Um neyðaraðstoð

Almenn aðferðarfræði fyrir þá sem koma á slysstað er að ganga fram á eftirfarandi máta: 

  1. Tryggja öryggi og koma í veg fyrir frekari slys
  2. Óska eftir hjálp
  3. Sinna neyðaraðstoð
  4. Almenn aðstoð

Þetta eru atriðin sem þarf að sinna og  í þessari röð. Þetta á við slys þar sem fólk skaðast, .t.d. bílslys.Ísland hefur lent í bankakreppu og gjaldeyriskreppu í kjölfarið. Við höfum lent í efnahagslegu slysi líkt og margar aðrar þjóðir. Nú vil ég ekki fullyrða að sama aðferðarfræði eigi við eða sama röð en þó má notast við þessa aðferðarfræði sem viðmið.

Við höfum kallað eftir hjálp (AGS=IMF), sinnt neyðaraðstoð (haldið rafræna greiðslukerfinu í gangi, stofnað nýja banka, komið á einhverjum gjaldeyrisviðskiptum) og erum núna að sinna almennri aðstoð þótt hægt gangi og ríkisstjórnin hafi ekki gert margt sýnilegt eða sem vegur mikið eða upplýst um það sem hún hefur gert og er að gera.

Við höfum ekki tekið á fyrsta atriðinu, þ.e.a.s. tryggt öryggi og komið í veg fyrir frekari slys. Þetta er líklega ein helsta ástæðan fyrir reiði almennings í garð ríkisstjórnarinnar.Helst má benda á umræðu um aðild að Evrópusambandinu og upptöku erlends gjaldmiðils, en það er í fyrsta lagi einungis viðbrögð við afleiðingum bankakreppunnar (þ.e.a.s. gjaldeyriskrepppunni) og auk þess einungis umræða, ekki aðgerðir.

Ekkert hefur verið gert varðandi rót vandans eða til að koma í veg fyrir að meinsemdin haldi áfram. Umræða um markaðsmisnotkun auðjöfra og banka ásamt umræðu um leynifélög (óþekktir eigendur) og grunsamlegar millifærslur er ómarkviss og rannsókn á þeim málum í höndum sömu aðila og fylla hugsanlegan hóp gerenda (eru undir grun), þ.e.a.s. bankastarfsmanna og endurskoðenda.

Hvers vegna hrundu bankarnir? Hvers vegna reynast eignir bankanna vera verðlausar (alþjóðlegt vandamál)? Hvers vegna fengu sumir lán fyrir ekki neitt raunverulegt veð? Hvers vegna komast menn upp með markaðsmisnotkun (koma í veg fyrir að starfsmenn selji hlutabréf, kaupa eigin bréf, fá leppa til að kaupa eigin bréf) til að halda uppi verði? Hvað er verið að gera til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki? Hvað er verið að gera til að sækja þá seku og láta þá skila illa fengnu fé?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband