13.6.2009 | 11:04
ESB ólyfjanin
Þessi umræða um að við verðum að sækja um aðilda að ESB til að sjá hvað við fáum er í besta falli skrítin en þó líklegar villandi og í versta falli lævís og hættuleg blekking.
ESB er ekki óþekkt stærð þótt vissulega sé bandalagið að þróast og skiptar skoðanir innan þess um hverng það á að þróast. Sáttmálar og stefnur, stjórnskipulag og uppbygging er allt skilgreint og liggur fyrir. Staða aðildarríkja er skilgreind og umræður um hvernig sú staða þróast er þekkt. Það er alveg ljóst hvað felst í aðild og hvaða undanþágur eru leyfðar til skemmri tíma og hvað ekki. Það er líka ljóst að til lengri tima litið er undanþágum fækkað og stefnt að meiri samruna: Bandaríkjum Evrópu. Ef ekki eftir 10 ár, þá 20 eða 50.
Þó er reynt að selja fólki þá hugmynd að sækja verði um til að fá að vita hvað sé í pakkanum. Væntanlega í trausti þess að fæstir hafa kynnt sér innihaldslýsinguna sem liggur fyrir.
Þetta er eins og sölumennska á eiturlyfjum. Menn verða að prófa, a.m.k. einu sinni til að finna áhrifin og sjá hvort mönnum líki ekki. Það eru alls ekki allir sem ánetjast og þetta er alls ekki eins hættulegt og af er látið. Og víman er ólýsanleg!
Það breytir ekki þeirri staðreynd að ef einu sinni fallinn þá er engin leið til baka.
Hræðsluáróður hjá mér: Já, vissulega enda full ástæða til. Ég óttast aðild að ESB og myntbandalagið.
Ég óttast hægfara stöðnun og hnignun alls landsins líkt og við höfum séð á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið, en landsbyggðin hefur einmitt verið í myntbandalagi við höfuðborgarsvæðið um lengri tíma.
Við megum ekki ánetjast.
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það er líka ljóst að til lengri tima litið er undanþágum fækkað og stefnt að meiri samruna: Bandaríkjum Evrópu. Ef ekki eftir 10 ár, þá 20 eða 50."
Nei, það er langt frá því að vera ljóst.
Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 15:14
Stjórnskipunarskráin eða Lissabon samkomulagið gildir fyrir þau ríki sem rituðu hann. Hún er ein nákvæmast og besta lýsandi þjóðarlíkamalýsing sem nokkurn tíma hefur litið daginn ljóss. Alls ekki sambærileg við frelsisstjórnskipunarskrá USA.
Efnahagslegur samruni er eins og hjá sambúðarfólk með reikning fyrir sameiginlegan fjárhag.
Undanþágur hverfa sjálfkrafa svo sem landbúnaður í Finnlandi sem er að mestu leyti horfinn: bændur keyptir út.
Það er alveg ljóst að samruninn er þegar alltof mikill fyrir Ísland: eyju einhæfra hráefnis útflutningsvega: sér kafli um svoleiðis undtekninga efnahagseiningar í Stjórnskipunarskránni. Það þarf að færa góð rök fyrir að Íslandi eigi ekki heima meðal sambærilega efnahagseininga.
Ísland hefur algjörlega afskrifað sig frá tækifærinu að vera viðurkennt sem alþjóða fjármálastöð og er ekki samanburðarhæft við Luxemburg. Malta er viðurkennt af WHO hefur líka sérstöðu hvað varða heimamarkað.
Regluverkið 66% og samruninn sem fylgdi því eru mistök sem orðin eru ljós þeim sem skilja hvernig það virkar og að vegna þess erum við kommin í þá efnahagslegu stöðu sem við erum í dag. Þökk 3 stærstu einkavinabönkum í Evrópska Seðlabankakerfinu: sem fjárfestu Ísland: auglýst sem snilld ráða og ábyrgðaraðila á Íslandi til að byrja með.
Júlíus Björnsson, 14.6.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.