Frábært myndrænt yfirlit um áhrif kreppunnar á lönd ES

Hér er hlekkur á mjög gott yfirlit yfir áhrif kreppunnar á lönd ES. Myndin er gagnvirk. Þannig er unnt að velja lönd eða tegund upplýsinga með því að smella á landið eða reiti uppi í hægra horni. Unnt er að sjá breytingar milli ársfjórðunga. T.d. að atvinnuleysi á Spáni mun fara úr 8% í 18% 2010. Þjóðarskuldir Íra úr 25% í um 70% og margt fleira.

http://www.nrc.nl/international/article2160480.ece

Þótt þetta sé nýlega uppfært með tölum frá EuroStat þá benda síðustu tölur t.d. fyrir Írland til enn verri niðurstöðu.

Því hefur verið spáð að á næsta ári verði Ísland með skuldir sem nema um 60% af landsframleiðslu sem er ekki verra en Þýskaland og Frakkland í lok þriðja ársfjórðungs 2008. En hversu hátt fer atvinnuleysið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband