Of stutt viðtal

Mér þótti viðtalið allt of stutt og Sigmar kom í veg fyrir að Hreiðar gæti komið frá sér upplýsingum í sumum spurningum. Að öðru leyti stóð Sigmar sig vel.

Það sem stendur upp úr hjá mér er að Hreiðar virðist ekki telja sig hafa neitt að gera með þá eignabólu sem varð til hér á landi, en telur þá eignabólu hafa verið þá mestu sem nokkurt hagkerfi hefur upplifað. Eining að Seðlabankinn hafi gert 2 stór mistök (sem ekki kom fram hver voru) og að uppgjör Kaupþings muni skila 75-80% upp í skuldir sem verður að teljast gott í svona brunaútsölu.

Varðandi það síðasta þá er ljóst að ríkisstjórnir EU og USA eru að pumpa gífurlegum upphæðum inn á fjármálamarkaði í gegnum bankana sem er að skila sér í hækkuðum gengisvísitölum og þar með er viðhaldið allt of háu mati á þessum eignum.

Vandamálið var og er enn þá í grunninn og hátt mat á alls kyns eignum, þ.e.a.s. eignabólan. Þar skilaði Kaupþing einhverja stærstu rulluna og þar ber Hreiðar sína ábyrgð. Þetta er ekki bara eitthvað sem hann lenti í. Hann var beinn gerandi í myndun þessarar eignabólu. Það er svo annað vandamál að ríkisstjórnir EU og USA vilja halda uppi blekkingunni með því að dæla skattapeningum inn á markaðinn og búa þannig til bónusa fyrir bankafólkið meðan fólk missir vinnu og heimili.

Hreiðar Már virðist ekki gera sér grein fyrir þessu samhengi. Hann telur væntanlega verðmat fyrirtækjanna hafa verið rétt og auðsöfnun fárra einstaklinga því eðlileg afleiðing af framlegð þeirra til raunverulegrar verðmætasköpunar. Hann skilur ekki að sú verðmætasköpun var blekking ein eða verðbólga og að hann var einna stórtækastur í að búa til þá verðbólgu. (Sjá einnig færslu mína um Zeitgeist Addendum).

Ábyrgð Seðlabankans er líka stór og einnig FME. Ég vona að Hreiðar og fleiri gerendur komi fram og tjái sig meira um þessi mál. Ótal spurningum er enn ósvarað. En þeir verða að gera sér grein fyrir hlutverki sínu í þeirri bólu sem þeir bjuggu til og sprakk framan í okkur.

Þegar Hreiðar segir að aðrir séu að valda þjóðinni gífurlegu fjárhagslegu tjóni og að þeir verði að biðja afsökunnar þá er það rétt hjá honum. En hann má líka biðjast afsökunnar á sinni bólu.


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei mig langadi sko ekki til ad hlusta á ruglid í thessum manni lengur. 70-80% af skuldunum! Fyrirtaeki sem meikar thad er einfaldlega ekki á hausnum heldur med stöndugustu fyrirtaekjum sem um getur.

Svo laug hann tví blákalt ad allt vaeri og hefdi alltaf verid í fína standi hjá Kaupthingi erlendis og nefndi m.a. Svítjód í thví sambandi.

Sannleikurinn er hins vegar sá ad saenskir skattgreidendur thurftu ad henda 5 milljördum SEK í Kaupthing sídastlidid haust til thess ad bjarga innistaedueigendum frá frá tjóni.

Og sagdi svo ad einginn íslenskur banki hefdi ávaxtad betur peninga vidskiptavinana en Kaupthing.

Nei hér er greinilega eitthvad thad ad sem ólaeknisfródum mun erfitt ad átta sig á...

Jón Bragi Sigurðsson, 20.8.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband