Þjóð í sjálfsblekkingu

Umræðan á Íslandi nú snýst um mótmæli gegn ríkisstjórninni og þá lausn á vanda þjóðarinnar sem margir telja líklegasta til að hjálpa okkur, þ.e.a.s. það að ganga í Evrópusambandið. Fréttir berast frá Írlandi og Möltu þar sem fullyrt er að staðan væri enn verri ef löndin væru ekki í Evrópusambandinu. Lausnin fyrir okkur hlýtur því að vera sú að fara í Evrópusambandið... eða hvað? 

Stjórnmálaflokkar endurskoða fyrri stefnur og hressa upp á afstöðu til Evrópusambandsins því sú stefna hefur pólitískan býr um þessar mundir. En bíðum nú við. Er ekki Írland einmitt líka í miklum vandræðum þrátt fyrir að vera í Evrópusambandinu og með evru. Eða Spánn? Og hvað með öll löndin sem eru í Evrópusambandinu en án evru? Eru þau ekki líka í vanda? Hvað með Kaliforníu, ríki (fylki) í Bandaríkjunum sem er með dollara? Er það ekki á barmi gjaldþrots? 

Er það virkilega svo að rót vandans sé smár gjaldmiðill eða vera utan stærra ríkjasambands? Hrundi gjaldmiðillinn ofan á bankana eða bankarnir ofan á gjaldmiðilinn? 

Við erum mitt í tveimur kreppum. Bankakreppu og gjaldeyriskreppu. Sú seinni er afleiðing af þeirri fyrri. Sú fyrri er ekki afleiðing af smáum gjaldmiðli þótt smár gjaldmiðill hafi takmarkað mögulegan vöxt banka. Bankar eru að hrynja á dollarsvæðum, evrusvæðum og víðar.

Rót vandans er því ekki gjaldeyriskreppan og lausnin því ekki útskipting gjaldmiðilsins eða innganga í Evrópusambandið. Rót vandans verður að leita í orsökum bankakreppunnar. Líklega sama orsök hér á landi sem og erlendis þótt hlutföll geti verið önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband