Segjum NEI til að fá umföllun um málið

Það er sorglegt að horfa upp á þessa tilheigingu til að þröngva að mörgu leyti ágætum en samt stórgölluðum drögum í gegn án umræðu. Það verður að segja NEI til að tryggja að þetta fái einhverja umræðu á Alþingi. Sjá meira hér.

Áróður já-sinna um að já þýði að Alþingi eigi bara að stimpla pakkann nánast án umsagnar og breytinga er hættulegur þjóðinni vegna stórgalla sem eru á núverandi drögum og er ekki fjallað um í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. 

Tvö dæmi:

Með núverandi tillögum (gr. 113) er t.d. opnuð leið fyrir framtíðar stjórnmálamann með einræðistilburði að ráðskast með þjóðskrána að vild. Allt sem þarf ef vilji foringjans og svo þjóðaratkvæðagreiðsla sem hann stjórnar. M.ö.o. þá hefur stjórnlagaráð algjörlega borið fyrir borð þá hagsmuni þjóðarinnar að ekki sé auðvelt fyrir stjórnvöld hverju sinni að breyta stjórnarskrá að sínum vilja. ==> NEI við fyrstu spurningu 20. október! 

Með núverandi tillögum (gr.6) er bannað að hygla íslenskunni eða reynda nokkur öðru máli á Íslandi (með banni á mismunun). Þetta er gert "Í ljósi þess að sterkar raddir hafa verið á lofti um að setja íslenska tungu inn sem eitt af grunngildum í inngangsgrein að frumvarpi þessu" samkvæmt skýringum stjórnlagaráðs. Vandamálið er að það hefur að því er virðist "gleymst" að setja þetta ákvæði inn. ==> NEI við fyrstu spurningu 20. október! 


mbl.is Vill breytingar þó þjóðin segi nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stjórnarskrárbreytingin kemur ekki til umræðu á Alþingi nema hún verði samþykkt.  Alþingi þarf að fjalla um hana til að samþykkja hana áfram til næsta þings eftir kosningar. Það þing fjallar svo aftur um málið. Þín NEI tillaga er til þess eins að hindra umræðurnar og í mótsögn við það sem þú kallar eftir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 10:43

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Málflutningur stjórnarsinna er að láta drögin EKKI fá efnislega umfjöllun á Alþingi heldur fara nánast óbreytt í gegn.

113gr. gerir stjórnarskrána að engu sem vörn gegn einhverjum ákveðnum og illa innrættum stjórnarmanni framtíðarinna sem vill auka völd sín.

NEI þýðir að mínu mati það að fjalla verður um málið áfram og ég treysti því að þeir sem vilja breyta stjórnarskránni á Alþingi (meirihlutinn) sem og utan þess (þar á meðal þú og ég) muni tryggja áframhaldandi vinnu við þessar breytingar. 

Allt tal um að ef sagt sé nei þá verði að leggja þessa vinnu til hliðar og ekki taka tillit til hennar í áframhaldi er fáranleg og fellur undir hræðsluáróður.  Auðvitað verða þessar tillögur skoðaðar af öllum þeim sem koma að málinu af einhverri alvöru í framtíðinni. 

Hræðsluáróður á ekki að stjórna atkvæði okkar. Sérstaklega ekki þegar tímapressan er nákvæmlega engin. Því verður að segja NEI til að fá vinnu í gang við að fá vankantana burtu.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 19.10.2012 kl. 11:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já talandi um hræðsluáróður......!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 12:11

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Þakka þér þetta Axel. Ég skil sneiðina og biðst afsökunar á því að hafa orðað þetta illa.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 19.10.2012 kl. 13:35

5 identicon

Með fullri virðingu fyrir þeim alþingismönnum sem ég ber virðingu fyrir og þeim jákvæðu breytingum sem vinstristjórnin hefur komið til leiðar, þrátt fyrir afarslæma flokksforystu báðra flokka (Og það er þyngra en tárum taki að Ögmundur skuli ekki leiða Vinstri Græna!), þá er álíka viðeigandi og eðlilegt í alla staði að Jóhanna Sigurðardóttir skuli leiða lýðræðislega ríkisstórn eins og ef djöfladýrkandi gerðist biskup, eða nazisti væri kjörinn formaður anti rasisti félagsins. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki lýðræðissinni, skilur ekki hvernig hjarta heimsins slær, er fáfróð og hefur ekki öðlast neina raunverulega upplýsingu, og er næstum jafn hættuleg lýðræðinu og þjóðinni, og þar með mannkyninu öllu, heill þess og framtíð á tímum alþjóðavæðingarinnar þar sem jafnvel svo lítið land hefur víðtæk áhrif, og Össur Skarphéðinsson, sem ber svipað mikla virðingu fyrir lýðræðinu og Adolf Hitler, sem hann ekki ólíklega blótar á laun.

Vil bæta því við að ég syrgi þarft tækifæri sem líklega er þegar glatað til að breyta stjórnarskrá landsins með virðingarverðum og lýðræðislegum hætti. Það er mjög brýnt að gera breytingar á stjórnarskránni næstu árin, sem og margvíslegri löggjöf landsmanna. En það að hæðast að þjóðinni með þessum hætti og hafa af henni raunverulegt tækifæri með að rétta henni afskræmda eftirlíkingu, það er glæpur gegn mannhelgi og mannvirðingu íslensku þjóðarinnar, og aðför að fjöreggi lýðræðis vestrænnar menningar.

Þetta er ekki brandari. (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:05

6 identicon

Ég vil ráðleggja þeim sem hafa til að bera pólítískan metnað, eða kannski lítinn en hafa þó valið sér þetta form sem útrás fyrir drottnunargirni sína, en bera enga raunverulega virðingu fyrir raunverulegu lýðræði, og skilja ekki eðli þess, tilgang né tilurð, að taka fyrstu vél til til dæmis Norður Kóreu, Íran eða Saudi Arabíu. Þar eru þeirra líkar velkomnir. Í lýðræðislegu samfélagi, byggðu á hinum dýra grundvelli frelsisbaráttunnar, helguðu með blóði píslavotta sem dóu svo aðrir mættu verða frjálsir, fjötrar falla og kúgurum verða steypt af stóli, er nærveru slíks fólks hins vegar ekki óskað, en heimti það samt sem áður að búa meðal okkar á það alla vega að lifa í friði við sitt og skipta sér ekki af lagaumgjörð okkar dýrmæta og dýrkeypta samfélags.

Þjóðin mun mæta á kjörstað full sorgar, eins og ung stúlka sem dreymdi alltaf um ástina, á leið í nauðungarhjónabandið sitt við gamla og andfúla kallinn sem borgaði pabba nokkrar geitur fyrir hana.

Nauðungarhjónaband er ekki ást. Atkvæðagreiðsla sem ekkert mark er tekið á er heldur ekki atkvæðagreiðsla. Og gerfi lýðræði er ekkert annað, og ekkert meira, en fasismi.

Jón (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband