Hagsmunagæslan keyrir gengið niður

Ég hef tvennt um þessa frétt að segja:

1)

Svo virðist sem hagsmunir bankanna séu þeir að halda genginu lágu. Það eru einnig hagsmunir útflutningsatvinnugreina og erlendra lánadrottna (sem vilja fá viðskiptaafganginn okkar í vaxtagreiðslur).

Meðan þetta er staðan mun gengið þá nokkuð lagast? Ekki fer Seðlabanki og ríkisstjórnin að setja hag heimilanna og annarra þeirra sem skulda í erlendum myntum ofar þessum hagsmunum.

Það væri heiðarlegt af stjórnvöldum að gefa út með rökstuðningi hver er raunveruleg stefna þeirra og væntingar varðandi gengisþróun þannig að skuldarar geti tekið aðeins upplýstari ákvarðanir.

Hingað til hafa allar aðgerðir stjórnvalda og hagsmunagæsla miðað við að endurreisa bankana á kostnað heimilanna. Og sbr. fréttina liggja ástæðurnar ljósar fyrir. Bankarnir eru ennþá í stöðutöku gegn krónunni og nú með stuðningi stjórnvalda og Seðlabanka.

2)

Annars vegar höfum við þetta:

"Vandamálið stafar af því að stór hluti af eignum bankanna er í erlendri mynt en skuldir þeirra eru í krónum. Það skapar misvægi."

og svo höfum við þetta:

"Samkvæmt yfirliti [Seðla]bankans bíða en jöklabréf að andvirði 142,7 milljarða króna í kerfinu." http://www.vb.is/frett/1/53433/

(þ.e.a.s. eignir jöklabréfahafa eru í íslenskum krónum en þeir vilja erlenda mynt)

Virðist vera eitthvað sem ætti að vera unnt að leysa saman.

Hvers vegna er það ekki gert? Nú eru liðnir 7 mánuðir frá falli bankanna.


mbl.is Gjaldeyrismisvægi gæti eytt eigin fé bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Mjög athyglisvert.

Tryggvi Þórarinsson, 7.5.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég fjalla einmitt um þessa týndu frétt á blogginu mínu:

Lög nr. 38/2001 gætu bjargað gjaldeyrismisvægi bankanna

Marinó G. Njálsson, 7.5.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það þetta er athyglisvert. Jöklabréfaeigendur hafa verið að kaupa ríkisskuldabréf fyrir endurgreiðslu á höfuðstól vegna þess að þeir geta ekki fært fjármunina úr landi vegna gjaldeyrishafta.

Ergo jöklabréfaeigendur eru að fjármagna ríkissjóð eins og stendur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.5.2009 kl. 13:27

4 identicon

Takk fyrir þessa grein.

Tek undir að þessi frétt er mjög athyglisverð.  Fólk fær orðið "blauta" tusku í andlitið dag eftir dag. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:39

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við erum sem sagt enn þá afar mikið "fucked" ef mér leyfist að orða það þannig?

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband