19.5.2009 | 10:10
Neysluvísitalan er ofmetin
Neysluvísitalan er ofmetin sem verkfæri til að mæla verðbólgu. Svo virðist sem langflestir, eða nánast allir, taki útreikning neysluvísitölu sem óvefengjanlegum hlut og samþykki hækkun lána sem af henni leiðir skilyrðislaust og án umhugsunar. Þetta er skrítið miðað við þá hagsmuni sem undir liggja.
Neysluvísitalan mælir hækkun á ákveðinni vörukörfu. Hún er víða notuð sem nálgun á verðbólgu því í stórum hagkerfum skeikar yfirleitt ekki miklu milli verðbólgu og aukningar á neysluvísitölu. Það er þó viðurkennd staðreynd að neysluvísitalan MÆLIR EKKI verðbólgu. Hún er eingöngu nálgun og hér á Íslandi er hún líklega fremur léleg nálgun.
Útreikningur á neysluvísitölu er líka ýmsum erfiðleikum háður og margar mismunandi aðferðir eru notaðar til að reikna út vísitöluna. Þessar aðferðir gefa MISMUNANDI NIÐURSTÖÐUR. Yfirleitt eru þær aðferðir mest notaðar sem eru hagkvæmar í framkvæmd. Svo er einnig hér á landi. Þær aðferðir ÝKJA VERÐBÓLGUNA, þ.e.a.s. reikna út hærri niðurrstöðu en rétt er. Þetta er unnt að sannreyna með því að búa til dæmi þar sem verð á vörum er látið hækka á ákveðin máta og reikna síðan nákvæmlega út hver verðbólgan er og loks reikna út neysluvísitölu hvers tíma með núverandi aðferðum. Niðurstaða neysluvísitölunnar verður HÆRRI en raunveruleg verðbólga. Þetta er óumdeilt og má lesa um í riti Alþjóðlegu Vinnumálastofnunarinnar, en hún hefur umsjón með samræmingu á útreikningi neysluvísitölu (CPI consumer price index).
Notkun neysluvísitölu eins og hér á landi til að vertryggja lán EYKUR einnig verðbólgu.
Ferlið er svona: Verðbreytingar eiga sér stað -> reiknuð er vísitala sem ýkir verðbólguna -> lán eru hækkuð í samræmi við niðurstöður -> stýrivextir eru hækkaðir til að höndla vísitöluna -> verðlag hækkar til að höndla vísitöluhækkunina
Þetta er vítahringur sem hefur með það að gera að neysluvísitalan er misnotuð hér á landi. Það er gert vegna þess að vístalan er notuð erlendis sem sæmilega traust tól til að nálga mælingu á verðbólgu. Hér á landi er misnotkun neysluvísitölu ein helsta árás á krónuna sem gjaldmiðil.
Hér á landi ættu að vera 2 eða fleiri aðilar sem gera óháða úttekt á útreikningi neysluvísitölu, t.d. með því að reikna sína eigin neysluvísitölu til samanburðar. Hagstofan ætti að leiðrétta neysluvísitölu afturábak miðað við nýjar neyslukannanir. Varasamt er að verðtryggja lán miðað við neysluvísitölu. Fasteignalán ætti að verðtryggja miðað við fasteignavísitölu. Seðlabankinn ætti ekki að miða við neysluvísitölu heldur peningamagn í umferð.
Neysluvísitalan er ofmetin sem verkfæri á Íslandi. Hún er einnig ofmetin miðað við raunverulega verðbólgu. Notkun neysluvísitölu ýtir undir verðbólgu og dregur þar með úr þrótti efnahagslífsins og færir eignir frá skuldurum til fjármagnseiganda.
Hvers vegna er enginn hagfræðingur að rannsaka þetta?
Hvað segja samtök heimilanna og atvinnulífsins? Hvað segir ríkisstjórnin?
Næst þegar þú færð greiðsluseðil af láninu þínu þar sem fram kemur að höfuðstóll og afborganir hafi hækkað svo og svo mikið frá upphafi miðað við neysluvísitölu, þá skaltu spyrja þig: er þetta rétt? Er þetta rétt mæling. Eru forsendur Hagstofu fyrir útreikningi vísitölunnar réttar? Hefur lánið virkilega hækkað svona mikið? Hversu mikill hluti hækkunarinnar er til kominn vegna misnotkunar á neysluvísitölunni? Er það rétt að þú sem greiðandi þurfir að bera skaðann af ófullkomnum mælingaraðferðum Hagstofunnar?
Erfið vísitölumæling í kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
Það er hreinn glæpur að neysluvísitalan skuli hafa svon arík áhrif sem raunin er. Ef til dæmis notast yrði við launavísitöluna meira en gert er og þá helst fyrir húsnæðislán liti dæmið öðruvísi út. Það mætti til dæmis halda verðtryggingunni inni...verðtryggingin er ekki alslæm, nema fyrir þær sakir að hún er með rangt viðmið....meira um það hér
Haraldur Baldursson, 19.5.2009 kl. 10:21
Úr handbók ILO um útreikning á vísitölum: "2. 17 Creditors receiving interest payments do not consist only of households, of course. In any case, the purpose of index-linking interest is not to maintain the standard of living of the creditors but rather to maintain their real wealth by compensating thcm for the real holding, or capital. losses on their loans incurred as a result of general inflation. A CPI may not be the ideal index for this purpose hut may be used by default in the absence of any other convenient index a point discussed further below." “2.36 Despite the obvious limitations of a CPI as a measure of general inflation, it is commonly used by governments and central banks to set inflation targets. Similarly, it is interpreted by the press and the public as the ultimate measure of inflation. Although governments and central banks are obviously well aware of the fact that the CPI is not a measure of general inflation, a number of factors help to explain the popularity of the CPI. and these are discussed below. “ “Most countries have deliberately adopted a policy of not revising the index once it has been published. This makes it more attractive for many purposes, especially those with financial consequences such as indexation. The lack of revisions may perhaps create a somewhat spurious impression of certainty, but it also seems to enhance the credibility and acceptability of the index.”
Sjá: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/download/cpi/ch2.pdf
Lowe >= Laspeyres >= Fisher >= Paasche
Moreover, the amount by which the Lowe exceeds the other three indices will tend to increase, the further back in time period h is in relation to period 0.” "1.114 Chapter 19 presents some numerical examples using an artificial data set. The purpose is not to illustrate the methods of calculation as such, but rather to demonstrate how different index number formulae can yield very different numerical results. Hypothetical but economically plausible prices, quantities and expenditures are given for six commodities over five periods of time. In general, differences between the different formulae tend to increase vith the variance of the price relatives. They also depend on the extent to which the prices follow smooth trends or fluctuate. "
Sjá: http://www.ilo.org/public/english/bureau/stat/download/cpi/ch1.pdf"1.115 The numerical results are striking. For example, the Laspeyres index over the five periods registers an increase of 44 per cent while the Paasche falls by 20 per cent. The two commonly used superlative indices. Tornqvist and Fisher, register increases of 25 per cent and 19 per cent respectively, an index number spread of only 6 points compared with the 64-point gap between the Laspeyres and Paasche. when the indices are chained, the chain Laspeyres and Paasche indices register increases of 33 per cent and 12 per cent respectively, reducing the gap between the two indices from 64 to 21 points. The chained Törnqvist and Fisher indices register increases of 22.26 per cent and 22.24 per cent respectively, being virtually identical numerically. These results show that the choice of index formula and method does matter."
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 19.5.2009 kl. 10:38
Upphaflega voru íbúðalán, sem hét þá Byggingarsjóður ríkisins (ef ég man rétt), verðtryggð að hluta til, kannski 25 eða 50% af vísitölunni, var byggingavísitala notuð við þá útreikninga. Önnur lán voru yfirleitt óverðtryggð. Menn fengu víxillán í bönkum og greiddu niður eftir getu, framlengdu víxlinum í einn, tvo eða þrjá mánuði og borguðu vexti af eftirstöðvum víxilsins til næsta gjalddaga. Á þessum tíma voru innlánsvextir mjög lágir, gjarnan vel innan við fimm prósent, verðbólga var há og urðu eignir innlánseigenda að engu á skömmum tíma. Þá var brugðið á það ráð að setja á stofn verðtryggingu og til varð lánskjaravísitala.
Verðtryggingin átti að viðhalda raunvirði eigna innlánseigenda og útlánum bankanna. Það sem hefur hinsvegar gerst er að verðtryggingin er komin langt frá ætluðu hlutverki sínu. Það sem verðtryggingin gerir fyrst og fremst er að viðhalda eigum bankanna og gott betur. Manni dettur stundum í hug að útreikningur vísitalna sé gerður í þágu bankanna. Til viðbótar við verðtrygginguna hafa bankarnir einnig leyft sér að taka himinháa vexti. Talandi um belti og axlabönd, þá er þetta einmitt gott dæmi um slíkt.
Verðtryggingin hefur gengið of langt og vextir eru of háir. Þeir sem borga eru lántakendur, en áður fyrr voru það innlánseigendur. Við virðumst vera vön því að flakka öfganna á milli í þessum efnum sem og öðrum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.5.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.