Átök milli vinstri og hægri (heila)

Ég datt niður í smá pælingar um að mismunur á vinstri og hægri stjórnmálum helguðust af því hvort hægri Kortlagning huganseða vinstri heili væri meira ráðandi hjá fylgishópunum. Set hér fram nokkra punkta.

 

 

Ég vil byrja með nokkrum tilvitnunum í bók eftir Rita Carter, Kortlagning hugans.  

Bls 35: 

"Það er vinstri heilinn sem hefur skapað velgengni tegundarinnar Homo sapiens. Vinstri heilinn er útsmoginn, fús til að tjá sig og getur upphugsað og framkvæmt flóknar áætlanir. En hann hefur alltaf fengið slæmar umsagnir. Hann er oft talinn vera fulltrúi alls hins versta í vestrænu samfélagi: haldinn efnishyggju, reglufastur og tilfinningalaus; en hægri heilinn er aftur á móti álitinn blíður, tilfinningaríkur og í nánari tengslum við náttúruna – hugarfar sem algengt er að kenna við Austurlönd.”  “Heilasérfræðingar segja að þessi hugmynd um föst skil sé þjóðsaga. ... Samt staðfesta heilamyndir að hvelin tvö búa í rauninni yfir afar sérhæfðum hæfileikum sem eru “fasttengdir“ að því marki að ákveðnir hæfileikar þróast alltaf í öðru heilahvelinu undir eðlilegum kringumstæðum." 
Bls 36: 
"Vinstri heilinn er greinandi, röklegur, nákvæmur og næmur fyrir tíma. Hægri VinstriHægriheilinn er dreymnari, hann meðhöndlar hluti á heildstæðan hátt fremur en að skipta þeim niður og fæst meira við skynjanir en sértækt hugarstarf.” “Einkum ber [hægri heilinn] ábyrgð á ótta- og sorgartilfinningum og á almennri bölsýni.” “Sjúklingar með slæma heilasköddun hægra megin virðast á hinn bóginn stundum algerlega ósnortnir af því og sýna bjartsýni og léttlyndi gagnvart því sem annars væri mjög skelfilegt. Í mjög alvarlegum tilvikum neita þeir alveg að viðurkenna annmarka sína. Sagt er að háttsettur amerískur dómari hafi valdið miklum vandræðum eftir alvarlegt hægrahvelsblóðfall þegar hann harðneitaði að hætta dómarastörfum þótt hann hefði misst hæfileikann til að vega og meta sönnunargögn af skynsemi. Það ríkti óvenjumikil kátína í réttarsal hans og í gleði sinni sleppti hann stórglæpamönnum lausum, en einstaka sinnum dæmdi hann minniháttar afbrotamenn í ævilangt fangelsi. Hann streittist gegn tilraunum starfsfélaga sinna til að fá hann til að láta af störfum og var að lokum rekinn. Svo var skemmdinni í hægri heilanum fyrir að þakka að hann virtist fyllilega sáttur við þessi málalok, þó þau kæmu honum á óvart, og naut eftirlaunaáranna vel og lengi."
Bls 41:
"Sú hugmynd að athafnir okkar geti verið óskynsamlegar er vinstri heilanum afar ógeðfelld. Röð af frægum tilraunum leiddi í ljós að fólk viðurkennir nánast aldrei að það hafi tekið handahófsákvarðanir." 
Bls 42:
"Hvöt okkar til að réttlæta atferli sem er skynsamlegt hefur sennilega töluvert gildi til að viðhalda lífi okkar. Mannkynið hefur að mestu komist þangað sem það er með því að mynda flóknar samfélagsbyggingar – allt frá veiðimannaflokkum til stjórnmálaflokksins – og fá þær til að verka. Til þess að þær verki verðum við að bera traust til þeirra og til þess að bera það traust verðum við að trúa því að þessar stofnanir séu byggðar á heilbrigðri skynsemi og dómgreind. Einhvers staðar í huganum vitum við að við erum að blekkja okkur sjálf. Til dæmis framfylgja öll stjórnvöld í öllum þjóðfélögum einhverri stefnu sem sannanlega stríðir gegn skynseminni. En þetta viðurkennir aldrei neinn stjórnaraðili, nokkur staðar, nokkur tíma – að minnsta kosti ekki fyrr en seinna. Þess í stað réttlæta þeir stefnu sína. Við sjáum kannski í gegnum þetta en í grundvallaratriðum viljum við hafa þetta svona – það veitir okkur öryggiskennd."  

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Sem sagt:

 

Við höfum öll tvo heila: vinstra og  hægra heilahvel. Þeir hugsa sjálfstætt og á mismunandi máta.

 

Hægra heilahvel skynjar (frá vinstri hlið líkamans) heild og leggur mat á hana í með skyndihugboði eða tilfinningu. Hugboðið byggist á frumhvöt eða vanagreiningu frá vinstra heilahveli og getur verið rétt eða rangt án þess að hægra heilahvel viti af því. Hugboðið getur kallað á viðbrögð viðkomandi og aðgerðir. Ef einhver óskar rökstuðnings þá er gripið til eftiráskíringa eða afsakana. Ef matið er þannig að skynjunin þarfnast athygli og greininga þá er verkið sent til vinstra heilahvels. Ef ekki þá er skynjunin óðar gleymd.

 

Vinstra heilahvel greinir skynhrifin (frá hægri hlið líkamans) og skilar niðurstöðu til hægra heilahvels. Þessi greining krefst mun meiri tíma og athygli.

 

Heilahvelin tvö skiptast stöðugt á upplýsingum yfir hvelatengslin þeirra á milli. Skynsemi fæst einungis með góðu samstarfi vinstra og hægra heilahvels. Vinstra hvelið eitt gæti greint ótal hluti en ekki lagt neitt mat á mikilvægi þeirra. Hægra heilahvelið eitt sér myndi stjórnast af tilfinningum eða hugboði án tillits til þess hvað væri rétt (eða rökrétt).

 

(Hér verð ég að setja smá fyrirvara á einfaldleika framsetningar minnar, þar sem ljóst er að heilinn getur aðlagað sig að áföllum og verksvið milli svæða í heila og heilahvela færst til. Þessi staðreynd breytir samt ekki stóru myndinni).

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Það má leika sér með þessa skiptingu heilans í vinstra og hægra hvel sem hvort um sig hefur ákveðna sérhæfingu og varpa henni yfir á stjórnmálin og atburði síðustu missera í þjóðfélaginu.  

·         Tveir pólar: Vinstri stjórnmál (VS) og hægri stjórnmál (HS)?

o   Hægra heilahvel (HH) eða vinstra heilahvel (VH) ráðandi. Þ.e.a.s. VS&HH eða HS&VH, eða vinstri stjórnmáls stjórnast af hægri heila og hægri stjórnmál af vinstri heila

o   Tilfinningar eða efnishyggja ráðandi

·         Efnishyggja síðustu ára án tillits til mats á mikilvægi? HS&VH. Skortur á notkun hægri heila.

·         Óttatilfinning, óöryggi og bölsýni sem brýst út í starfslömun, mótmælum eða jafnvel ofbeldi (án mats á réttmæti eða rökrænu mati á ástæðum)? VS&HH. Skortur á notkun vinstri heila.

·         Aðgerðarleysi aðila sem áttu að greina hættuna (HH notaði vanagreiningu)? Skortur á notkun vinstri heila.

·         Eftiráskíringar flestra aðila á eigin aðgerðum/aðgerðarleysi og annarra? Hægri heili leitar hjálpar vinstri heila.

·         Sjálfsblekkingar varðandi tal um ýmsa hluti og viðtekin gildi/sannindi:

o   Tregi við að segja af sér? VH ráðandi yfir HH (eða HH skaddaður)

--------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Skynsamur heili er sá sem tengir vinstra og hægra heilahvel vel saman þannig að þeir vinni vel saman. Það sama á e.t.v. við um stjórnmálin. Vandi okkar er e.t.v. einmitt sá að vinstrisinnar og hægrisinnar eru ekki að tala saman hvað þá að vinna saman. Tilfinningar og skyndiákvarðanir ráða nú för en ekki greining á vandanum. Skipt er úr einum pól stjórnmála í annan með tilheyrandi einstefnu.  

Fagleg vinnubrögð felast ekki í menntun eða flokkskírteini heldur getunni til að meta á hlutlausan máta ólíkar tillögur. Slíkt hlutleysi eða fjöldi tillagna fæst ekki nema með aðkomu ólíkra aðila (VS og HS) sem vinna saman að lausn.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Kallar þetta ekki á þjóðstjórn við núverandi aðstæður?

 

Kallar þetta ekki á að við endurskoðum uppbyggingu stjórnmálakerfisins þegar við höfum til þess tóm þannig að í stað þess að hanna stjórnmálakerfi (kosningakerfi) sem snýst um átök tveggja póla sem ráða til skiptis (átök hugmynda eða HS/VH og VS/HH), þá höfum við fremur átök hópa sem eru í jafnvægi hugmyndalega séð en fremur metnir og valdir út frá mati á getu þeirra til að halda jafnvægi í þjóðfélagsþróuninni og óhlutdrægni varðandi sérhagsmunahópa?


mbl.is Fjármálakreppa tengd heilastarfsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband