Þjófnaður með leyndarstjórnun markaðsvirðis

Ein mikilvægari ástæða fyrir stofnun eignarhaldsfélaga á stöðum eins og Trotola er tækifærið sem þar með skapast fyrir falskaupmenn til að stjórna markaðsverði fyrirtækja úr launsátri.

Verðmæti valinna eigna er sprengt upp með kaupum á smá hlutum á síhækkandi verði til að búa til ofmetið markaðsvirði . Við það hækkar virði heildarhlutarins og það er fært sem hagnaður og slegið lán út á eignina. Endurskoðendur og bankar taka þátt í leiknum. Eftir stendur bankinn með innantóm veð fyrir útlánum. Með þessari aðferð er hægt að ræna öllum verðmætum heillar þjóðar.

Þjófnaðurinn tekst þegar bankinn afgreiðir lánið til leynifélagsins (gegn betri vitund) með veð í ofmetnum eignum (jafnvel bankanum sjálfum) þar sem endurskoðendur (með kíkinn á blinda auganu) hafa staðfest að verðmat á eigninni sé rétt miðað við markaðsvirði (og þannig ber að meta virðið samkvæmt lögum - tilskipun ES - þegar um viðskipti óskyldra aðila á markaði er að ræða).

Önnur ástæða eignarhaldsfélaga á stöðum eins og Trotola er skattaskjól og samþjöppun eignarhalds án þess að komast í kast við samkeppnislög.

Líklega er skattaskjól fyrirsláttur þeirra sem þetta stunda af hvað mestu kappi. Almenningur og jafnvel þeir sem vilja stunda heiðarleg viðskipti sjá þetta sem fyrirkomulag til að lágmarka skattbyrði (löglega), en leyndin býður bara upp á miklu meiri misnotkun: ólögleg skattaundanskot, undbrögð vegna samkeppni og launstjórn markaðsverðs.

Þetta snýst minna um skattaskjól heldur frekar skálkaskjól.


mbl.is Félög skráð á Tortola eru 136 talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki eyjan sem Jón Ásgeir "hafði aldrei heyrt um" í viðtali í Silfri Egils ? Af hverju tekur engin upp þráðin við hann núna ?

Kannski gaman ef einhver blaðasnápur vildi finna það út og spyrja aftur !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband