Snillingur fallinn frá

Menn eins og Steve Jobs eru fágætir. Hann bjó yfir einstökum hæfileikum til að skapa nýja hluti og fékk tækifæri til að nýta þessa hæfileika. Á tímabili var reyndar reynt að setja hann til hliðar eins og iðulega er gert með snillinga sem vilja taka áhættu og skapa eitthvað nýtt. Slík sköpun er litin hornauga af þeim sem meta allt út frá kostnaði og eru blindir á möguleikana. Sem betur fer fékk Steve Jobs að koma til baka og fékk hann svigrúm til að láta drauma sína rætast til hagsbóta fyrir allan heiminn. Það er sjaldgæft að svoleiðis gerist og því er söknuður að honum gengnum.
mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hann bjó yfir einstökum hæfileikum til að skapa nýja hluti og fékk tækifæri til að nýta þessa hæfileika"

hann skapaði ekkert nýtt, hann tók bara saman það sem aðrir höfðu gert og gaf út á réttum tima og með fallega slaufu. nefdu eitthvað sem kom nýtt frá apple.

joi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Jói, hann skapaði jú vissulega margt nýtt, þótt hann hefði ekki fundið upp myndrænt notendaviðmót þá náði hann fyrstur manna að koma þessu hugmyndum í framkvæmd, hann fann semsagt upp aðferð til að gera það nothæft svo að "venjulegt" fólk gæti notða það. þa(málið er að það sem hann sá í heimsókn sinni til Xerox PARC var að mörgu leiti langt frá því sem hann síðar setti í Apple Lísa tölvurnar og síðar Macintosh)Þar á undan hafði hann umbillt einka tölvumarkaðnum með Apple I og Apple II.

Restina af sögunni þekkja allir sem konir eru yfir fermingu,

Ef þú skoðar söguna hans og fyrirtækissins þá sérðði að þetta var ekki bara spurning um að setja á markað hugmyndir annar á réttum tíma heldur snérist þetta fyrst og fremst um að gera þessar hugmyndir nothæfar (eða notendavænar) og jú stundum krafðist það réttr tímasetningar svon til að tryggja að tæknin væri orðin nægjanlega vel þróuð til að hlutirnir virkuðu rétt.

Þú verður svolítið að skylgreina hvað það er að fynna upp, það er nfnilega þannig að lang flestar uppfynningar eru byggðar á fyrri verkum annara.

Svo má ekki gleyma að hann hefur á sínu nafni 317 patent.

Það þýðir lítið að gera lítið úr áhrifum þessa manns því ef við gefum okkur að þú búir í hinum vestræna heimi og jafnvel þótt þú hafir forðast það alla ævi að nota vörur frá Apple eða öðrum fyrirtækjum sem hann stjórnaði (Next Computer og Pixar) þá hafði hann samt mikill áhrif á líf þitt því hann breytti oftar en einusinni stefnu tækni og afþreyingaheimsins.

Sigurður Ingi Kjartansson, 6.10.2011 kl. 13:43

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hugmyndasmiðir og hönnuðir ná sjaldnast að afla nýjungum sínum farveg. Án manna eins og Jobs sem sjá möguleikana fækkar góðum hugmyndum sem ná alla leið.

Lið eins og ManU væri eflaust gott án þjálfara síns, en með honum er það betra.

Það er óþarft að búa til skurðgoð úr manninum, en jafn óþarft er að minnka árangur hans.

Apple var sannanlega betra með Jobs og ég hygg að við værum stödd á öðrum stað ef hans hefði ekki notið við.

Haraldur Baldursson, 7.10.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband