Sannleikur um ESB

Ég setti inn nokkra tengla um ESB hér til vinstri á síðunni minni. Þar má finna Lissabon sáttmálann og ýmislegt fleira. Aðallega gögn frá ESB sjálfum og The Economist en einnig aðra tengla. Svona lýsir ESB opinberlega þróunarferlinu síðan 2003.

"There are several stages which have been of particular significance: the Treaty of Nice(which came into force on 1 February 2003), the European Convention(which finished in July 2003), the Intergovernmental Conference(IGC) 2003/2004 (October 2003–June 2004) and the European Constitution(signed in October 2004). Following the rejection of the European Constitution by France and the Netherlands in 2005 and a two year period of reflection, on the 23rd of June 2007 the EU leaders agreed PDF [289 KB]on a detailed mandate for a new Intergovernmental Conference. The task of this Intergovernmental Conferencewas to draw up a Reform Treaty by the end of 2007.

On the 19th of October 2007, the informal European Council in Lisbon adopted the final text of the Treaty, as drawn up by the IGC. The Heads of State and Government of the 27 Member States of the European Union signed the Treaty of Lisbon on the 13th of December 2007."

Stjórnarskránni frá 2004 var hafnað í Frakklandi (töldu stöðu Frakklands veikjast) og Hollandi (taldi stöðu smárra ríkja veikjast). Þá var búinn til Lissabon sáttmálinn með nánast sama innihaldi, en núna í formi viðbóta (bandorms) við sáttmálanum um EU (Maastrict samkomulagið). Írar felldu Lissabon sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu en ætla að halda aðra til að koma honum í gegn.

Þar sem Lissabon sáttmálinn kom með nýtt er sem sagt úr stjórnarskránni frá 2004 sem var aldrei samþykkt. Ég læt því hér fylgja lýsingu úr skýrslu til bandaríska þingsins um stjórnarskána (Sjá The European Union in 2006 and Beyond í tenglalistanum). Þar segir:

"Major innovations in the over 300-page constitution include abolishing the EU’s rotating presidency in favor of a single individual with longer tenure; creating a new EU foreign minister positionthat will combine the roles of the High Representative for the Common Foreign and Security Policy and the External Relations Commissioner; increasing the European Parliament’s powers by extending its decision-making rights to additional policy areas; and decreasing the size of the Commission in 2014. EU leaders also agreed to simplify the EU’s current, complex system of Qualified Majority Voting (QMV); beginning in 2009, QMV decisions will require 55% of member states (compromising at least 15 of them) representing at least 65% of the EU’s population. In the defense field, EU leaders approved: a “mutual assistance clause” that has been likened to NATO’s Article 5 defense guarantee; “structured cooperation” to permit a smaller group of members to cooperate more closely on military issues; and a European armaments agency to promote procurement harmonization and improve European defense equipment interoperability. EU officials insist that none of these defense provisions seeks to weaken NATO or the transatlantic link."

Þetta með QMV snýr að ráðherraráðinu. Það er svona núna:

  • To pass: Majority of countries (50% or 67%) and votes (74%) and population (62%)
  • To block: Condition to pass a vote not achieved

En verður svona þegar allir eru búnir að samþykkja Lissabon sáttmálann:

  • To pass: Majority of countries (55% or 72%) representing 65% of the population or condition to block not met
  • To block: At least 4 countries against the proposal or in cases where, under the Treaties, not all members participate the minimum number of members representing more than 35% of the population of the participating Member States, plus one member are against the proposal

Áhyggjur Hollendinga af stjórnarskrárbreytingunum (sem eru inni í Lissabon sáttmálanum) um að réttur smáþjóða verði minni er vel skiljanlegur. Það er ljóst að áhrif Íslands verða algjörlega hverfandi þarna inni. 

Sumar ákvarðanir er unnt að vetóa, þ.e.a.s. eitt land getur stoppað þær (a.m.k. um tíma eða þar til þær hafa verið umorðaðar.

"At present, QMV is used to pass certain legislation while others require unanimity among all Council members. Under the proposed Treaty of Lisbon, which has to be ratified by all member states before it can enter into force, decisions in 54 more policy areas would be taken using QMV, leaving only key, sensitive issues to be decided unanimously (including tax, social policy, defence, foreign policy and treaty revision).

Supporters argue this change will be necessary in order to streamline decision-making and prevent gridlock in a newly enlarged European Union. Others see the change as a loss of sovereignty from individual member states, as it effectively abolishes the national veto in many areas."

Halda Íslendingar að Ísland muni komast upp með það að vetóa einhverja ákvörðun ESB um skatta, félagsmál, varnarmál, utanríkismál eða sáttmálabreytingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú segi ég nú bara eins og fylgjendur stóriðju, ef ekki stóriðja hvað þá í staðinn... Ef ekki ESB hvað þá í staðinn??

Hvernig sérð þú fyrir þér að erlendir fjárfestar muni vilja fjárfesta hér á landi meðan krónan er enn við lýði eins og mér sýnist þú tala fyrir að verði um ókomna tíð. Stjórnendur Marel segja ómögulegt að fá fjárfesta að fyrirtækinu meðan bréfin eru skráð í krónum og þ.a.l. bréfin að hoppa frá því að vera nánast ókaupandi vegna hás verðs niður í að vera verðlaus.

Núna er það að verða almennt viðurkennd staðreynd að ekki er hægt að taka upp gjaldmiðil sem hentar okkur öðruvísi en að taka upp evru og þar með ganga í ESB.

Einnig er ljóst að fleiri störf munu að öllum likindum að mestu leiti verða í tækni og þjónustu geiranum. Ekki verður miklu bætt við í sjávarútvegi né landbúnaði okkur vantar 20000 störf sem fyrst og ef á að vísa burt fjárfestum, sem gætu verið viljugir að taka þátt í því, vegna íhaldssemi með einhv. örmynt þá veit ég ekki hvernig á að byggja hér upp á ný.

Sævar (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Merkilegt að þú skulir fara að tala um krónuna þar sem ég nefndi hana ekki einu orði í færslunni. Veikindi krónunnar eru vissulega aðal (eða einu?) rök ESB sinna fyrir aðildarumsókn.

Ég vil benda þér á að útlendingar hafa fjárfest hér á landi fyrir kreppu og sýna fjárfestingum hér einnig áhuga núna í kreppunni. T.d. eru flestir sem vilja kaupa hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja erlendir aðilar.

Áhugi útlendinga á fjárfestingum hér á landi og í Íslenskum fyrirtækjum mun einkum ráðast af trúverðugleika efnahagslífsins og ábótavon.

Vissulega er krónan í lamasessi nú um stundir. Okurvextir, gjaldeyrishöft, gengissveiflur og allt of lágt gengi (sem skýrir m.a. áhuga útlendinga nú) eru sjúkdómseinkenni kreppunnar sem nú herjar hér. Við munum vinna okkur út úr kreppunni með tímanum. Hvort við gerum það með krónunni eða erlendum gjaldmiðli ætla ég ekki að dæma um núna. Ég hef mínar efasemdir um krónuna en hún er ekki alslæm í eðli sínu þótt við höfum farið illa með hana. Eitt er víst að lágt gengi vinnur með okkur í að laða að erlenda fjárfesta og hjálpar okkur varðandi útflutning og að ná hagnaði í utanríkisviðskiptum.

Eitt er víst að ég vil ekki fórna allri framtíð Íslands vegna nokkurra ára kreppu sem er reyndar einnig grasserandi um allan heim.

Ég mun setja inn bloggfærslu um gjaldmiðlamál seinna.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 22.5.2009 kl. 01:32

3 identicon

Sævar: Það eru smáríki og dvergríki um allan heim sem fást við sín peningamál án vandræða og án þess að ganga í Evrópusambandið, ýmist með flotgengi og vandaðri peningamálastjórn en við höfum viðhaft, fastgengi eða með notkun á annarri mynt.

ESB sinnar hafa vissulega reynt að búa alla aðra  möguleika af sviðinu en það þýðir ekki að þeir séu ekki raunverulegir. Einhvern veginn komast Svisslendingar (með örsmáan gjaldmiðil miðað við bankakerfið), Andorrabúar, Caymaneyjabúar o.s.frv. af án þess að vera í ESB. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 01:33

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Þakka þér Þorsteinn fyrir gott innlegg í málefnalega umræðu um ESB málið.

Ég held að flestir sem gefa sér tíma til að kynna sér ESB vandlega muni komast að þeirri niðurstöðu að hagsmunum okkar sé miklu betur borgið utan sambandsins.

Það er ljóst að Evran er ekki í boði fyrir Ísland næstu 5-10 árin. Á þeim tíma verðum við löngu búin að koma stjórn á krónuna og þá munu fáir vilja ganga í ESB með öllum þeim fórnum sem því fylgja.

Framtíð evrunnar sem sameiginlegs gjaldmiðils ESB svæðisins er reyndar óljós núna og skynsamlegt að sjá hvernig henni reiðir af í þessari kreppu.

Frosti Sigurjónsson, 22.5.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvers vegna kjósa menn að opinbera fávitsku sína á þann hátt sem Sævar gerir ? Hann segir:

Núna er það að verða almennt viðurkennd staðreynd að ekki er hægt að taka upp gjaldmiðil sem hentar okkur öðruvísi en að taka upp evru og þar með ganga í ESB.

Allir sæmilega upplýstir menn vita, að við eigum góða kosti varðandi gjaldmiðilinn. Okkar bezti kostur er "fastgengi undir stjórn Myntráðs", en formleg Dollaravæðing er einnig góður kostur. Þetta er spurning um að taka í notkun "alvöru peninga" (real money) og hafna "af-því-bara peningum" (fiat money).

Evran er "af-því-bara peningar" eins og Krónan. Eini munurinn er að myntsvæði Evrunnar er stærra, en miðað við US Dollar er munurinn ekki svo mikill. Við sjáum að vandræði Evru-landanna eru dæmigerð fyrir lönd sem ekki búa við "alvöru peninga". Ekki er hægt að nefna annað en heimsku, þau viðhorf sem Sævar er fulltrúi fyrir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.5.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband