsýni. Sjúklingar með slæma heilasköddun hægra megin virðast á hinn bóginn stundum algerlega ósnortnir af því og sýna bjartsýni og léttlyndi gagnvart því sem annars væri mjög skelfilegt. Í mjög alvarlegum tilvikum neita þeir alveg að viðurkenna annmarka sína. Sagt er að háttsettur amerískur dómari hafi valdið miklum vandræðum eftir alvarlegt hægrahvelsblóðfall þegar hann harðneitaði að hætta dómarastörfum þótt hann hefði misst hæfileikann til að vega og meta sönnunargögn af skynsemi. Það ríkti óvenjumikil kátína í réttarsal hans og í gleði sinni sleppti hann stórglæpamönnum lausum, en einstaka sinnum dæmdi hann minniháttar afbrotamenn í ævilangt fangelsi. Hann streittist gegn tilraunum starfsfélaga sinna til að fá hann til að láta af störfum og var að lokum rekinn. Svo var skemmdinni í hægri heilanum fyrir að þakka að hann virtist fyllilega sáttur við þessi málalok, þó þau kæmu honum á óvart, og naut eftirlaunaáranna vel og lengi."
"Sú hugmynd að athafnir okkar geti verið óskynsamlegar er vinstri heilanum afar ógeðfelld. Röð af frægum tilraunum leiddi í ljós að fólk viðurkennir nánast aldrei að það hafi tekið handahófsákvarðanir."
"Hvöt okkar til að réttlæta atferli sem er skynsamlegt hefur sennilega töluvert gildi til að viðhalda lífi okkar. Mannkynið hefur að mestu komist þangað sem það er með því að mynda flóknar samfélagsbyggingar allt frá veiðimannaflokkum til stjórnmálaflokksins og fá þær til að verka. Til þess að þær verki verðum við að bera traust til þeirra og til þess að bera það traust verðum við að trúa því að þessar stofnanir séu byggðar á heilbrigðri skynsemi og dómgreind. Einhvers staðar í huganum vitum við að við erum að blekkja okkur sjálf. Til dæmis framfylgja öll stjórnvöld í öllum þjóðfélögum einhverri stefnu sem sannanlega stríðir gegn skynseminni. En þetta viðurkennir aldrei neinn stjórnaraðili, nokkur staðar, nokkur tíma að minnsta kosti ekki fyrr en seinna. Þess í stað réttlæta þeir stefnu sína. Við sjáum kannski í gegnum þetta en í grundvallaratriðum viljum við hafa þetta svona það veitir okkur öryggiskennd."
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Sem sagt:
Við höfum öll tvo heila: vinstra og hægra heilahvel. Þeir hugsa sjálfstætt og á mismunandi máta.
Hægra heilahvel skynjar (frá vinstri hlið líkamans) heild og leggur mat á hana í með skyndihugboði eða tilfinningu. Hugboðið byggist á frumhvöt eða vanagreiningu frá vinstra heilahveli og getur verið rétt eða rangt án þess að hægra heilahvel viti af því. Hugboðið getur kallað á viðbrögð viðkomandi og aðgerðir. Ef einhver óskar rökstuðnings þá er gripið til eftiráskíringa eða afsakana. Ef matið er þannig að skynjunin þarfnast athygli og greininga þá er verkið sent til vinstra heilahvels. Ef ekki þá er skynjunin óðar gleymd.
Vinstra heilahvel greinir skynhrifin (frá hægri hlið líkamans) og skilar niðurstöðu til hægra heilahvels. Þessi greining krefst mun meiri tíma og athygli.
Heilahvelin tvö skiptast stöðugt á upplýsingum yfir hvelatengslin þeirra á milli. Skynsemi fæst einungis með góðu samstarfi vinstra og hægra heilahvels. Vinstra hvelið eitt gæti greint ótal hluti en ekki lagt neitt mat á mikilvægi þeirra. Hægra heilahvelið eitt sér myndi stjórnast af tilfinningum eða hugboði án tillits til þess hvað væri rétt (eða rökrétt).
(Hér verð ég að setja smá fyrirvara á einfaldleika framsetningar minnar, þar sem ljóst er að heilinn getur aðlagað sig að áföllum og verksvið milli svæða í heila og heilahvela færst til. Þessi staðreynd breytir samt ekki stóru myndinni).
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Það má leika sér með þessa skiptingu heilans í vinstra og hægra hvel sem hvort um sig hefur ákveðna sérhæfingu og varpa henni yfir á stjórnmálin og atburði síðustu missera í þjóðfélaginu.
· Tveir pólar: Vinstri stjórnmál (VS) og hægri stjórnmál (HS)?
o Hægra heilahvel (HH) eða vinstra heilahvel (VH) ráðandi. Þ.e.a.s. VS&HH eða HS&VH, eða vinstri stjórnmáls stjórnast af hægri heila og hægri stjórnmál af vinstri heila
o Tilfinningar eða efnishyggja ráðandi
· Efnishyggja síðustu ára án tillits til mats á mikilvægi? HS&VH. Skortur á notkun hægri heila.
· Óttatilfinning, óöryggi og bölsýni sem brýst út í starfslömun, mótmælum eða jafnvel ofbeldi (án mats á réttmæti eða rökrænu mati á ástæðum)? VS&HH. Skortur á notkun vinstri heila.
· Aðgerðarleysi aðila sem áttu að greina hættuna (HH notaði vanagreiningu)? Skortur á notkun vinstri heila.
· Eftiráskíringar flestra aðila á eigin aðgerðum/aðgerðarleysi og annarra? Hægri heili leitar hjálpar vinstri heila.
· Sjálfsblekkingar varðandi tal um ýmsa hluti og viðtekin gildi/sannindi:
o Tregi við að segja af sér? VH ráðandi yfir HH (eða HH skaddaður)
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Skynsamur heili er sá sem tengir vinstra og hægra heilahvel vel saman þannig að þeir vinni vel saman. Það sama á e.t.v. við um stjórnmálin. Vandi okkar er e.t.v. einmitt sá að vinstrisinnar og hægrisinnar eru ekki að tala saman hvað þá að vinna saman. Tilfinningar og skyndiákvarðanir ráða nú för en ekki greining á vandanum. Skipt er úr einum pól stjórnmála í annan með tilheyrandi einstefnu.
Fagleg vinnubrögð felast ekki í menntun eða flokkskírteini heldur getunni til að meta á hlutlausan máta ólíkar tillögur. Slíkt hlutleysi eða fjöldi tillagna fæst ekki nema með aðkomu ólíkra aðila (VS og HS) sem vinna saman að lausn.
---------------------------------------------------------------------------------------------------
Kallar þetta ekki á þjóðstjórn við núverandi aðstæður?
Kallar þetta ekki á að við endurskoðum uppbyggingu stjórnmálakerfisins þegar við höfum til þess tóm þannig að í stað þess að hanna stjórnmálakerfi (kosningakerfi) sem snýst um átök tveggja póla sem ráða til skiptis (átök hugmynda eða HS/VH og VS/HH), þá höfum við fremur átök hópa sem eru í jafnvægi hugmyndalega séð en fremur metnir og valdir út frá mati á getu þeirra til að halda jafnvægi í þjóðfélagsþróuninni og óhlutdrægni varðandi sérhagsmunahópa?
![]() |
Fjármálakreppa tengd heilastarfsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 17:28
Góð kaup
Ég held að Margeir hafi þarna gert góð kaup. Búið að flytja alla viðskiptavini til Kaupþings svo MP fær SPRON ódýrt á 800 milljónir. Ekki ólíklegt að margir viðskiptavinir komi nú til baka þannig að e.t.v. streymi hundruð ef ekki þúsundir milljóna til baka í SPRON frá Kaupþingi og jafnvel öðrum bönkum.
Þetta var Skák!
Næst er það Skák og mát!
![]() |
MP banki eignast SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 17:23
Neysluvísitölutrygging húsnæðislána er stórskaðleg rökvilla
Húsnæðislán, með veði í húsnæði, frá lánastofnun sem notar endurgreiðslu lánsins til að endurlána í ný húsnæðislán eru verðtryggð. En ekki með tilliti til húsnæðisverðs, heldur neysluvísitölu.
Þannig er endurgreiðsla lánsins tryggð með tilliti til m.a. verðs á áfengi eða matvöru. Einnig með tilliti til breytinga á virðisaukaskatti. En ekki með tilliti til þess hvort sama upphæð geti keypt sams konar hús seinna meir.
Þannig getur þensla á húnæðismarkaði valdið verðhækkunum sem eru vanmetnar í verðtryggingu sem aftur veldur því að ekki er slegið á þensluna þegar þess þarf og þensla í neysluverði getur valdið því að heildarlán hækka langt umfram heildar fasteignarverð.
Auðvitað ætti að verðtryggja húsnæðislán miðað við verð á húsnæði og ekkert annað!
Ef svo hefði verið þá hefði það stórlega slegið á eignabóluna. Ef svo væri núna þá myndi það stórlega hjálpa heimilum og fyrirtækjum og vernda störf. Að svo skuli ekki vera er eignatilfærsla frá skuldurum til lánveitenda.
![]() |
Greiðsluaðlögun komin í gegnum þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2009 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 14:18
Frelsi, ábyrgð og sjálfstæði
Markaðssetning á frelsi er mistúlkun á hugmyndum manna eins og John Stuart Mills. Hann talar um "borgaralegt eða félagslegt frelsi, um eðli og takmörk hins réttmæta valds þjóðfélagsins yfir einstaklingnum." [1] John Stuart Mill var að tala um Sjálfstæði einstaklinga, þ.e.a.s. frelsi hans til athafna berandi jafnframt ábyrgð á gjörðum sínum . "Í öllum skiptum einstaklings við aðra menn ber hann ábyrgð að lögum gagnvart þeim, sem eiga hagsmuni í húfi, og gagnvart samfélaginu sem verndara þeirra ef nauðsyn ber til." [2].
Frelsi í sjálfu sér er í almennum skilningi þess orðs nú um stundir án allrar ábyrgðar.
Frelsi, sem er án ábyrgðar, leiðir til óábyrgrar hegðunar. Slíkt frelsi byggist oft á nafnleysi eða leynd, hvort heldur er til skemmdarverka hjá hettuklæddum mótmælendum, þjófnaðar með peningaprentun hjá leynifélögum í skattaskjólum eða barnamisnotkunar hjá níðingum á Internetinu.
Sjálfstæði = Frelsi + Ábyrgð
Sjálfstæði felur í sér yfirlýsingu um frelsi með ábyrgð. Sjálfstæði og nafnleynd fara ekki saman. Ábyrgð er ekki hægt að heimfæra á réttan aðila ef nafnleynd er til staðar. Ábyrgð er órjúfanlegur hluti sjálfstæðis og því fæst sjálfstæði ekki þrifist í nafnleynd.
Taumlaus dýrkun frelsis sem hefur verið notað í markaðssetningu í um 100 ár hefur grafið undan ábyrgð og sjálfstæði einstaklinga og er rangtúlkun á kenningum helstu heimspekinga sem kenndir eru við frelsi.
Þegar menn tala um Bandaríkin sem "Land of the free" þá er í raun átt við land hinna sjálfstæðu, lausa undan erlendu oki, kúgun einræðisherra eða óþarfa afskiptum valdhafa. Slagorðið ætti því fremur að vera "Land of the independent".
Frelsið er líka blekking. Frelsi án ábyrgðar er í raun ekki til, því ábyrgðin, eða afleiðingarnar af frjálsum athöfnum lendir alltaf einhvers staðar. Bara ekki endilega á þeim sem eiga hana skilið. Frelsi án ábyrgðar er því í raun eins konar þjófnaður. Ábyrgðarlaus hegðun er andfélagsleg í eðli sínu.
"Land of the free" hljómar því í raun eins og "Land of the thieves" en ætti e.t.v. að vera "The independent land of the independent people" eða "The independent land of the independent individuals" sem ég tel reyndar vera inntakið í merkingu upprunalegra slagorðsins og nái því sem átt er við hjá þeim sem hampa því.
Taumlaus dýrkun frelsis getur leitt menn til að hegða sér á óábyrgan máta, allt í nafni frelsis. Menn geta farið að hegða sér eins og þjófar. Og nota nafnleynd til að komast upp með það. Ábyrgðin leggst á samfélagið. [3].
Þeir sem trúa á sjálfstæði einstaklingsins, kraft einkaframtaks og sjálfstæði þjóðar geta með sanni sagt að þessi atriði hafi verið og séu enn grundvöllur framfara í þjóðfélögum hins vestræna heims. Um þessi gildi er t.d. Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður. Þessi gildi eru enn í fullu gildi.
Þeir sem trúa á samhjálp og samhyggju, t.d. Samfylking og Vinstri-græn geta með sanni sagt að taumlaus frelsisdýrkun hafi leitt til ófara og að snúa verði af þeirri braut.
Það er misskilningur að halda að lausnin gagnvart afleiðingum taumlausrar frelsisdýrkunar sé takmörkun á athafnarými sjálfstæðra einstaklinga eða fórnun á sjálfstæði þjóðar. Lausnin felst í því að átta sig á því að öllu frelsi fylgir ábyrgð. Ábyrgð með frelsi er sjálfstæði. Ábyrgðin næst með afnámi nafnleysis.
[1] Frelsið eftir John Stuart Mill, Hið íslenska bókmenntafélag 1978, bls. 33
[2] Sama bók, bls. 47-48
[3] Hvers vegna heitir nafnlaus símaþjónusta Símans Frelsi? Slík símanúmer eru mikið notaðir af glæpamönnum sem eiga jafnvel mörg þannig númer til að tryggja sér sem næst fullkomið frelsi.
17.2.2009 | 13:21
Úranus ehf
Georg L. M. framkvæmdastjóri hefur gert góð kaup og borgað út í hönd. Og selt flesta bílana aftur úr landi að sögn. Sjálfsagt hið besta mál.
Úr ársreikningaskrá:
2007 | Úranus ehf | Ársreikningi ekki skilað | |
2006 | Úranus ehf | Ársreikningi ekki skilað | |
2005 | Úranus ehf | Ársreikningi ekki skilað | |
2004 | Úranus ehf | Ársreikningi ekki skilað | |
2003 | Úranus ehf | 3. desember 2004 | 2003.145418 |
2002 | Úranus ehf, Reykjavík | 16. október 2003 | 80.7776 |
2001 | Úranus ehf, Reykjavík | 24. október 2002 | 70.6840 |
2000 | Úranus ehf | 17. október 2001 | 60.4556 |
1999 | Úranus ehf | 26. janúar 2001 | 50.9734 |
1998 | Úranus ehf | 20. september 1999 | 40.2266 |
1997 | Úranus ehf | 19. október 1998 | 30.2879 |
1996 | Úranus ehf | 17. október 1997 | 20.5308 |
![]() |
Seldu lúxusbíla Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 11:21
Þjófnaður með leyndarstjórnun markaðsvirðis
Ein mikilvægari ástæða fyrir stofnun eignarhaldsfélaga á stöðum eins og Trotola er tækifærið sem þar með skapast fyrir falskaupmenn til að stjórna markaðsverði fyrirtækja úr launsátri.
Verðmæti valinna eigna er sprengt upp með kaupum á smá hlutum á síhækkandi verði til að búa til ofmetið markaðsvirði . Við það hækkar virði heildarhlutarins og það er fært sem hagnaður og slegið lán út á eignina. Endurskoðendur og bankar taka þátt í leiknum. Eftir stendur bankinn með innantóm veð fyrir útlánum. Með þessari aðferð er hægt að ræna öllum verðmætum heillar þjóðar.
Þjófnaðurinn tekst þegar bankinn afgreiðir lánið til leynifélagsins (gegn betri vitund) með veð í ofmetnum eignum (jafnvel bankanum sjálfum) þar sem endurskoðendur (með kíkinn á blinda auganu) hafa staðfest að verðmat á eigninni sé rétt miðað við markaðsvirði (og þannig ber að meta virðið samkvæmt lögum - tilskipun ES - þegar um viðskipti óskyldra aðila á markaði er að ræða).
Önnur ástæða eignarhaldsfélaga á stöðum eins og Trotola er skattaskjól og samþjöppun eignarhalds án þess að komast í kast við samkeppnislög.
Líklega er skattaskjól fyrirsláttur þeirra sem þetta stunda af hvað mestu kappi. Almenningur og jafnvel þeir sem vilja stunda heiðarleg viðskipti sjá þetta sem fyrirkomulag til að lágmarka skattbyrði (löglega), en leyndin býður bara upp á miklu meiri misnotkun: ólögleg skattaundanskot, undbrögð vegna samkeppni og launstjórn markaðsverðs.
Þetta snýst minna um skattaskjól heldur frekar skálkaskjól.
![]() |
Félög skráð á Tortola eru 136 talsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 14:25
Ástæðan fyrir beitingu hryðjuverkalaganna
Miðað við óhefta misnotkun falskaupmanna á íslensku efnahagskerfi með aðstoð bankanna og verðbólgupeninga (innistæðulaus útlán) sem streymdu frá íslenskum bönkum inn í efnahag Bretlands (og Norðurlanda) má e.t.v. álíta sem svo að Bretar hafi í raun talið þetta óvinveitta stríðsaðgerð af hendi bankamanna og falskaupmanna með þegjandi samþykki eða andvaraleysi íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnanna. Því hafi þurft að beita hryðjuverkalögum til að stoppa þetta (og hafa hljótt um raunverulegar ástæður til að lágmarka skaðann).
Hver veit?
![]() |
Opnast Icesave-málið að nýju? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 12:44
Eignir á móti IceSave og Edge
150 milljarðar eru áætlaðir vegna þess að íslenska ríkið (skattborgarar) ætlar að gangast í ábyrgðir vegan IceSave og Edge vegna kúgunar Evrópusambandsins og að áeggjan Breta. Þá er gert ráð fyrir að eitthvað fáist upp í skuldirnar úr eignasafni Landsbanka og Kaupþings. Það er líklegt að lítið fáist fyrir eignirnar þar sem þær voru ekki raunverulegar nema að takmörkuðu leyti sbr. http://thorsteinnhelgi.blog.is/blog/thorsteinnhelgi/entry/787304 og http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/28/milljardalan_skommu_fyrir_hrun/?ref=fphelst
![]() |
Skuldir aukast um 400 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)