Trommubyltingin

Íslendingar berjandi trommur eða potta í takti við vermandi loga frá bálkesti sem hróflað hafði verið upp á götunni virðast vera að hafa áhrif. Stjórnarliðar í báðum flokkum eru að gefast upp og hver í kappi við annan velja þeir sér það haldreipi sem þeir telja að sé vænlegast til að friða mótmælendur. Kosningar segir einn, afsögn ráðherra annar, afsögn stjórnar og forstjórar FME, afsögn seðlabankastjóra, ný ríkisstjórn, innganga í Evrópusambandið, uppgjör við útrásarvíkinga, burt með skuldir, burt með IMF, endurheimt stolts og heiðurs gagnvar hryðjuverkalögum Breta og kúgun ES, enga uppgjöf í IceSave málinu, burt með grunsamlega bankamenn ... Listinn yfir kröfur, eða meintar kröfur er svo sem ekki ýkja langur þótt hann sé sjálfsagt ekki tæmandi hér. Mótmælendur velja sér það sem þeim hentar af þessum lista og eru ekki endilega sammála um allt. En þeir tromma í takti og það hefur áhrif.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband