Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samantekt Þórs Saari sem vert er að halda til haga

Þór Saari tekur hér saman á skilmerkilegan máta aðdraganda hrunsins, IceSave samninginn og meðferð hans ásamt fyrirvörum við þá samninga. Þessi samantekt getur farið í sögubækur.

Of stutt viðtal

Mér þótti viðtalið allt of stutt og Sigmar kom í veg fyrir að Hreiðar gæti komið frá sér upplýsingum í sumum spurningum. Að öðru leyti stóð Sigmar sig vel.

Það sem stendur upp úr hjá mér er að Hreiðar virðist ekki telja sig hafa neitt að gera með þá eignabólu sem varð til hér á landi, en telur þá eignabólu hafa verið þá mestu sem nokkurt hagkerfi hefur upplifað. Eining að Seðlabankinn hafi gert 2 stór mistök (sem ekki kom fram hver voru) og að uppgjör Kaupþings muni skila 75-80% upp í skuldir sem verður að teljast gott í svona brunaútsölu.

Varðandi það síðasta þá er ljóst að ríkisstjórnir EU og USA eru að pumpa gífurlegum upphæðum inn á fjármálamarkaði í gegnum bankana sem er að skila sér í hækkuðum gengisvísitölum og þar með er viðhaldið allt of háu mati á þessum eignum.

Vandamálið var og er enn þá í grunninn og hátt mat á alls kyns eignum, þ.e.a.s. eignabólan. Þar skilaði Kaupþing einhverja stærstu rulluna og þar ber Hreiðar sína ábyrgð. Þetta er ekki bara eitthvað sem hann lenti í. Hann var beinn gerandi í myndun þessarar eignabólu. Það er svo annað vandamál að ríkisstjórnir EU og USA vilja halda uppi blekkingunni með því að dæla skattapeningum inn á markaðinn og búa þannig til bónusa fyrir bankafólkið meðan fólk missir vinnu og heimili.

Hreiðar Már virðist ekki gera sér grein fyrir þessu samhengi. Hann telur væntanlega verðmat fyrirtækjanna hafa verið rétt og auðsöfnun fárra einstaklinga því eðlileg afleiðing af framlegð þeirra til raunverulegrar verðmætasköpunar. Hann skilur ekki að sú verðmætasköpun var blekking ein eða verðbólga og að hann var einna stórtækastur í að búa til þá verðbólgu. (Sjá einnig færslu mína um Zeitgeist Addendum).

Ábyrgð Seðlabankans er líka stór og einnig FME. Ég vona að Hreiðar og fleiri gerendur komi fram og tjái sig meira um þessi mál. Ótal spurningum er enn ósvarað. En þeir verða að gera sér grein fyrir hlutverki sínu í þeirri bólu sem þeir bjuggu til og sprakk framan í okkur.

Þegar Hreiðar segir að aðrir séu að valda þjóðinni gífurlegu fjárhagslegu tjóni og að þeir verði að biðja afsökunnar þá er það rétt hjá honum. En hann má líka biðjast afsökunnar á sinni bólu.


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Zeitgeist Addendum

Ég horfði á Zeitgeist Addendum og get tekið undir margt í greiningu þeirra. Hins vegar er ég ekki sammála öllu. Trú þeirra á að tæknin geti leyst allt (sbr Venus verkefnið) bara ef við afnemum peninga er barnaleg í besta falli. Það verða áfram til frekir einstaklingar, svindlarar og glæpamenn. Eiturlyfjaneytendur eru til þótt það sé engin þörf á því fyrir einn né neinn að taka eiturlyf til að byrja með. En tæknina má nota til góðra verka (og slæmra). Ein sýn á það hvernig tæknin getur leyst málin sést í myndunum um Terminator. Önnur í teiknimyndinni um WALL-E.

Fullkominn heimur?Peningar eru verkfæri og þetta verkfæri hefur fætt af sér ákveðna menningu og verkaskiptingu í þjóðfélögum heimsins alveg sama hvort það eru kommunista- eða kapítalistaríki. Atvinnuleysi, auðjöfrar og fl. er hrein afleiðing af peningakerfinu og getur ekki þrifist án þess. Peningahagkerfið er óstöðugt í eðli sínu vegna ákveðinna galla sem hafa fengið að viðgangast í því og sem menn missa iðulega tök á. Hér er ég að tala um verðbólgu (eignabólur), nafnleysi peninganna (enginn veit hver á hvað nema annað kerfi til hliðar haldi utan um það) og vexti að hluta til (leigugjald peninganna).

Það hvernig peningar eru búnir til úr engu með því að banki veitir lán er einfaldlega aðferðin við að 'prenta peninga'. Réttara væri að tala um að auka peningamagn í umferð því um það snýst málið.

greed-moneyVarðandi verðbólguna þá er hún versta vandamálið vegna þess að hún er ekki rétt mæld. Verðbólga í eignum (fasteignum og hlutabréfum eða t.d. kvóta) er yfirleitt haldið utan við mælingar á verðbólgu (á Íslandi er reyndar fasteignaverð í neysluvísitölu) en verðbólga á neysluvörum er nálguð með því að reikna út neysluvísitölu. Þetta gerir það að verkum að ef menn missa tökin á aukningu peningamagns og það fer í að búa til verðbólgu á eignahliðinni þá verður gífurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu eins og við höfum nú orðið vitni að. Þetta kemur ekki fram í neysluvísitölu. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Um þetta má mikið ræða og löngu kominn tími til að menn opni augu sín fyrir þessu. Zeitgeist fær fólk vonandi til að hugsa um þessi mál á gagnrýninn máta og leita lausna. Zeitgeist er hins vegar ekki með réttu greininguna á orsökum að mínu mati þótt myndin bendi réttilega á afleiðingar peningakerfisins eins og það er rekið.


DV mistekst að leiðrétta mál Mbl

Athygliverðar villur í sömu setningu í frétt mbl og dv.

Úr frétt Mbl (14:37):

"Reynist grunur Landhelgisgæslunnar, um að þarna sé um að ræða skipsflak á hafsbotninum,  á rök reistur verður næsta skref að fara með neðansjávarmyndavél um svæðið."

Úr frétt DV um sama mál: Landhelgisgæslan finnur skipsflak (14:48):

"Ef grunur Landhelgisgæslunnar, um að þarna sé um að ræða skipsflak á hafsbotninum, er á röndum reistur verður næsta skref að fara með neðansjávarmyndavél um svæðið."

Menn reisa rönd (=skjöld) við vanda, en reisa grun á rökum

(Ég hélt fyrst að fréttin hefði komi í Mbl á eftir DV og snéri því fyrirsögninni öfugt, en það er hérmeð leiðrétt)


mbl.is Bandarískt herskip fundið á botni Faxaflóa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef satt reynist þá ....

Ég vil fá þetta staðfest áður en ég ....

Ég bara trúi þessu ekki. Það getur ekki verið að þeir geri eitthvað svona, eða hvað? Varla halda menn að þeir komist upp með það? Mun nokkurt lögreglulið, jafnvel með varaliði frá skátunum (ef þeir þá fást til þess) geta varið skilanefndina, bankastjórnina, Magnús og aðra sem verða fyrir þegar byltingin brýst út í allsherjar óeirðum? Það verður ekki rauð málning sem flytur þá. Ég óttast að slíkt geti raunverulega gerst.

Alveg óháð því hvort þetta er satt eða ekki þá tel ég að skilanefndir bankanna með fyrrverandi yfirendurskoðendur gömlu bankanna og aðra sem voru með í spillingunni upp að öxlum innanborðs séu ekki trúverðugar. Svo virðist sem erlendir kröfuhafar séu á sömu skoðun og ætla í mál við ríkið vegna meintar mismununar. Ekki er heldur núverandi bankastjórar nýju bankanna trúverðugir. Og hvar eru aðgerðir stjórnvalda til varnar heimilunum?

Er ekki kominn tími til að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu? Það er ekki nóg að lækka greiðslubyrði. Það verður að leiðrétta stórkostlega eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum til bankanna. Skila ævisparnaði fólksins til baka til fólksins en ekki til fjárglæframannanna.

Eru stjórnvöld svo skyni skroppin eftir sumarið að þau átti sig ekki á stöðunni.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá IceSave pæling

Ég hef ekki enn þá skilið af hverju Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann og Ísland. E.t.v. var það allt byggt á einhverjum misskilningi. T.d. á misskilningi milli Gordon og Darling svona eitthvað á þessa leið:

 

A conversation in Downingstreet early October 2008:

Darling; What do you say about the financial crisis today?

Gordon: Oh my Darling. This, I say, is terrifying

Darling: So true, so true

Gordon: We should take appropriate measure

Darling; Terror implies anti-terror measure. I’ll attend to it immediately

Gordon: The whole bank sector must receive the same treatment at the same time. We must also protect the depositors of IceSave. The Icelandic banks can’t be rescued.

Darling: I’ll be ruthlessly effective. I haven’t forgotten the cod war. And their minister of finance has a better car than I do.

Gordon: Their image is in tatter. We must also let those Icelanders know what we think about it.

Darling: Consider it done.

Gordon: You are a good chap, Darling.


mbl.is Fleiri fari að dæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsing frá stjórnvöldum?

Iceland has adapted a policy of reducing its workforce to the bare minimum of labor needed to operate aluminum smelters and other energy intensive industries as well as fisheries and the fish processing industry. Some additional workforce will be providing services to those occupied in those industries and possibly some other export activity.

 Other workforce, including skilled and trained professionals in engineering, architecture, software industry, medical (doctors, nurses), education, banking, retail, building industry and other professions are to be expatriated away from Iceland. 

The aim is to raise money through increased export income and reduced import expenditure to help refinance the states of UK and The Netherlands that have been severely hit by the economic crisis.

 

The spare workforce is available for value adding job positions in the above mentioned countries or elsewhere where they will pay income taxes and spend their income to further help reviving those economies.

 We therefore can offer an excellent group of multilingual, internationally educated and trained employees in various professions.  

For those interested in hiring or contracting some of those people please send your enquiries to the Icelandic Directorate of Labor: vinnumalastofnun@vmst.is

 

The Icelandic Directorate of Labor web page is: http://www.vinnumalastofnun.is/english


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sáttari

Meðal fyrirvara á ábyrgðinni eru kröfur um:

  • að úrskurðað verði um hvort Ísland beri ábyrgð umfram tryggingarsjóðinn og nýjar viðræður ef svo reynist ekki vera
  • að úrskurðar verði hvort kröfur Tryggingasjóðsins gangi framar öðrum kröfum í þrotabúið

Ef ekki verður gengið að þessu kröfum er skilin eftir leið fyrir Alþingi til að endurmeta (takmarka) ábyrgðina. Sjá:

Lagaleg viðmið

Ekki hefur fengist leyst úr því álitaefni hvort aðildarríki EES-samningsins beri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar, þar á meðal við kerfishrun á fjármálamarkaði. Allt að einu hefur Ísland gengið til samninga við Bretland og Holland þótt það hafi ekki fallið frá rétti sínum til að fá úr þessu álitaefni skorið. Fáist síðar úr því skorið, fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, að slík ábyrgð hvíli ekki á Íslandi eða öðrum ríkjum EES samningsins skal ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum bundin þeim fyrirvara að fram fari viðræður milli Íslands og viðsemjenda þess um áhrif þeirrar niðurstöðu á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins.

Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum miðast við það að við úthlutun eigna við uppgjör Landsbanka Íslands hf., eða þrotabús hans, fari eftir íslenskum lögum eins og þau voru 5. júní 2009, þar með töldum lögum nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Ábyrgðin takmarkast við að Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta láti á það reyna fyrir þar til bærum úrlausnaraðilum hvort kröfur hans gangi við úthlutun framar öðrum hluta krafna vegna sömu innstæðu. Verði niðurstaðan á þann veg skulu teknar upp viðræður við aðila lánasamninganna um áhrif þess á samningana og skuldbindingu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

Fari ekki fram viðræður samkvæmt 1. eða 2. mgr. eða leiði þær ekki til niðurstöðu, getur Alþingi takmarkað ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum í eðlilegu samræmi við tilefnið.

Með þessum fyrirvörum og hinum get ég samþykkt þetta og að mínu áliti ætti Framsókn að samþykkja þetta líka.

Þetta skilur málið eftir opið þótt Bretar/Hollendingar samþykki fyrirvarana.

Ef Bretar/Hollendingar samþykkja ekki samningana þá verðum við að semja aftur eins og við viljum, en óvíst er með hvort þeir fara í enn harðari aðgerðir gegn okkur.

(Það er ólíklega staða að önnur þjóðin samþykki en hin ekki.)


mbl.is Þýðingarlaus sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki 63:0?

Eg vona að Alþingismönnum beri gæfa til þess að ná 100% samkomulagi með því að hafa trausta fyrirvara sem allir geta sætt sig við. Framsóknarmenn og aðrir flokkar þurfa að leggja sig fram um að ná niðurstöðu. Ég vona að stjórnin muni ekki þröngva þessu í gegn bara af því þeir geta það.
mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komum okkar sjónarmiðum á framfæri

Ég leyfði mér að setja inn nokkrar athugasemdir við fréttina: The IceSave Bill
mbl.is Fjallað um Icesave-deiluna á vef Economist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband