21.5.2009 | 00:25
Bandaríki Evrópu
Að ganga í ESB er ekki eins og að ganga í viðskiptasamband eins og EFTA, NAFTA eða EES eins og sumir vilja halda.
Innan Evrópu eru sterkir kraftar sem stefna á Bandaríkjum Evrópu eftir fyrirmynd Bandaríkja Norður Ameríku.
Vissulega eru einnig þeir til sem spyrna við fótum gegn þessari þróun. En þróun undanfarinna ára er ótvírætt í þessa átt.
Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu hefur skrifað bók um þetta.
The united states of Europe: manifesto for a new Europe -
Sjá líka: http://www.signandsight.com/features/676.html
Þeir sem vilja ganga í ESB ættu að gera sér grein fyrir þessu. Þeir ættu einnig að spyrja sig hvort eðlilegt væri að ganga í Bandaríki Norður Ameríku eða hvort það sé fáránleg hugmynd. Ef þeir telja það fáránlega hugmynd þá ættu þeir að endurmeta afstöðu sína til inngöngu í ESB.
Ég vil einnig minna menn á landfræðilega stöðu landsins. Innan ESB værum við hornreka jaðarsvæði. Jaðarsvæði geta byggt sig upp ef þau eru frjáls til sérstöðu. Þ.e.a.s. geta varið sína hagsmuni og hagað sinni þróun eftir eigin höfði í sinni eigin lögsögu miðað við sína eigin hagsmuni. Innan sameiginlegrar lögsögu getur ekkert jaðarsvæði varist hægfara aðdráttarafl kjarnans. Líkt og Vestfirðir eru hnignandi jaðarsvæði á Íslandi yrði Ísland hnignandi jaðarsvæði í ESB.
Ísland er ríkt land af auðlindum og mannauði. Nú kreppir að en til lengri tíma munum við vinna okkur upp úr þessu á ný. Þ.e.a.s. ef við gefumst ekki upp nú og gefum þetta frá okkur. Gefum frá okkur sérstöðuna. Það má ekki gerast.
Heimssýn opnar útibú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Athugasemdir
Og hvað? er Ísland þá dæmt til að einangrast?
€vrópusambandið eða N-Ameríkusamband?
Ööö... hvort erum við meira „far away“ í Evrópu eða N-Ameríku? Það þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá það.
Ég sem hélt ég væri orðinn of fullur.
Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 00:45
ESB sýnir sterka hneigð til að landa Íslandi inn í sambandið. Frábær greining Björns Bjarnasonar "New Artic Policies", í ræðu sem hann hélt í Sigtuna í Svíþjóð 4. maí, upplýsir staðreyndir sem sýna hvernig ESB reynir að stilla upp sínum taflmönnum í áttina að heimsskautinu. Þangað komast þeir ekki að samningaborðinu, nema með Ísland í ESB. Því segi ég enn og aftur....sjávarútvegsmálunum verður stillt upp í umræðunni á Íslandi sem AÐALMÁLIÐ og þjóðin mun raða sér sannfærð upp með það sem eina skilyrðið. ESB mun síðan leggja viðunandi, eða jafnvel hagstætt spil á borðið sem ýtir þeim áhyggjum til hliðar. Markmið ESB er að tryggja olíu á sitt svæði og það næst með innlimun Íslands.
Haraldur Baldursson, 21.5.2009 kl. 09:20
RS: Rússenska Ríkjasambandið [Russian Federation of 83 subjects] sambandið er að byrja að kynna mér það og við fyrstu kynni virðist Lissabonsamningurinn: stjórnskipunardrög ES: EU vera sambærilega. Með sitt stjórnskipaða fjármálakerfi margra undirefnahagseininga hver með sinn Seðlabanka og efnahagslandamæri sem byggja á gömlu ríkjaskiptingu Nýlenduveldanna fyrrverandi. Einskonar nútíma lénskerfi.
Íslendingar mega alls ekki einangrast í 9% heimsins. Reynslan af ES: EU samanborið við USA er algjör hryllingur sérstaklega frá 1994 þegar við alþingi gleymdi sjáfbærni síns innri markaðar svo upptekin við að innleiða 66% regluverks ES:EU. Það er ekki hægt að reka Ísland á hagfræði lögmálum risa efnahagseininga. Hráefna og orkuskortur er ekki vandamál hér og stór hluti inn flutnings er óþarfur [alltof dýr: ES:EU]við getum gert hlutina sjálf: betri gæði, betri ending, og fjarlægð frá næsta milljóna lávöru markaði segir sitt. Atvinnuleysi er ekki vandamál frekar Euro-yfirstéttar snobb hjá stórum hluta þjóðarinnar sem vill kalla sig Íslendinga.
Júlíus Björnsson, 21.5.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.