Ég vil enn á ný vekja athygli á ábyrgð endurskoðenda

Ég vil vekja athygli á eftirfarandi atriði í skýrslu Kaarlo Jännäri. Í kafla 9. "Other issues" er fjallað um mál sem ekki falla undir það sem hann rannsakaði. Eða eins og hann segir:

"Several issues that have relevance to the supervisory and regulatory framework in Iceland are not addressed in detail in this report but are nonetheless worth mentioning and require attention"

Hér er steinn sem vert er að kíkja undir:

"The application and understanding of the requirements of the IFRS (International Financial Reporting Standards) should be mentioned."

Hér er verið að tala um reikniskilastaðla og hvernig þeir hafa verið (mis)notaðir hér á Íslandi til að sprengja upp efnahagsreikning og hagnað fyrirtækja. Hér er verið að tala um ábyrgð endurskoðenda. Hvernig þeir nota og hvernig þeir skilja IFRS.

Skilja íslenskir endurskoðendir ekki alþjóðlegu reikniskilastaðlana? Eða skilja þeir þá betur en aðrir og misnota þá?


mbl.is Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hallast að því síðarnefnda, þetta eru ekki heimskingjar heldur frekar vel menntað fólk, en siðblint og upp til hópa andfélagslegt sem þarna á í hlut.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 13:42

2 identicon

Þeir aðilar sem skrifuðu upp á bókhald fyrirtækjanna athugasemdalaust eiga að missa bókhaldsréttindi sín hið snarasta!

Guðrún (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fólk sem er fædd eftir 1972  gekk inn í skólakerfi sem gefur enga tryggingu fyrir góðri menntun. Auðvelt væri að sanna það með greindarprófum. Líka er hægt að bera saman próf tekin 1950 og í dag: ekki niðurstöðurnar heldur svörin og spurningarnar. Ég gerð það fyrir 27 árum fyrir sjálfan mig. Ég les alltaf frumheimildir ef þær eru til.  Menntamenn eru síst siðspilltari. 

 Ísland um og eftir heimstyrjöldina var með þeim hæðstu í alþjóðlegum samburðakönnum fyrir og eftir stríð. Línulegt fall er síðan niður á við.

Ill innrætt með afbrigðum. Áherslur á utanaðkunnáttu [basics] forsenda engar.

Velmenntað fólk á alþjóðamæli kvarða er yfir-meðalgreind [um 15% mannkyns]. Með ágætis lokaeinkunn úr viðurkenndum æðri menntastofnum: árangur þeirra sem útskrifast er mælikvarði á slíkar stofnanir.

Fyrir um 25 árum voru 2 Háskólar í USA sem útskrifuð velmentaða viðskiptafræðinga las ég fréttatilkynningu viðskiptafræði nema í  anddyri H.Í.

Fáir Íslendingar með réttindi uppfylla alþjóða skilgreiningar á velmenntuðum.

Ég hallast að því að lykilaðilar séu á velmenntuðu mörkunum aðrir í meðalgreind [hjarðeðlið kemur upp um þá]

ES setti fólk í skóla til að fela atvinnuleysi fyrir 30 árum.  Neysla er meiri í USA og Herinn stór atvinnurekandi. Ég hlusta á suma fræðinga í dag. Annað væri tímaeyðsla.

Hjá nýlendum ríkir oft hefð fyrir bókhaldfalsi að mínu mati. Þannig að siðspilling er sennileg ekki rétta orðið: frekar félagslegur vanþroski og almennn mannfyrirlitning: Þar sem Ísland er sagt vera fullvalda.

Júlíus Björnsson, 12.6.2009 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband