29.1.2009 | 14:25
Ástæðan fyrir beitingu hryðjuverkalaganna
Eitt af brögðum Himmlers til að koma breska heimsveldinu á hné í seinni heimsstyrjöldinni var að láta prenta falska breska peningaseðla sem hann lét Gyðinga í fangabúðunum búa til (Operation Bernhard). Þetta var stríðsbragð til að búa til verðbólgu og gengisfellingu á breska pundinu sem þeim tókst þó ekki að nýta gegn Bretum að ráði en gagnaðist nokkrum þýskum stríðsglæpamönnum á flótta.
Miðað við óhefta misnotkun falskaupmanna á íslensku efnahagskerfi með aðstoð bankanna og verðbólgupeninga (innistæðulaus útlán) sem streymdu frá íslenskum bönkum inn í efnahag Bretlands (og Norðurlanda) má e.t.v. álíta sem svo að Bretar hafi í raun talið þetta óvinveitta stríðsaðgerð af hendi bankamanna og falskaupmanna með þegjandi samþykki eða andvaraleysi íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnanna. Því hafi þurft að beita hryðjuverkalögum til að stoppa þetta (og hafa hljótt um raunverulegar ástæður til að lágmarka skaðann).
Hver veit?
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gaman af sögum úr þriðja ríkinu. Það hefði nú verið auðveldara fyrir bræðurna að gera áhlaup á efnahagslíf óvinarins ef IBM hefði verið búið að tölvuvæða bankakerfið á þessum tímum. IBM sá þeim auðvitað fyrir græjum til að hafa gott bókhald yfir þrælaflotann, en það eru börn þriðja ríkisins sem nú hafa nýjustu IBM græjur til að fylgjast með okkur og stjórna efnahag okkar.
Ég er sammála þér, nema að því leiti að mér finnst "þegjandi samþykki og andvaraleysi" nokkuð barnaleg sýn á atburðina
Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:33
ps - varstu búinn að sjá blogg hr. Skattmanns, sem ég man alltaf eftir vegna yfirlýsingar hans um að "öll gæði lífsins eigi að skattleggja" (kann að vera ögn ryðgað í minni miínu).
En ég er sammála honum um stóriðjuna:
http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/792595/
Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:28
Þú ert ekki sérlega duglegur að blogga, bróðir.
Í framhaldi af samtali okkur nýlega: Hvað er betra en peningar?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.