Áskorun á Alþingi

Ég vil vekja athygli á eftirfarandi frétt á eFrettir.is: Lánasöfn Landsbankans verðlaus eða verðlítil

og einnig eftirfarandi bloggi Björns Bjarnasonar: Steingrímur J. leggur ICESAVE-skuldaklafann á þjóðina

Lesið sérstaklega athugasemd Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og fyrrverandi aðstoðarmann Ingibjargar Sólrúnar meðan hún var utanríkisráðherra. Hún segir m.a.:

"Sumir hafa blandað ábyrgð á innistæðutryggingum saman við spurninguna um hvort beitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum væri hægt að hnekkja fyrir breskum dómstólum. Þetta eru tvö aðskilin mál og fresturinn sem rann út 7. janúar varðaði ekkert ábyrgðina á Icesave innstæðum.

Staðreyndin er líka sú að ný ríkisstjórn sem við tók var gat hæglega snúið ákvörðunum fyrri ríkisstjórnarinnar um Icesave-samninga, hefði verið pólitískur vilji fyrir því. Forræði á Icesave-samningum hefur verið fjármálaráðherra í öllum ríkisstjórnum sem starfað hafa á þessum erfiða vetri og núverandi ráðherra og flokkur hans hefur sama frjálsa svigrúm til ákvarðana og aðrir höfðu á undan."

M.ö.o.

  • Lánasafnið er lélegt og af einhverjum ástæðum er Alþingi og þjóð leynt upplýsingum um það
  • Fresturinn 7. janúar skiptir engu varðandi IceSave málið. 
  • Ríkisstjórnin hefur frjálsar hendur og er ekki bundin af minnisblaði fyrrverandi fjármálaráðherra.
  • Málið hastar ekki og einhverjar líkur eru á að stjórn Gordon Brown kunni að falla og okkur vilhallari aðilar í Bretlandi komist að völdum.

Þrátt fyrir þetta leggur Steingrímur þennan samning fyrir Alþingi til samþykktar og segist (ranglega) vera bundinn af fyrra samkomulagi. Samning sem kostar 3 milljónir á mannsbarn með lottómiða á vafasamar eignir. 15 milljóna reikning á hverja 5 manna fjölskyldu. Eignir sem ekki má upplýsa um hverjar eru nákvæmlega. Og um helmingur Alþingismanna hefur í hyggju að samþykkja þennan gjörning án þess að hafa allar upplýsingar á borðinu! Steingrímur sem hlaut kosningu fyrir að vera á móti einmitt þessum gjörningi. Hann svíkur kinnroðalaust kjósendur sína þótt hann sé ekki bundinn af gjörðum fyrri ríkistjórnar eins og Kristrún bendir á.

Ég skora á Alþingismenn að fara ekki í atkvæðagreiðslu um þetta mál nema að allar upplýsingar séu uppi á borði. Best væri að óska úttektar óháðra aðila á samninginum og eignunum á bakvið. E.t.v. að bíða og sjá hvort stjórn Gordon Brown falli og hvort ekki sé unnt að ná betri samningum eða fara dómstólaleið með gerðardómi. Ella að fella þennan samning því þótt ég vilji ekki útiloka að það sé fræðilegur möguleiki að þessi samningur sé það besta í stöðunni þá er það alls ekki augljóst miðað við þá leynd sem hvílir á upplýsingum um málið.

Afnema verður leyndarhyggjuna!


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kristrún kemur á óvart..

Haraldur Baldursson, 10.6.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband