Ofverndun

Á ekki að banna ferðir í hamrabelti Esju? Eða girða meðfram bjargbrúnum á Hornströndum? Hvað með að girða meðfram öllum helstu umferðaræðum?

Eru menn ekki að taka sjálfa sig einum of alvarlega og fara offari?

Hraunkanturinn er mismunandi hár og brattur og því mismunandi hættulegt að nálgast hann. Helstu hættur eru gufusprengingar þar sem þegar sýður í snjó undir hrauni eða hrun úr háum hraunkanti. Einnig gas í giljum. Nú eða þá að Katla fari af stað með sprengigosi. Svo er það auðvitað kuldinn.

Ég var sjálfur þarna á laugardagsmorgun og sá engan fara sér að voða eða koma sér í of mikla hættu. Sá hins vegar að björgunarsveitarmenn voru í 100-200 metra fjarlægð inni í sínum fjallajeppum og hefur e.t.v. þaðan sýnst fólk vera of nálægt. Fann enga lykt af gosinu (vægan keim reyndar á einum stað) en aðal mengunin stafaði af vélsleðum og dísil bílum.

 


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa og Kreppuhraun

Mér þykja þessi nöfn best enda hafa hraun áður fengið nöfn af samtímaatburðum sbr. t.d. Kristnitökuhraun. Kreppa við hliðina á Hrungili er líka vel viðeigandi.

Ætla að skreppa upp að Kreppu á morgun.


mbl.is Fimmvörðufjall?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RÚV að segja fréttir eða stýra umræðunni?

Sjáið þið þessa frétt á Pressunni sem er birt kl 19:59 eftir aðalfréttatíma RÚV.

Síðan birtir RÚV niðurstöður hinnar spurningarinnar í seinni fréttum eftir að Pressan kjaftaði frá.

Það er sama fólkið sem var spurt þessara tveggja spurninga, en RÚV kýs að birta einungis þá sem lýtur að því hvort forsetinn hefði átt að staðfesta lögin. Hin spurningin um hvort fólk vilji semja upp á nýtt er falin þar til í seinni fréttum!

Þessi framgangsmáti RÚV er ósvífin tilraun til að móta umræðuna í stað þess að vera hlutlaus miðill.


mbl.is 67% vilja fella Icesave-lögin úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli erlendum fréttum af málinu

Disgraceful reactions in foreign media

January 6th, 2010, Kopavogur, Iceland 

On January 5th, 2010, the Icelandic president decided to put a law already passed by the Icelandic government on December 30th, 2009 to a national referendum. This law was about a state guaranty on a loan agreement between the Icelandic Depositors Guaranty Fond on one hand and the governments of UK and the Netherlands on the other to finance the repayment from the Fond to those governments that have already compensated IceSave depositors.

 

This new law that is now to be put to a referendum is an amendment to an existing law (96/2009) already passed by the Icelandic parliament and signed by the president on the same state guaranty, but that was not to the liking of the UK and Dutch negotiators.

The president’s decision has caused an immediate outrage in foreign media often under the misleading headline that Iceland is not going to pay. In spite of any (arguably weak) attempts by the Icelandic government to correct this, journalists like e.g. Jeremy Warner (who is introduced as an “assistant editor of The Daily Telegraph, is one of Britain's leading business and economics commentators.”) write articles like “Iceland's disgraceful decision not to pay up over stricken banks on January 5th, 2010.

This is far from the truth and a surprisingly naive, arrogant and ill-informed message from a leading commentator. Unfortunately this is a very common position in foreign media.

 

Although nobody in Iceland (or elsewhere) is excited about paying the dept of others, there already is a law in effect about a state guaranty on the loan for the repayment. There is no dispute about that the assets of the failed banks will by used solely for the repayment and this will go 75%-95% of the way. The remaining amount is also to be paid by the Icelandic Depositors Guaranty Fond with a guaranty from the Icelandic government. There is no decision not to pay and such a decision is not even being contemplated. (There certainly are opinions supported by distinguished foreign lawyers and economists about the level of Icelandic obligation to pay. The current loan agreement e.g. obliges Icelanders to pay more than the amount guarantied the Icelandic Depositors Guaranty Fond. However we have already passed that point and I’m not going to dwell on that issue).

 

It should be noted that the disputed law now being put to a democratic referendum actually is already effective regardless of the president decision. It may however be refuted in the referendum that must be held within two months.

 

So what is the issue?

 

Let’s be clear about it: The issue is not that Iceland is not going to pay. The issue is that Iceland needs to pay a very high amount of money in foreign currency (about 40.000 UK pounds per family) as soon as possible. Iceland does not have the money at hand so Iceland needs to borrow it. Hence this is a loan agreement. The issue is that the terms of this loan agreement are very unfair, one sided to the UK and Dutch benefits and potentially disastrous for Icelanders.

 

The law 96/2009 already passed and signed by the president provides a state guaranty for the loan, but with conditions to ward of the most disastrous effects of the loan agreement.

 

The law now to be put to a referendum has watered out those conditions putting Iceland into an irresponsibly dangerously position not being able to repay the loan. Who benefits from that?

 

Iceland is going to pay. Iceland is going to need a loan to pay ASAP. Iceland needs a loan that it can pay back.

 

The mob-like reactions of some foreign media exciting sentiments against Iceland under the pretext that Iceland is not going to pay is a disgrace to those media. Unfortunately it is also damaging to Iceland and its ability to pay back. This harassment has already led to repeated attacks on Icelandic nationals abroad.

 

I would like to use this opportunity to encourage all leading commentators to provide for a more balanced and enlightened discussion on this issue and to stop misinforming their readers.

 

Best regards,

Þorsteinn Helgi Steinarsson


mbl.is AGS: Icesave ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng fyrirsögn

Þessi "fréttaskýring" byrjar á rangri fyrirsögn og er Morgunblaðinu og Ögmundi sem skrifar hana til skammar.

Fyrirsögnin er í engu samræmi við innhald fréttarinnar sem fjallar um hlutfall þeirra sem segja sig frá greiðslujöfnun. Hvergi kemur fram hvers vegna fólk segir sig frá, en það er væntanlega vegna þess að það metur þessa leið sem óhagstæða.

Það að fólk skuli þurfa að segja sig sjálft frá þessu er bara enn eitt dæmið um það hvernig fjármálastofnanir og ríkið fer með almenning í landinu með bros á vör og undir því falska yfirskyni að verið sé að hjálpa því. Málið er að greiðslujöfnunin veldur því að fólk BORGAR MEIRA en EKKI MINNA. Skoða má bloggfærslu Marínós Njálssonar sem alvöru fréttaskýringu (Sjá: Greiðslujöfnun: Mikil misskilningur í fyrirsögn fréttaskýringar) þar sem þetta er sýnt.

Ath. að þessi aðferð sem á í raun að hækka heildartekjur fjármálastofnana á kostnað heimilanna kemur á sama tíma og höfuðstóll lána er hækkaður sérstaklega vegna breytinga í skattakerfinu. Virðisaukaskattshækkunin núna hækkar öll lánin líka sem sýnir fáránleika þess hvernig verðtrygging á Íslandi er útfærð.

Að fólk reyni af veikum mætti að verja sig með því að segja sig frá þessari aðferð er ekki hægt að túlka sem yfirlýsingu um að allir vilji borga upp í topp. Sérstaklega þegar þessi toppur er sífellt hækkaður.

Ekki er heldur hægt að gefa sér að þeir sem hafa í andvaraleysi og góðri trú látið yfir sig ganga að skilmálum lána þeirra sé sjálfkrafa breytt þannig að þeir verði í raun að borga meira séu að gera það meðvitað og með upplýstu samþykki. Því má spyrja sem svo: Þegar þar að kemur (eftir einhver ár) að afborganir verða hærri en ella þar sem greiðsluvísitalan hefur farið fram úr neysluvísitölunni, munu þá þeir sem voru settir í þessa stöðu sjálfvirkt og án þeirra upplýsta samþykkis geta neitað að borga mismuninn?

Taka ber fram að líklega eru einhverjir sem hafa hag af þessari greiðslujöfnun, þ.e.a.s. munu í raun borga minna og einnig einhverjir sem eru að reyna að kaupa sér tíma (ath. kaupa með tilheyrandi kostnaði) í örvæntingarfullri neyð og von um að þetta bara reddist þótt þeir séu bara að ýta vandanum á undan sér og gera hann stærri.

Ég vil kalla eftir alvöru aðgerðum ríkisins til að leiðrétta skuldavandann og jafnframt alvöru fréttamennsku og fréttaskýringum.


mbl.is Þúsundir lántakenda vilja borga upp í topp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðbandsþróun í heiminum

Hér er áhugaverður hlekkur á myndrænt yfirlit breiðbandsþróunar í heiminum frá 1999 og fram til ársins 2011 (spá). Myndin sýnir einnig sækapla milli landa. 

http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/8255695.stm

Það er athyglivert hversu framarlega Íslendingar standa og hafa staðið varðandi breiðband (þótt ég sé ekki sáttur við mína heimatengingu).


Um krónuna, gjaldeyrishöft og AGS

Stiglitz rökstuddi mál sitt fyrir því að halda í krónuna með því að meta saman kost og löst. Þeir sem berjast fyrir Evru og þar með inngöngu í ESB nefna einungis kost en aldrei löst við það að taka upp Evru. Því hefur áróður þeirra verið mjög einhliða og stórhættulegur.

Ísland er jaðrasvæði með sveiflukenndan efnahag og samsetningu atvinnustarfsemi sem er í mörgu frábrugðin meðaltali ESB. Krónan dempar þessar sveiflur, en það þýðir að hún er ekki eins stöðug og gjaldmiðlar stærri hagkerfa. Til að krónan dempi vel en sveiflist ekki of mikið eru hér háir vexti. Allt er þetta vel þekkt og hamrað á þessu af ESB sinnum. Þeir vilja þetta vandamál með krónuna burt.

En hvað kemur þá í staðinn?

Ísland verður áfram jaðarsvæði sem frábrugðið sveiflukennt atvinnulíf.

Með sameiginlegan gjaldmiðil myndum við ekki borga fyrir sveiflurnar með vöxtum og gengissveiflum heldur atvinnuleysi og brottflutningi íbúa landsins. Smá saman yfir langan tíma myndi þjóðinni fækka og atvinnulíf einhæfast í átt að frumatvinnugreinum sem tengjast staðsetningu, þ.e.a.s. fiskveiðum og orkufrekum iðnaði.

Þetta bendir Stiglitz réttilega á og þetta hunsa ESB sinnar. Ég fyrir mitt leyti vil frekar borga háa vexti og njóta bestu lífskjara í heimi í fjölbreyttu og kviku atvinnu- og menningarumhverfi, heldur en að borga lága vexti og sjá þjóðinni smá saman fjara út.

---

Stiglitz bendir á að AGS hafi fjölbreytta nálgun varðandi lausn vandamála Íslands og það sé gott og mun betra en annars staðar. Því er hann sáttur við gjaldeyrishöftin. Hann hefur verið og er enn einn beinskeyttasti gagnrýnandi AGS og bendir á að þeim sé stjórnað af þeim sem vilja fá skuldir sínar  borgaðar. Þeir séu innheimtumenn sem kyndi undir ótta við afleiðingar þess að skuldir séu ekki borgaðar. Hann varar einnig við ýmsum tillögum sem AGS hefur haft tilhneigingu til að leggja fram.

Hann bendir líka á að ekki sé endilega gott að taka aukin lán í þeim tilgangi að hækka gengi krónunnar. Það kunni að vera misstök ef menn vilja gera það. Til séu ýmis úrræði sem séu óhefðbundin en kunni að gagnast okkur í okkar mjög svo óhefðbundnu stöðu.

Fyrsta markmið okkar ætti að vera að viðhalda öflugu atvinnulífi með lágu atvinnuleysi og góðri nýtingu 'eigna'.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrir hlekkir á AGS upplýsingar varðandi Ísland

Letter of intent Nov. 15th 2008 (beiðnin um hjálp og yfirlýsing um betrun og skuldbundin markmið)

Staff report Nov. 25th 2008(yfirlit, Letter of Intent aftur, tæknileg skýrslao.fl)

Staff report Dec. 8th 2008 (uppfært yfirlit - síðasta Article IV Consultation, en þær reglubundnu skýrslur skipta máli t.d. varðandi endurskoðun á IceSave samninginum)

Iceland and the IMF

Skrifstofa AGS á Íslandi


Á Toyota óbeina kröfu á Toyotaumboðið?

Ef ég man rétt þá var fjárfestingasjóður Toyota meðal þeirra sem tapaði á íslenska bankahruninu, þ.e.a.s. á setningu íslensku neyðarlaganna sem skipaði skilanefndir yfir bankana og færði íslenskar egnir (útlán) til nýju bankanna. Sjóðurinn var meðal lánveitenda bankanna.

Fjárfestingasjóður Toyota telur sig væntanlega hafa verið hlunnfarinn líkt og aðra útlenda lánveitendur. E.t.v. telja þeir sig geta nýtt sér stöðu sína gagnvart umboðinu til að þrýsta á nýju bankana og skilanefndirnar.


mbl.is Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður að vera á hreinu

Þetta eru stóralvarlegar fréttir. 

Alls ekki má samþykkja IceSave nema með fyrirvörum sem halda. Annars VERÐUR að fella samningana!

Einnig verður að vera klárt að ef eitthvað stendur eftir af upphæðinni (og vöxtum) í lok greiðslutímabils vegna þess að forsendur héldu ekki þá FELLUR SÚ UPPHÆÐ NIÐUR!


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samantekt Þórs Saari sem vert er að halda til haga

Þór Saari tekur hér saman á skilmerkilegan máta aðdraganda hrunsins, IceSave samninginn og meðferð hans ásamt fyrirvörum við þá samninga. Þessi samantekt getur farið í sögubækur.

Of stutt viðtal

Mér þótti viðtalið allt of stutt og Sigmar kom í veg fyrir að Hreiðar gæti komið frá sér upplýsingum í sumum spurningum. Að öðru leyti stóð Sigmar sig vel. Það sem stendur upp úr hjá mér er að Hreiðar virðist ekki telja sig hafa neitt að gera með þá...

Um Zeitgeist Addendum

Ég horfði á Zeitgeist Addendum og get tekið undir margt í greiningu þeirra. Hins vegar er ég ekki sammála öllu. Trú þeirra á að tæknin geti leyst allt (sbr Venus verkefnið) bara ef við afnemum peninga er barnaleg í besta falli. Það verða áfram til frekir...

DV mistekst að leiðrétta mál Mbl

Athygliverðar villur í sömu setningu í frétt mbl og dv. Úr frétt Mbl (14:37): " Reynist grunur Landhelgisgæslunnar, um að þarna sé um að ræða skipsflak á hafsbotninum, á rök reistur verður næsta skref að fara með neðansjávarmyndavél um svæðið." Úr frétt...

Ef satt reynist þá ....

Ég vil fá þetta staðfest áður en ég .... Ég bara trúi þessu ekki. Það getur ekki verið að þeir geri eitthvað svona, eða hvað? Varla halda menn að þeir komist upp með það? Mun nokkurt lögreglulið, jafnvel með varaliði frá skátunum (ef þeir þá fást til...

Smá IceSave pæling

Ég hef ekki enn þá skilið af hverju Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann og Ísland. E.t.v. var það allt byggt á einhverjum misskilningi. T.d. á misskilningi milli Gordon og Darling svona eitthvað á þessa leið: A conversation in Downingstreet early...

Auglýsing frá stjórnvöldum?

Iceland has adapted a policy of reducing its workforce to the bare minimum of labor needed to operate aluminum smelters and other energy intensive industries as well as fisheries and the fish processing industry. Some additional workforce will be...

Ég er sáttari

Meðal fyrirvara á ábyrgðinni eru kröfur um: að úrskurðað verði um hvort Ísland beri ábyrgð umfram tryggingarsjóðinn og nýjar viðræður ef svo reynist ekki vera að úrskurðar verði hvort kröfur Tryggingasjóðsins gangi framar öðrum kröfum í þrotabúið Ef ekki...

Ekki 63:0?

Eg vona að Alþingismönnum beri gæfa til þess að ná 100% samkomulagi með því að hafa trausta fyrirvara sem allir geta sætt sig við. Framsóknarmenn og aðrir flokkar þurfa að leggja sig fram um að ná niðurstöðu. Ég vona að stjórnin muni ekki þröngva þessu í...

Komum okkar sjónarmiðum á framfæri

Ég leyfði mér að setja inn nokkrar athugasemdir við fréttina: The IceSave Bill

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband