8.6.2009 | 08:28
Hvers vegna má ekki upplýsa um eignasafnið?
Eignir bankanna á Íslandi eru margvíslegar og ekki upp á marga fiska eins og fram hefur komið. Eignir í fyrirtækjum líkt og Teymi, Eimskip og fl. Þetta er langur listi og ljóst að greiðendur eru ekki borgunarmenn fyrir öllum sínum skuldum. Sumir tala um að 50-70% skulda (eigna bankanna) þurfi að afskrifa.
Um eignasafn Landsbankans erlendis er hins vegar ríkisleynd.
Ekki má upplýsa um samsetningu eignasafn Landsbankans erlendis. Þar gæti t.d. leynst krafa á eignarhaldsfélag West Ham, eða lán til Baugs. Ekki fæst mikið upp í þær kröfur, en við erum ýmsu vanir Íslendingar og þolum alveg að lesa um slík mál. Væntanlega eru þarna líka góðar eignir. E.t.v. lán til opinberra aðila í Bretlandi.
Hvers konar ægilegt leyndarmál geymir þetta eignasafn? Hvað getur verið svona ægilegt við það? Hverja eða hvað er verið að vernda með því að upplýsa ekki um eignasafnið? Byggir verðmæti eignasafnsins á því að um það sé leynd og ef svo er, hvers vegna?
Sjá einnig þennan pistil: Alþingi og þjóðina þarf að upplýsa
Hagkerfið kemst í skjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eignasafnið eru verslanir sem selja merkjavörur þær eru um allt Bretland og hér heima kannski skartgripaverslanir í eigu músina á Besastöðum sem voru að fara á hausinn . Davíð benti á að það kæmi ekki til greina að takka verslanir óreiðu manna upp í skuldir, er það kannski ástæðan fyrir þögninni.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 10:07
Þessi leyndarhyggja er skelfileg. Hvers vegna fær almenningur ekki að sjá alla myndina ? Hvers vegna er t.d. verið að tala undir rós með það hvaða þvinguum Ríkisstjórnin (og þær á undan) er beitt til að ganga að svona afar-samningum sem IceSlave samningurinn er ? Hvað óttast þessir fyrirhyggjumenn að gerist ? Reikna þeir með að almenningur kunni ekki með sannleikann að fara ? Óttast þeir að ef sannleikanum er ekki haldið frá lýðnum að hér bresti að almennur landflótti ?
Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 10:19
Traustvekjandi niðurstaða. Segir mér meira en nokkur orð. Líkur sækir líkja heim. Maður þekkir summa af vinum hans. Málið er samkvæmt AGS átti hámarki ES:EU samdráttarins að vera náð í lok 2011. Nú mun þetta komið upp í 5 ár. Um svipað leyti og Kringlan var reist í Reykjavík var matvöruverslun að falla á alþjóðamörkuðum þá fóru varkárir aðilar að draga saman seglin og koma fjármagni sínu annað [ekki Íslenskir]. Búist var við heimskreppu fljótlega eftir 30 ár frá síðustu heimskreppu. Loksins eru menn sammála um að hún sé byrjuð. ES:EU því miður á ekki marga vini í framtíðinni: skortir hráefni og orku, bráðnauðsynlegt í kreppu.
Ég hef enga trú persónulega að ES vinni sig úr samdrættinum sem er framundan. Ég vissi allan tíman að fjárfestingar Íslendinga voru annaðhvort í restar útlendinga eða þeir notaðir sem startarar t.d. austurvíkkun ES. Sjá hvernig þeim gengi.
Leyndin er sett fram sennilega á þeim forsemdin að nafnbirting mynd verðfella allar eignir jafnt strax.
25% nettó skil er mjög gott fyrir þá sem gera ráð fyrir langvarandi samdrætti í ES.
Væntingar vekur sá sem græðir hjá þeim sem kaupir. HR er ekki upp á mark fiska þjálfar liðið í falla fyrir væntingum í stað þess að kenna því að láta sér nægja að vekja þær.
Auðvitað er ekki hægt að treysta snobb liðinu sem upplýsir ekki ættingja sína um hverju var hótað ef ekki yrði gengið að þvílíkum afarkostum. Svavar Gestsson talar eins og ES-innlimunarsinni.
Tilgangurinn helgar kannski meðalið. Að tæknilega fari Íslenska þjóðin með betlistaf inn í ES.
Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 11:38
Ég er búinn að vera að spyrja þessarar spurningar frá því í október. Það eina sem ég veit er að erlendar eignir Landsbankans námu 2.460 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs 2008. Þessar eignir hafa eitthvað lækkað að vegna afskrifta, en á móti hefur gengið lækkað mjög mikið (gengisvísitalan var 155,4 um það leiti en er núna 227,65).
Marinó G. Njálsson, 8.6.2009 kl. 12:20
Það þarf venjulega ekki að fela góðar fréttir.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.