Hvaðan étur Mbl upp vitleysurnar

Eins og bent hefur verið á er þessi frétt röng. Ekki í fyrsta skiptið sem Mbl fer með rangt mál. Hvaðan kemur þessi fyrirsögn sem Mbl er með? Hverjar eru heimildirnar? Er Mbl enn og einu sinni að éta upp vafasamar fréttatilkynningar frá hagsmunaaðilum eða eru þeir að misskilja enskuna?

Langt er síðan Bandaríkjamenn hófu að breyta hliðrænum sendingum (í loftnet) í stafrænar sendingar í loftnet. Þannig má 5 falda notkun á tíðnisviði, þ.e.a.s. fimm falda fjölda rása miðað við sama tíðnisvið. Nú mun síðustu útsendingum á hliðrænum merkjum hætta og þar með verða allar útsendingar í lofnet stafrænar í Bandaríkjunum. Á Íslandi sendir Stöð 2 út stafrænt, en RÚV hliðrænt.

Betri nýting á tíðnisviði í Bandaríkjunum verður notuð til að fjölga rásum, en einnig til að losa hluta tíðnisviðsins til notkunar í annað en sjónvarpsútsendingar.

Rétt fyrirsögn gæti verið: Loftnetssjónvarpið uppfært.

Sjá: http://hraunfoss.fcc.gov/edocs_public/attachmatch/DOC-291377A1.pdf


mbl.is Loftnetssjónvarpið uppfært
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer ekki fyrir tæknikunnáttunni hjá þeim sem skrifa undir tækni og vísindiflokkinn.  Svo náttúrlega klára þeir þýðinguna á fréttinni með símanúmeri ef svo illa vildi til að einhverjir íslendingar væru hættir að ná hliðrænum útsendingum frá USA.

Arnar Ólafsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:05

2 identicon

Og skemmtilegt að benda á það að vefþjóninn sem þú bendir á heitir Hraunfoss upp á íslensku. FCC er með aðra vefþjóna með íslenskum fossanöfnum, t.d. Dettifoss.fcc.gov og Gullfoss.fcc.gov

Fleiri bandarískar alríkisstofanir eru með íslensk nöfn, eða norræn guðanöfn á vefþjónum sínum.

Brjánn (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ótrúlegt en satt: Mbl breytti fréttinni og tók upp fyrirsögnina frá mér. Nú er komin allt önnur frétt og ekki hægt að blogg um hana. En nýja fréttin er þó rétt. Hlekkurinn á pistli mínum hefur líka breyst og vísar núna á nýju fréttina.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 13.6.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Þeir segja þó þetta og ber að virða það við þá: Ofmælt var í fyrri útgáfu fréttarinnar að umskiptin þýddu dauða loftnetssjónvarps vestanhafs og hefur það verið leiðrétt. Lesendum er þökkuð ábendingin.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 13.6.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir það!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband