Leikurinn heldur áfram

Hvernig á raunhagkerfið að keppa við þetta gíraða Excel hagkerfi? Það er ekki nokkur leið meðan leikreglurnar eru eins og þær eru.

Fyrir lánað fé (að þessu sinni frá skattborgurum) eru keypt og seld til skiptis smáhlutir í fyrirtækjum á síhækkandi verði, en allur hluturinn látinn hækka í sama takti. T.d. 1% keypt á 10% hærra verði en í gær og öll 100 prósentin látin hækka um 10%. Svona er auðvelt að spinna upp hagnaðinn og borga svo út bónusa.

Fólkið sem fær snjallar hugmyndir að nýrri framleiðsluvöru eða betri aðferð við framleiðslu getur aldrei grætt eins mikið og þeir sem gíra upp hagnað í fjármálafyrirtækjunum. Á þennan máta draga þeir til sín fjármagnið í hagkerfinu (verðbólga á hlutabréfaverði og í bónusum) þar til annað hvort að allt hrynur eins og við höfum orðið vitni að eða verðbólgan smitast út í raunhagkerfið og dregur úr kaupmætti almennings.

Með leynifélögum er svo unnt að leika þennan ljóta leik á margföldum hraða.

Þetta er skrumskæling kapítalismans. Hvenær ætla ráðamenn að átta sig á þessum galla og lagfæra hann? Er einhver von um að þeir geri það yfirleitt?

Meðan leikreglurnar eru svona mun verða erfitt að byggja upp raunhagkerfið, þ.e.a.s. framleiðslu og þjónustu aðra en peningaprentun auðmanna og fjármálaþjónustu fyrir þá.


mbl.is Risabónusar þökk sé kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góða afkomu bankans má rekja til skorts á samkeppni meðal fjárfestingarbanka og auknum tekjum af miðlun erlends gjaldeyris og skuldabréfa. Goldman Sachs er einn af fáum stórum fjárfestingarbönkum sem lifðu af efnahagshrunið í haust. Bankinn hefur verið stórtækur í miðlun á bandarískum ríkisskuldabréfum og enginn skortur er á þeim um þessar mundir.

Þetta er brilliant fyrirtæki. Sem sá allt fyrir. Gerði heimavinnuna sína. Þjáist ekki af hjarðeðli og væntinga ágrind. Svona tækifæri gerast á 30 ára fresti.

Dollar strax.! ES:EU er fallið. 

Júlíus Björnsson, 22.6.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Jahérna. Mikið er ánægjulegt að lesa svona bloggfærslur. Hjartanlega sammála þessari greiningu.  Excel hagkerfi er fínt nafn á skepnuna.

Ólafur Eiríksson, 23.6.2009 kl. 00:32

3 identicon

Kapitalisminn er skrumskæling á frelsi einstaklingsins.  Það sem verra er, fólk ruglar þessu saman, heldur að 'frelsi' í viðskiptum sé frelsi einstaklingsins.

'Frelsi' í viðskiptum er samráð olíufélagana.  'Frjálsir fjármagnsflutningar' er frelsi hinna sterku til að hagræða hagkerfum til að græða á þeim (sem veldur því að hinir sem ekki vita hvenær hamarinn fellur munu tapa).

Lög og reglur eiga að snúast fyrst og fremst um að takmarka vald ríkisins og vald einstakra stofnanna eða manna innan ríkiskerfisins.  Ekki um að takmarka frelsi og réttindi fólksins. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband