Þjóðarsamstaðan rofin – stéttskipt þjóðfélag – ákall til stjórnmálamanna

Aðvörun til lesanda: þetta er ekki skemmtilesning 

Íslendingar hafa gegnum tíðina iðulega staðið saman á heildina litið og tekist á við ytri áföll með samstöðu. Byrðunum hefur verð dreift. Nú hefur þessi samstaða verið rofin og eins konar stéttaskipting innleidd. Stéttaskipting sem ræðst að miklu leyti af því hvar í skuldasögu lífsins fólk er statt.

Hin nýja stéttaskipting eða flokkadrættir á Íslandi

0 flokkur:        Útrásarvíkingar og ýmsir njótendur kúlulána.Fámennur hópur sem eignaðist nánast allt sem unnt var að komast yfir á Íslandi. Töpuðu miklu og eru ekki borgunarmenn fyrir skuldunum sem þá er velt yfir á aðra (þ.e.a.s. fólk í 4 flokki) til að borga. Sitja enn að miklu illa fengnu fé

1 flokkur:        Þeir sem áttu sparifé í bönkum og litlar sem engar skuldir.Fólk sem átti inneignir í bönkum landsins. Bæði fólk sem hefur unnið fyrir sínu með þrautseigju og hyggjuviti, en einnig fólk í flokki 0 (hæstu upphæðirnar). Tapaði öllu sparifé sínu í bönkunum, en var það að fullu bætt með aðstoð ríkisins. Hefur ofan á björgunina notið hárra vaxta og verðbóta sem greiddar eru af fólki í 4. flokki. Skaði þessa fólks verður lítill takist þeim að fá 4. flokks fólkið til að borga og bera skuldirnar.

2 flokkur:        Þeir sem ekki hafa átt eignir eða skuldir að neinu verulegu marki.Í þessum flokki eigna- og skuldlítið fólk, t.d. námsmenn sem ekki eru farnir af stað sem fullir þátttakendur í efnahagslífinu. Skaði þessa fólks er lítill nema vegna niðurskurðar í mennta- og félagslega kerfinu.

3 flokkur:        Þeir sem áttu sparifé í húsnæði en litlar sem engar skuldirFólk sem átti sparifé sitt í húsnæði en lítið fé í bönkum. Húsnæðið yfirleitt keypt fyrir hækkunarskeið og skuldsetning því lítil. Skaði þessa fólks er lítill, nema vegna lækkunar á verðmati húsnæðisins.

4 flokkur:        Fólk  sem átti sparifé sitt að mestu í húsnæði og miklar skuldir. Ungt fólk með stækkandi fjölskyldur sem keypti dýrt (en ekki endilega stórt) húsnæði með miklum lánum á síðustu árum. Þetta er um þriðjungur þjóðarinnar og stór hluti mest virka fólksins á atvinnumarkaði. Til að endur fjármagna skuldir 0. og 1. flokks fólksins og vexti og verðbætur ofan á þá endurfjármögnun eru eignir þessa fólks gerðar upptækar með skyndihækkun höfuðstóls með gengislækkun og verðbótum. Skaði þessa fólks er algjör eignamissir og skuldaklafi sem ekki sér fyrir endann á út lífið. Einungis skuldir hægt að skilja eftir handa afkomendum þrátt fyrir ævilangt strit við að borga af skuldunum.

5 flokkur:        Atvinnulaust fólk, yfirleitt úr öðrum, þriðja eða fjórða flokki.Hinn almenni launamaður sem var e.t.v. í litlum fjárfestingum og skuldaði lítið, í leigðu eða skuldlitlu húsnæði eða svo óheppinn að vera meðal þeirra sem voru á því æviskeiði að vera að byggja upp fjölskyldu og eignir.

Ólíkt hafast þeir að

Stéttaskiptingin er skír. Efistu tveir flokkarnir eiga, ráða og njóta. Næstu tveir flokkar fá að vera með. Neðstu tveir flokkarnir skulda, borga og reyna að komast undan eftir bestu getu. Gapið milli þeirra og hinna er mikið og loft er lævi blandið. Reiðin kraumar. Þjóðarsamstaðan er rofin.

0. flokkur (Hinir fengsælu) koma þjóðinni á kaldan klaka en lifir enn í góðu yfirlæti.

1. flokkur (Verðbótabændur) fékk allan sinn skaða bættan að fullu og lítur niður á hina lægri settu sem eru núna að borga þeim gífurlega áhættulausa ávöxtun ofan á bótaféð. Meðan svo er þarf ekki að taka þátt í áhættusömu atvinnulífi heldur er betra að bíða brunaútsölu á eignum 4. flokks.

2. flokkur (Hinir örvingluðu) er tvístígandi yfir því þjóðfélagi sem blasir við í framtíðinni og líst mörgum illa á þá sýn sem við blasir.

3. flokkur (Hinir hæglátu) vill hafa sig hægan og telur sér borgið í þessum ólgusjó. Er samt uggandi um framtíðina.

4. flokkur (Öreigarnir) er búinn að vera fjárhagslega og æpir á réttlátari dreifingu byrðanna en mætir mikilli andstöðu frá 1. flokki sem nýtur góða af blessaðri kreppunni. Bylting, greiðsluverkfall, þjóðfélagsleg andstaða eða flótti úr landi er í umræðunni hjá 4. flokki.

5. flokkur (Flóttafólkið) er nýr og lamaður í örvæntingu og reynir að flýja land til að fá atvinnu.

Hvað um afstöðu stjórnmálaflokkanna?

Sjálfstæðisflokkur hefur yfirleitt sótt fylgi sitt til 4 flokks fólksins (sjálfseignarstefnan) auk 0 og 1 flokks (stétt með stétt). Nú er verið að gereyða 4 flokki og þar með einnig trúverðugleika sjálfseignarstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa fórnað (gleymt) hagsmunum 4 flokks fyrir hagsmuni 0 og 1 flokks.

Samfylking hefur sótt fylgi til allra flokka, en e.t.v. síst til 1 og 4 flokks. Miklir talsmenn árangurs 0 flokks fyrir október 2008. Núna setur Samfylkingin allt sitt traust á 1, 2 og 3 flokk á kostnað 4 flokks.

Vinstri-grænir sóttu fylgi sitt að miklu leyti til fólks sem nú er í  2, 3 og 5 flokks (sem fer ört vaxandi). Hafa ekki verið mikið fyrir 1 flokk (að ekki sé talað um 0 flokk) og hafa lítið fengið frá 4 flokki þar til e.t.v. í síðustu kosningum. Mörgu VG fólki blöskrar hvernig komið er fyrir 4 flokki ásamt 5 flokki. Samt er skilningur fjármálaráðherra ekki meiri en svo að hann telur sig geta krækt í 2,7 milljarða með því að leggja á heimilin 2,7+8 milljarða aukagjöld. 

Framsóknarmenn sóttu fylgi sitt til flokka 1-4 (lítið fylgi hefur verið að sækja til 0 og 5 flokks vegna fámennis í þessum flokkum þótt 5. flokkur fari nú ört vaxandi). Í síðustu kosningum sóttu framsóknarmenn sérstaklega fylgi í raðir 4. flokks með því að gerast talsmenn þeirra. Framsóknarmenn eru mikið bendlaðir við fólk í 0. flokki.

Heimilin og einstaklingar í 4. flokki eru mikilvægustu kjölfestufjárfestar landsins

4. flokkur, þ.e.a.s. ungt fólk sem er að byggja sig upp, þátttakendur á atvinnumarkaði og stórneytendur (þ.e.a.s. halda uppi veltu í þjóðfélaginu). Þetta er í raun kjölfesta atvinnulífsins og þar með þjóðarinnar. Þetta er kjölfestan og undirstaðan í fjárfestingahópi landsins. Fólk sem fjárfestir í húsnæði er að fjárfesta til langs tíma og leggja hornstein í samfélagsuppbygginguna. Þetta eru mikilvægustu fjárfestar landsins. Missi þetta fólk trúna á samfélagið og fari þetta fólk af landi brott í einhverju magni er ljóst að þjóðfélagsgerðin breytist og veikist mikið. Fólkið í 5. flokki geldur fyrir eyðileggingu 4. flokks og að lökum þjóðin öll. Einnig er ljóst að með því að fækka mjög í hópi þeirra sem eiga sitt eigið húsnæði (sjálfseignarstefnan) er verið að draga mjög úr stöðugleika íbúabyggðar í landinu.  Ath. að fólk í 4. flokki vinnur af krafti og aflar tekna eins og það mögulega getur. Ef mesti og stóraukinn hluti þessara tekna á að fara í að hygla 1. flokki og borga skuldir 0.flokks, þá getur þetta fólk ekki haldið uppi fjárfestingum og neyslu í þjóðfélaginu. Þar með lækkar atvinnustig (fólki í 5. flokki fjölgar) og efnahagslífi þjóðarinnar blæðir út.   Hyglun fólks í 1. flokki á kostnað þeirra í 4. flokki felst í mjög ójafnri dreifingu byrðanna sem á þjóðina hafa fallið vegna óábyrgs framferðis 0. flokks.

Þessi hyglun dregur allan mátt úr þjóðfélaginu og eyðileggur þjóðfélagsgerðina. Þessi hyglun rýfur samfélagssáttmálann um samstöðu og samhjálp.

Þessi blygðunarlausa hyglun ásamt seinagangi við að draga fólk í 0. flokki til ábyrgðar er uppáskrift á ófrið. Innanlandsófrið í hverju formi sem hann kann að verða. Vonandi átta menn sig á villu síns vegar og dreifa byrðunum réttlátar.  Traust fjárfesta er mikilvægt til að fá fjarmagn hér til framkvæmda. Þetta er röksemd fyrir hyglun 1. flokks og eina röksemdin sem AGS sér. Traust á að sparifé í húsnæði sé varið er mikilvægt til að þeir fjárfestar sem 4. flokkur er sjái sér hag í því að fjárfesta í húsnæði hér á landi og byggja hér upp. Sé trausti 4. flokks fórnað verður allt annað traust annarra fjárfesta sem hjóm eitt. Hafi þjóðin ekki traust á eigin landi er framtíð þjóðarinnar ekki björt. Traust fjárfestanna í 4. flokki, mikilvægustu fjárfesta landsins, er fyrir borð borið.

VAKNIÐ STJÓRNMÁLAMENN!    VAKNIÐ!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Áhugaverð lesning..fæ að setja hana á facebook svo fleiri geti lesið.

Takk

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.5.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta með "mikilvægustu fjárfesta landsins" er góður punktur og eflaust réttur. Fín samantekt.

Haraldur Hansson, 29.5.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir þennan ágæta pistil

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.5.2009 kl. 20:34

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Flott og raunsönn greining hjá þér - ég vona að stjórnmálamenn vakni - mun gera mitt besta til að vekja þá inni á þingi:)

Birgitta Jónsdóttir, 31.5.2009 kl. 16:10

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Nokkuð góð flokkun hjá þér. Ég hef reyndar skipt þjóðinni í tvennt:

1.Flokkur: Þeir sem hafa leyfi til að ganga óhindrað í ríkiskassann og skuldsetja 2. Flokk hindrunarlaust með ríkisábyrgðum og hverju sem er. Algerlega siðlausir og siðblindir.

2. Flokkur: Þeir sem borga skuldir og ábyrgðir 1. Flokks. Alltaf til í að borga hvaðeina sem þeir eru rukkaðir um.

Baldvin Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband