Undarleg viðbrögð sumra við mótmælunum

Mér þykja athugasemdir sumra við þessum mótmælum vera skrítin. M.a. er talað um skríl, heim á hvolfi og lítið gert úr því að 1% þjóðarinnar mætti þarna á friðsamlegan fund sem kenndur var við samstöðu. (Sjá mynd)

Ég mætti þarna til að sýna samstöðu með hagsmunum þjóðarinnar ásamt 3000 öðrum. En það mætti þarna líka ellilífeyrisþegi sem fer óstjórnlega í taugarnar á mörgum og vera hans birgir þeim sýn á veru hinna 2999 og málefnið. Ég sá hann reyndar ekki og vissi ekki af honum meðan ég var þarna að hlusta á ræður um óréttlæti IceSave samninganna og óábyrgt auðvald.

Þarna var fólk af ýmsu sauðarhúsi, ungir og aldnir og sjálfsagt úr öllum stéttum og flokkum þjóðfélagsins. Þarna var maður í górillubúningi en það truflaði mig ekki neitt. Fólkið sem mætti er líklegast alla jafna ekki sammála um ýmis málefni en þó sammála um að við séum öll Íslendingar og þurfum að standa saman. Og að þessi IceSave samningur er óréttlátur gagnvart þeim Íslendingum sem ekkert hafa til saka unnið.

Það er dapurlegt að einungis nærvera eins einstaklings skuli slá suma svo út af laginu að þeir geti ekki leitt hana hjá sér og séð málefnin. Þau eru leiðinleg þessi dæmigerðu flokkshjólför og persónugerving með tilheyrandi skítkasti sem allt of mikið er af í íslenskri stjórnmálaumræðu.

Verður rétt rangt ef 'óæskilegur maður' er nálægt þegar það er sagt?

Verður rétt rangt ef 'óæskilegur maður' segir það?


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt sama efnis á The Economist

Ég leyfði mér að setja inn nokkrar athugasemdir við fréttina: The IceSave Bill
mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín byrjun

Mér þykir þetta hófstillt og yfirveguð og grein sem beinir sjónum að þeim fórnum sem Íslendingar þurfa að færa. Það þarf ekki alltaf að æpa þegar skrifað er í blöð. Hins vegar þurfa að koma fleiri greinar og þessi grein hefði mátt birtast sömu viku og hún kom til valda.

Erlendir fjölmiðlar eru að vakna til vitundar um þessi mál núna í kjölfar greinar Evu Joly. Á vef Economist er frétt um IceSave málið með athugasemdum.


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorvaldur Gylfason dregur ranga niðurstöðu af réttum rökum

Þorvaldur Gylfason ritar ágæta grein sem andsvar við grein Anne Silbert: "Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?" nema hvað hann dregur ranga niðurstöðu af máli sínu.

Anne skrifar kostulega grein um að líklega sé betra fyrir Grænland að reyna ekki að feta í fótspor Íslendinga í sókn eftir betri lífskjörum og opinberar þar vanþekkingu sína á íslenskri og grænlenskri sögu. Hún bendir á að meiri sveiflur séu í litlum hagkerfum en stórum í ýmsum hagstærðum máli sínu til stuðnings þótt vandséð sé að það komi málinu nokkuð við frekar en að benda á aðra augljósa staðreynd eins og að hitastig fari almennt lækkandi eftir því sem norðar dregur. Svo segir hún að erfiðara sé að manna stöður embættismanna vegna fámennis og nefnir Davíð Oddson í því samhengi. Niðurstaða hennar virðist vera að lönd geti verið of smá til að vera sjálfstæð, en hún setur þá niðurstöðu reyndar fram sem spurningu.

Þorvaldur bendir réttilega á að "Reynslan sýnir, að smáþjóðum vegnar í efnahagslegu tilliti engu síður en stórþjóðum á heildina litið og stundum betur að því tilskildu, að smálöndin bæti sér upp óhagræði smæðarinnar með miklum viðskiptum við önnur lönd."

Þetta er alveg rétt hjá Þorvaldi. En hann segir líka "Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkjasamband."

Nú er það þannig að í ESB eru vissulega margar smáþjóðir og í þeim skilningi er ESB smáríkjasamband. En staðreyndin er sú að í ESB er meirihluti íbúa í ríkjum sem eru síður en svo smáþjóðir meðal þeirra þjóða sem í sambandinu eru (þótt jafnvel Þýskaland sé smátt í samanburði við nokkur ríki utan ESB eins og Bandaríkin, Kína og Indland). Þessi ESB stórríki ráða ferðinni sbr. tilraunir Frakka í október á síðasta ári til að fá stórríkin í álfunni til að bregðast við kreppunni. Smáríkjunum var ekki boðið á þann fund. Jaðarsvæði hafa ekki mikið vægi innan ESB (þótt þau hafi vissulega hlutfallslega meira vægi en kjarninn þá dugar það ekki til).

Svo lýkur Þorvaldur greininni á orðunum: "Íslendingar tóku rétta ákvörðun í sjálfstæðismálinu á sínum tíma. Engin efnahagsáföll munu nokkurn tímann raska þeirri niðurstöðu. Mannfæð þarf ekki að standa í vegi fyrir skilvirku fullveldi, hagvexti og velferð, sé vel á málum haldið, þótt færa megi rök að því, líkt og Einar Benediktsson gerði, að fleira fólk myndi lyfta landinu. Aðild að ESB stefnir að stækkun Íslands."

Allt er þetta rétt nema síðasta setningin. Hvernig aðild að ESB getur stækkað Ísland er mér óskiljanlegt. Aðild Íslands að ESB stækkar ESB en gerir lítið úr sjálfstæði Íslendinga og frelsi til að eiga viðskipti við aðrar þjóðir en innan ESB. Þessi síðasta setning Þorvaldar hljómar í mín eyru eins og að segja: "meðalhitastig á Íslandi hækkar við að landið gerist meðlimur að ESB".

Grein Þorvaldar öll fyrir utan þessi ESB innskot er röksemdarfærsla fyrir sjálfstæði smáþjóðarinnar Íslands sem þarf að stunda góð viðskipti við sem flestar aðrar þjóðir og getur þannig náð (og hefur náð) betri árangri en flestar aðrar þjóðir.

Við megum ekki villast af leið þótt á mót blási nú um stundir. Saga Íslands frá sjálfstæði er ótrúlega glæsileg og ætti að vera Grænlendingum okkur sjálfum óhrekjanlegur vitnisburður um getu og möguleika smárra þjóða til að ná árangri. Við eigum að halda áfram á sömu braut, vinna okkur út úr kreppunni og halda áfram að byggja upp land og þjóð.


Krúttlega utanríkisstefna Íslands

Það virðist vera stefna Íslendinga í utanríkismálum að afla sér vinsælda hjá "vinaþjóðum" með því að styggja þær ekki á nokkurn hátt og reyna að láta eins og litli saklausi vinurinn sem kveinkar sér ekki við púst og spark.

Þessi saga er ekki fullsögð og fróðlegt verður að komast að hinu sanna. E.t.v. voru óaðgengileg skilyrði af hálfu Rússa með láninu. Það hefur þó ekki komið fram mér vitanlega.

Mér þykir hins vegar þessi frétt og framkoma Íslendinga gagnvart erlendum ríkjum síðan í október vera undarleg og einkennast að undirlægjuhætti í von um að allir verði góðir við okkur. Ísland vill vera krúttið meðal þjóða.

Ekki má taka Rússalán því við vorum að sækja um sæti í Öryggisráðinu og Natoríki væru væntanlega ekki hrifin af því að við færðum okkur nær Rússum. Þó var Davíð búinn að redda slíku láni og Geir sagði að leita yrði nýrra vina. En nei: Ekki má taka Rússalán því þá verða 'vinaþjóðir' líklegri til að lána okkur. Það gekk ekki eftir.

Drífa átti sig í að sækja um aðild að ESB vegna þess að þá myndu allir fara að treysta Íslandi, fara að lána þeim og gengið myndi styrkjast. Það gakk ekki eftir.

Samþykkja verður IceSave vegna þess að það sýnir hversu ábyrgir Íslendingar eru (sic!) og allar gáttir opnast fyrir lán. Fyrst AGS lán, svo Norðurlanda lán og svo öll lán sem allir vilja veita okkur eða hvað?

Ekki má hringja í Gordon Brown eða fara til hans og funda, enda er maðurinn mjög upptekinn og ekki ráð að styggja hann með leiðinlegum málum frá Íslandi.

Er ekki kominn tími til að átta sig á því að það er ekkert gefið í þessum heimi og því dýpra sem við gröfum sjálfa okkur því erfiðara verður að komast upp. Við verður að reiða okkur á okkur sjálf og þiggja þá hjálp sem býðst. Við gerum stöðuna ekki betri með því að gera hana verri fyrst og vona að allir fari að elska okkur.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeirra gróði, okkar tap

Það er von að þeir gleðjist. Það er sjálfsagt ekki fréttarefni, en ég er ekki glaður.
mbl.is Fagna ákvörðun Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bar samninganefnd Íslands hag ríkisins fyrir borð í IceSave viðræðunum?

Úr 10. kafla almennra hegningarlaga, en sá kafli fjallar um landráð

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón, séra Jón og séra Jón úr pontu

Það skiptir máli hver segir, og hver segir hvar, en ekki hvað sagt er.

Árni Þór veltir sér upp úr því að lögfræðingarnir hafi talað í nafni Seðlabanka, en þá hefði e.t.v. þurft að taka marka á því sem þeir sögðu.

Þar sem þeir töluðu ekki í nafni þeirrar stofnunar falla ummælin í næsta flokk, sem almenn ummæli lögfræðinga sem þarf ekki að ræða frekar.

Það er þó skör hærra en ummæli leikmanna sem má hunsa.

En hvað sögðu þeir? Og er ekki texti samningsins aðgengilegur til að sannreyna það sem þeir sögðu? Voru þeir ekki að segja satt eins og Jónar, séra/lögfræði Jónar og séra/lögfræði Jónar úr pontu/Seðlabanka/Háskóla hafa sagt áður?.

Staðreyndin er sú að þeir bentu bara á það sem lesa má beint úr samninginum sjálfum.

Þessi samningur er óskiljanlega lélegur og einhliða hallað á hlut Íslendinga! Honum verður að hafna.

Í samninginum er endurskoðunarákvæði (þ.e.a.s. kvöð um skyldumætingu í kaffiboð eins og einhver sagði) ef AGS telur (í ársfjórðungsskýrslu sinni) stöðu Íslands verri en í nóvember á síðasta ári. Þá voru skuldir landsins metnar um 160% af landsframleiðslu. Nú segir fulltrúi AGS (reyndar ekki í ársfjórðungaskýrslunni) að skuldirnar séu 240%. Það kallar að mínu mati á endurskoðun vegna breyttra forsenda og því kominn tími á kaffiboð til að ræða breytingar á samninginum.

Þessum samningi verður að hafna og boða til nýrra funda um samningagerð. Helst að hafa einhvern fyrir hönd Íslands sem nennir að sinna verkinu.


mbl.is Stendur með lögfræðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How low can you go?

Alltaf versnar það. Mat CIPRA virðist hafa verið notað af AGS sem viðmið, en matið byggir CIPRA á óþekktum gögnum eða almennum upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans frá því í febrúar. Ferlið er þá svona:

1. Skilanefnd (þeir einu sem hafa allar upplýsingar) skoðar eignirnar í febrúar og útbýr minniblað með 89% mati.

2. CIPRA skoðar þetta minnisblað og e.t.v. einhver önnur gögn sem AGS lætur þeim í té og metur þetta á 95%. Ekki er vitað til að CIRPA hafi haft aðgengi að einhverjum frumgögnum um eignasafnið.

3. Ríkisstjórnin spyr AGS sem vitnar í hið virta fyrirtæki CIPRA sem hafi tekið þetta út og metið á faglegan máta. Ríkisstjórnin trúir þessum 95% og gerir þær tölur að sínum og kynnir almenningi að 95% kunni að fást upp í IceSave samninginn.

4. Skilanefndinni kannast menn ekki við að CIPRA hafi fengið nein gögn afhent um málið. Skilanefndin metur þetta núna þannig að 83% fáist upp í forgangskröfur.

5. Fram kemur að vextirnir í IceSave samningi séu ekki hluti af forgangskröfunum, en vextirnir verða um 300 milljarðar og falla á ríkið óháð því hvað fæst fyrir eignirnar.

Niðurstaða: Einungis einn aðili hefur raunverulega skoðað eignirnar, en það er skilanefndin. Hún gefur 83% með mikilli óvissu út frá einhverjum gefnum forsendum um efnahagsþróun í heiminum og bara upp í forgangskröfur.

IceSave lítur svona út samkvæmt skilanefndinni:

Kröfur á þrotabúið: 1330 milljarðar, þar af 660 forgagnskröfur vegna IceSave

Eignir í þrotabúi (mikil óvissa): 1100 milljarðar

Vaxtakröfur á ríkissjóð: 300 milljarðar

660/1330 = 49,6%

49,6% af 1100 eru 545 milljarðar sem fást upp í 660 milljarðana. Mismunur er 115 milljarðar sem falla á ríkið eins og 300 milljarða vextirnir.

Þannig að 115 milljarðar plús 300 milljarðar eða 415 milljarðar falla á ríkið og þar með skattgreiðendur í landinu. Þetta eru 415/(660+300) = 43%. Sem sagt 57% fást upp í IceSave samninginn. Þetta er víðs fjarri þeim skilaboðum sem Jóhanna og Steingrímur komu með þegar þau kynntu samninginn.

1,7 milljón á mannsbarn. Tæpar 7 milljónir á 5 manna fjölskyldu.

Þetta er ennþá með mjög stórum fyrirvörum varðandi framvindu efnahagsmála og niðurstöðu eignasölu. Einnig getur vaxtaliðurinn hækkað. 

Takið eftir því að í október var áætlað að eignir Landsbankans dygðu fyrir skuldum. Mat skilanefndarinnar á eignunum hefur lækkað um yfir 80 milljarða síðan í febrúar. Ekki er víst að botninum sé náð. Einungis einn aðili hefur metið eignirnar, þ.e.a.s. skilanefndin sjálf, eða réttara sagt sérfræðingar Landsbankans sem eru sömu aðilar og unnu í gamla bankanum og veittu lánin. CIPRA virðist bara hafa slegið á þetta út frá almennum upplýsingum frá skilanefndinni og teljast því ekki með.

Þá er enn ósvarað spurningum um viðbótarkröfur, þ.e.a.s. kröfur frá þeim sem ekki hafa fengið 100% bætur frá breskum og hollenskum yfirvöldum.


mbl.is Ekki byggt á gögnum Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikurinn heldur áfram

Hvernig á raunhagkerfið að keppa við þetta gíraða Excel hagkerfi? Það er ekki nokkur leið meðan leikreglurnar eru eins og þær eru.

Fyrir lánað fé (að þessu sinni frá skattborgurum) eru keypt og seld til skiptis smáhlutir í fyrirtækjum á síhækkandi verði, en allur hluturinn látinn hækka í sama takti. T.d. 1% keypt á 10% hærra verði en í gær og öll 100 prósentin látin hækka um 10%. Svona er auðvelt að spinna upp hagnaðinn og borga svo út bónusa.

Fólkið sem fær snjallar hugmyndir að nýrri framleiðsluvöru eða betri aðferð við framleiðslu getur aldrei grætt eins mikið og þeir sem gíra upp hagnað í fjármálafyrirtækjunum. Á þennan máta draga þeir til sín fjármagnið í hagkerfinu (verðbólga á hlutabréfaverði og í bónusum) þar til annað hvort að allt hrynur eins og við höfum orðið vitni að eða verðbólgan smitast út í raunhagkerfið og dregur úr kaupmætti almennings.

Með leynifélögum er svo unnt að leika þennan ljóta leik á margföldum hraða.

Þetta er skrumskæling kapítalismans. Hvenær ætla ráðamenn að átta sig á þessum galla og lagfæra hann? Er einhver von um að þeir geri það yfirleitt?

Meðan leikreglurnar eru svona mun verða erfitt að byggja upp raunhagkerfið, þ.e.a.s. framleiðslu og þjónustu aðra en peningaprentun auðmanna og fjármálaþjónustu fyrir þá.


mbl.is Risabónusar þökk sé kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landráð samkvæmt almennum hegningarlögum

Úr Almennum hegningarlögum um landráð X. kafli. Landráð. 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða...

Öfugmæli og seintekinn lærdómur

"[Steingrímur] sagði að ákvæðin í samningunum væru algerlega hliðstæð ákvæðum, sem verði væntanlega í lánasamningum við hin Norðurlöndin. Halda menn að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum fari að setja slík ákvæði inn í samning til að geta með krókaleiðum...

Örþrifaráð: áminning til stjórnmálamanna

Þetta er sorglegt en vel skiljanlegt. Þetta er staðan í dag. Fjölskyldur eru settar í gjaldþrot. Lánin á þær eru hækkuð upp úr öllu valdi og svo er mismunarlaust gengið á þær. Björn Mikaelson var með húsið og lánin í einkahlutafélagi, en var í...

Hvernig gat FME litið framhjá þessu?

Í þessari frétt, Útlán of lítil , frá 19. maí 2008 segir Geir "að markaðurinn hafi nánast hætt útlánum til einkafyrirtækja og almennings " . Á sama tíma voru útlán bankanna að stóraukast með hraða sem ekki hafði sést áður: "Um mitt ár 2007 voru...

ESB ólyfjanin

Þessi umræða um að við verðum að sækja um aðilda að ESB til að sjá hvað við fáum er í besta falli skrítin en þó líklegar villandi og í versta falli lævís og hættuleg blekking. ESB er ekki óþekkt stærð þótt vissulega sé bandalagið að þróast og skiptar...

Hvaðan étur Mbl upp vitleysurnar

Eins og bent hefur verið á er þessi frétt röng. Ekki í fyrsta skiptið sem Mbl fer með rangt mál. Hvaðan kemur þessi fyrirsögn sem Mbl er með? Hverjar eru heimildirnar? Er Mbl enn og einu sinni að éta upp vafasamar fréttatilkynningar frá hagsmunaaðilum...

Ég vil enn á ný vekja athygli á ábyrgð endurskoðenda

Ég vil vekja athygli á eftirfarandi atriði í skýrslu Kaarlo Jännäri . Í kafla 9. "Other issues" er fjallað um mál sem ekki falla undir það sem hann rannsakaði. Eða eins og hann segir: "Several issues that have relevance to the supervisory and regulatory...

Áskorun á Alþingi

Ég vil vekja athygli á eftirfarandi frétt á eFrettir.is: Lánasöfn Landsbankans verðlaus eða verðlítil og einnig eftirfarandi bloggi Björns Bjarnasonar : Steingrímur J. leggur ICESAVE-skuldaklafann á þjóðina Lesið sérstaklega athugasemd Kristrúnar...

Kostaboð

Feel like a banker. Support your own representative on Forbes 500, the most exclusive club ever! Ríkistjórn Íslands kynnir einstakt tækifæri sem einungis hefur náðst eftir mikla og erfiða samninga við Breta og Hollendinga. Þetta er einstakt tækifæri, eða...

Hvers vegna má ekki upplýsa um eignasafnið?

Eignir bankanna á Íslandi eru margvíslegar og ekki upp á marga fiska eins og fram hefur komið. Eignir í fyrirtækjum líkt og Teymi, Eimskip og fl. Þetta er langur listi og ljóst að greiðendur eru ekki borgunarmenn fyrir öllum sínum skuldum. Sumir tala um...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband