23.6.2009 | 00:13
How low can you go?
Alltaf versnar það. Mat CIPRA virðist hafa verið notað af AGS sem viðmið, en matið byggir CIPRA á óþekktum gögnum eða almennum upplýsingum frá skilanefnd Landsbankans frá því í febrúar. Ferlið er þá svona:
1. Skilanefnd (þeir einu sem hafa allar upplýsingar) skoðar eignirnar í febrúar og útbýr minniblað með 89% mati.
2. CIPRA skoðar þetta minnisblað og e.t.v. einhver önnur gögn sem AGS lætur þeim í té og metur þetta á 95%. Ekki er vitað til að CIRPA hafi haft aðgengi að einhverjum frumgögnum um eignasafnið.
3. Ríkisstjórnin spyr AGS sem vitnar í hið virta fyrirtæki CIPRA sem hafi tekið þetta út og metið á faglegan máta. Ríkisstjórnin trúir þessum 95% og gerir þær tölur að sínum og kynnir almenningi að 95% kunni að fást upp í IceSave samninginn.
4. Skilanefndinni kannast menn ekki við að CIPRA hafi fengið nein gögn afhent um málið. Skilanefndin metur þetta núna þannig að 83% fáist upp í forgangskröfur.
5. Fram kemur að vextirnir í IceSave samningi séu ekki hluti af forgangskröfunum, en vextirnir verða um 300 milljarðar og falla á ríkið óháð því hvað fæst fyrir eignirnar.
Niðurstaða: Einungis einn aðili hefur raunverulega skoðað eignirnar, en það er skilanefndin. Hún gefur 83% með mikilli óvissu út frá einhverjum gefnum forsendum um efnahagsþróun í heiminum og bara upp í forgangskröfur.
IceSave lítur svona út samkvæmt skilanefndinni:
Kröfur á þrotabúið: 1330 milljarðar, þar af 660 forgagnskröfur vegna IceSave
Eignir í þrotabúi (mikil óvissa): 1100 milljarðar
Vaxtakröfur á ríkissjóð: 300 milljarðar
660/1330 = 49,6%
49,6% af 1100 eru 545 milljarðar sem fást upp í 660 milljarðana. Mismunur er 115 milljarðar sem falla á ríkið eins og 300 milljarða vextirnir.
Þannig að 115 milljarðar plús 300 milljarðar eða 415 milljarðar falla á ríkið og þar með skattgreiðendur í landinu. Þetta eru 415/(660+300) = 43%. Sem sagt 57% fást upp í IceSave samninginn. Þetta er víðs fjarri þeim skilaboðum sem Jóhanna og Steingrímur komu með þegar þau kynntu samninginn.
1,7 milljón á mannsbarn. Tæpar 7 milljónir á 5 manna fjölskyldu.
Þetta er ennþá með mjög stórum fyrirvörum varðandi framvindu efnahagsmála og niðurstöðu eignasölu. Einnig getur vaxtaliðurinn hækkað.
Takið eftir því að í október var áætlað að eignir Landsbankans dygðu fyrir skuldum. Mat skilanefndarinnar á eignunum hefur lækkað um yfir 80 milljarða síðan í febrúar. Ekki er víst að botninum sé náð. Einungis einn aðili hefur metið eignirnar, þ.e.a.s. skilanefndin sjálf, eða réttara sagt sérfræðingar Landsbankans sem eru sömu aðilar og unnu í gamla bankanum og veittu lánin. CIPRA virðist bara hafa slegið á þetta út frá almennum upplýsingum frá skilanefndinni og teljast því ekki með.
Þá er enn ósvarað spurningum um viðbótarkröfur, þ.e.a.s. kröfur frá þeim sem ekki hafa fengið 100% bætur frá breskum og hollenskum yfirvöldum.
Ekki byggt á gögnum Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Engu við þetta að bæta hjá þér. Þetta er svona. Þvílíkt rugl sem þessari þjóð er boðið uppá.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.