Um trúverðugleika

Væri ekki réttara af Jóni að segja að trúverðugleiki FME hefði verið aukinn þar sem hann hefði þegar sagt af sér sem stjórnarformaður þar á bæ. Í staðinn kemur þetta:

"Sagði Jón trúverðugleika Seðlabankans þegar hafa verið aukinn og upphaf þessa starfs, m.a. vegna reglubreytinga, lofa góðu."

Seðlabankinn er með ótrúverðug gjaldeyrishöft sem hann getur ekki upplýst hvernig eða hvenær á að losa um. Krónan er í frjálsu falli þrátt fyrir þessi höft. Stýrivextir eru enn í hæstu hæðum þrátt fyrir að verðhjöðnun sé hafin sem er óskiljanlegt nema sem greiðasemi við erlenda vaxtagreiðsluþiggjendur. Ekki hefur enn verið gerð fullkomlega grein fyrir stöðu jöklabréfa eða inneign erlendra aðila hjá SBÍ.

"Þessu til viðbótar er það varlegt mat sérfræðinga að erlendir aðilar eigi 60 milljarða króna í formi innstæðubréfa í Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn er ekki tilbúinn að staðfesta þá tölu." Sjá http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/16/300_milljardar_i_eigu_utlendinga/

Samfylkingin heldur áfram að gera lítið úr krónunni og þannig draga úr trúverðugleika Seðlabankans. Hvernig getur SF haldið því fram að trúverðugleiki SBÍ hafi aukist? Er Samfylkingin trúverðug með svona málflutning?


mbl.is Húsfyllir á fundi Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er samt allt saman staðreynd Þorsteinn og nú verður landinn að taka sig saman og kjósa Samfylkinguna og tryggja okkur i aðildarviðræður. Allt annað er hjóm miðað við þeirra stefnu. T.d. sjálfstæðismenn þyrftu allir sem einn að fá áfallahjálp, þeir eru ekki í nokkru jafnvægi til að taka þátt í þessu meir. Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að fá meira en 10%fylgi nú, þá getum við loks farið að byggja upp landið okkar með góðum og mannlegum gildum. Ekki halda að sjálfstæðisflokkurinn sé að fara gera eitthvað fyrir mig og þig. Ég vil aðildarviðræður og svo kjósum við.Þar er Samfylkingin einn flokka með skýra stefnu.Ég hef séð ljósið, sjáðu það líka:-)

silla (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég hef ekki og ætla ekki að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé trúverðugur við þessar aðstæður. Reyndar hef ég ekki trú á nokkrum flokki nú um stundir þótt ýmislegt gott megi finna hjá þeim öllum. Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé verið að segja fólki sannleikann um stöðu mála. Þessar kosningar eru klúður frá upphafi til enda og sorglegt að sjá hvað er verið að eyða dýrmætum umræðutíma í. Verið er að slá ryki í augun á fólki með alls kyns tálsýnum og sandkassaumræðu meðan Róm brennur.

ES er ekki lausn á vanda Íslendinga. Skuldir þjóðarinnar hverfa ekki við inngöngu. Ekki heldur fjárlagahallinn. Ekki skuldir heimilanna. Til lengri tíma (20-50 ára) myndi innganga í ES umbreyta Íslandi í menningarsnautt verbúðasvæði á ES strykjum. Þetta mun gerast þótt hugsanlegt sé að skammtímahagur okkar vænkaði eitthvað við inngöngu (sem er alls ekki víst). Enginn hefur skírt það út hvers vegna hagur okkar ætti að batna við það eitt að ganga í ES. Sú fullyrðing byggist fyrst og fremst á trú á að allir erlendis verði svo jákvæðir gagnvart okkur og vandamálin leysist að sjálfu sér. Evran er í fjarska framtíðarinnar og á hvaða gengi yrði skipt? Hvernig hjálpar hún okkur? Hvernig lækka skuldirnar? Hvernig minkar atvinnuleysið? Hvernær gerist þetta?

Krónan er vandamál vegna þess að hún sveiflast mikið, vegna þess að hún er allt of lág fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki og vegna þess að vextir eru of háir hérna. Ástæður þessa er margar og flóknar en ættu samt að vera viðráðanlegar með réttri hagstjórn. Krónan er samt núna eitt sterkasta vopn okkar í atvinnusköpun (útflutningi) og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Krónan skilaði þessari þjóð frá því að vera ein sú fátækasta í Evrópu í að vera ein sú ríkasta jafnvel eftir kreppu.

Ýmislegt sem þessi ríkisstjórn er til bóta en ekki er enn nóg að gert. Það er ekki réttlátt né gott út frá hagfræðisjónarmiðum að láta 30 þúsund heimili læsast í skuldaánauð án nokkurs kaupmáttar næstu áratugina.

Það er ekki réttlátt vegna þess að með því er verið að segja að skuldarar eigi að bera fullan kostnað af endurfjármögnun bankanna með einskiptis eignaskatti (í formi verðlækkunar eigna, gengishækkunar lána og verðtrygginar) og þannig að þeir sem skulda mest (eiga minnst?) borgi mest og þeir sem skulda minnst (eiga mest?) borgi minnst. Þennan eignaskatt eiga skuldsett heimili að bera til þess m.a. að tryggja að fullu innstæður þeirra sem voru svo djarfir að geyma fé inni í glæpabönkum og hefðu tapað því þegar þeir hrundu nema fyrir það að ríkið greip inn í. Þar fékk eignafólkið allt sitt bætt að fullu án tillits til þarfar.

Það er ekki hagfræðilega gott vegna þess að þá endar Ísland allt í sömu stöðu og mörg þorp á Vestfjörðum: Fullt af húsnæði, engin þjónusta, enginn kaupmáttur, einhæft atvinnulíf í eigu fjarlægra auðmanna, unga fólkið farið.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 16.4.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband