Jöklabréfaráðgátan

Mér þykir þetta svar Steingríms skrítið. Ekki er vitað hverjir eru eigendur en samt er fullyrt að Íslendingar séu ekki aðaleigendur jöklabréfa.

Einnig er talað um að útgefendur séu þekktir (sem er löngu vitað) og að þeir séu traustir greiðendur sem er málinu óviðkomandi þar sem íslenskir aðilar hafa tekið að sér að borga vextina eftir því sem ég best veit. Þessir íslensku aðilar eru væntanlega margir gjaldþrota en ríkisábyrgð (eða hvað?) á greiðslunum sem þarf að standa við. Eigendurnir fá greitt í íslenskum krónum og svo þurfa þeir annað hvort að fjárfesta í íslenskum krónum (á Íslandi) eða skipta yfir í gjaldeyri (sem setur þrýsting á krónugengið).

Getur einhver staðfest að jöklabréfin séu með ríkisábyrgð?

Eða hvers vegna er verið að borga af þeim?

Hverjir skulduðu og hverjir skulda núna (þ.e.a.s. borga)?

Og enn er ósvarað hverir eiga jöklabréfin (þiggja greiðslurnar).

 


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband