Ég er sáttari

Meðal fyrirvara á ábyrgðinni eru kröfur um:

  • að úrskurðað verði um hvort Ísland beri ábyrgð umfram tryggingarsjóðinn og nýjar viðræður ef svo reynist ekki vera
  • að úrskurðar verði hvort kröfur Tryggingasjóðsins gangi framar öðrum kröfum í þrotabúið

Ef ekki verður gengið að þessu kröfum er skilin eftir leið fyrir Alþingi til að endurmeta (takmarka) ábyrgðina. Sjá:

Lagaleg viðmið

Ekki hefur fengist leyst úr því álitaefni hvort aðildarríki EES-samningsins beri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar, þar á meðal við kerfishrun á fjármálamarkaði. Allt að einu hefur Ísland gengið til samninga við Bretland og Holland þótt það hafi ekki fallið frá rétti sínum til að fá úr þessu álitaefni skorið. Fáist síðar úr því skorið, fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, að slík ábyrgð hvíli ekki á Íslandi eða öðrum ríkjum EES samningsins skal ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum bundin þeim fyrirvara að fram fari viðræður milli Íslands og viðsemjenda þess um áhrif þeirrar niðurstöðu á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins.

Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum miðast við það að við úthlutun eigna við uppgjör Landsbanka Íslands hf., eða þrotabús hans, fari eftir íslenskum lögum eins og þau voru 5. júní 2009, þar með töldum lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Ábyrgðin takmarkast við að Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta láti á það reyna fyrir þar til bærum úrlausnaraðilum hvort kröfur hans gangi við úthlutun framar öðrum hluta krafna vegna sömu innstæðu. Verði niðurstaðan á þann veg skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana og skuldbindingu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Fari ekki fram viðræður samkvæmt 1. eða 2. mgr. eða leiði þær ekki til niðurstöðu, getur Alþingi takmarkað ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum í eðlilegu samræmi við tilefnið.

Með þessum fyrirvörum og hinum get ég samþykkt þetta og að mínu áliti ætti Framsókn að samþykkja þetta líka.

Þetta skilur málið eftir opið þótt Bretar/Hollendingar samþykki fyrirvarana.

Ef Bretar/Hollendingar samþykkja ekki samningana þá verðum við að semja aftur eins og við viljum, en óvíst er með hvort þeir fara í enn harðari aðgerðir gegn okkur.

(Það er ólíklega staða að önnur þjóðin samþykki en hin ekki.)


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kjarkleysi Sjálstæðisflokksins, Vinstri-Grænna og Borgarahreyfingarinnar er sorgleg staðreynd. Samfylkingin, með hræðslu-áróðri og hótana-stjórnmálum hefur þau öll í vasanum. Bretar og hollendingar munu sætta sig við þessa niðurstöðu og herða skrúfurnar seinna, þegar þeim hentar. Pólitískt ólæsi þingmanna okkar jaðrar við að teljast til örorku, þó ég hallmæli ekki gjarnan öryrkjum með því að hæðast að þingmönnum á þennan máta. Glæpsamleg fáviska er kannski nær lagi. Gott væri að fá tillögur um hvaða flokk er hægt að kjósa til þings í næstu kosningum, því sá flokkur situr ekki á þingi.

Þessir mannkostir eru ekki það sem ég kaus á þing....ég gerði mistök.

Haraldur Baldursson, 15.8.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Það er líklegt að Bretar og Hollendingar sætti sig við þetta. En þarna er sett þak miðað við greiðslugetu og krafist úrlausnar á deilumálum sem geta haft áhrif til lækkunar og halda í raun málinu opnu. Þetta er biturt því við munum þurfa að borga gífurlegar fjárhæðir, en ég fyrir mitt leyti tel okkur verða að ganga að þessu og koma þessu frá.

Það eru nokkur önnur mál sem ég vil fara að taka á og þótt fyrr hefði verið:

  1. Leiðrétta eignarupptökuna sem heimilin hafa orðið fyrir.
  2. Endurheimta fjármuni frá útrásarvíkingum sem hafa komið þeim undan.
  3. Berjast gegn ESB aðild Íslendinga.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 15.8.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þorsteinn þó ég sé þér ósammála um IceSave (því ég vildi taka slaginn), þá er ég  þér sammála um atriðalistann. Atriði nr.3 verður ansi harður róður núna eftir að IceSave stíflan brast.

Haraldur Baldursson, 16.8.2009 kl. 09:22

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég lít á þessa fyrirvara sem tækifæri til að taka IceSave slaginn þegar betur stendur á. Við getum ekki barist á öllum vígstöðvum á sama tíma. Við erum í nauðvörn á alltof mörgum stöðum núna. Það er hrein uppskrift fyrir ósigur. Við fáum núna tæplega 7 ára frið á þessum vígstöðvum.

Ég treysti á alla sem hafa staðið IceSave vaktina til að standa sterkum fótum á þessum fyrirvörum þegar þar að kemur.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 16.8.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband