4.10.2010 | 22:57
Quisling
Það er sorglegt að horfa á það hvernig fjármálastofnanir ganga fram og komast upp með að brjóta niður íslenskt samfélag með andfélagslegri framgöngu sinni og eignaupptöku hjá þeim kynslóðum sem hafa verið að byggja upp heimili á síðustu árum fyrir hrun.
Það er enn sorglegra að lýðræðislega kosin stjórnvöld sem treyst var á að myndu fylgja eftir loforðum um skjaldborg í kjölfar efnahagshruns skuli horfa á ofbeldið með einbeittum vilja til aðgerðarleysis svipað og svokallaðir"friðargæslumenn" Sameinuðu Þjóðanna sem verða vitni að þjóðarmorðum og miskunnarlausu ofbeldi án þess að lyfta fingri til að verja friðinn og þá sem fyrir ofbeldinu verða.
Þar sem svo er statt ríkir ekki friður. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og aðgerðarleysi þeirra er glæpsamlegt. Stjórnvöld sem hegða sér þannig að þau hleypa ribböldum fram og jafnvel veita þeim vernd og skjól til sinna myrkraverka eru verri en engin stjórnvöld. Lýðræðislega kosin stjórnvöld fá umboð frá þjóðinni til aðgerða í þágu þjóðar en ekki umboð til aðgerðarleysis.
Það er með öllu óskiljanlegt að ríkisstjórn Íslands skuli hafa valið að láta fjármálastofnanir óhindrað ofsækja heimili og fyrirtæki sem ákváðu að fjárfesta í uppbyggingu samfélagsins á Íslandi en verja hins vegar þá sem settu fé sitt í peningamarkaðssjóði vafasamra og síðar gjaldþrota banka til að sækja þar hæsta mögulegan hagnað. Fólki er mismunað eftir vali á fjárfestingaleiðum.
Það er með öllu óskiljanlegt að íslensk ríkisstjórn skuli setja dæmið upp sem einhverskonar nauðsynlega syndaaflausn skuldugra fyrir meinta eyðslusemi og óábyrgar lántökur og að þess vegna skuli þeir skammast sín og sætta sig við eignaupptöku.
Það kann að vera að slík stefna henti þeim sem vilja eyðileggja íslenskt samfélag en jafnfram kreista sem mestan ránsfeng út úr þjóðarbúinu. Þessi stefna hefur rekið fleyg í samstöðu þjóðarinnar og er að grafa undan framtíðarhorfum hennar. Þessi stefna er að eyðileggja íslenskt samfélag.
Þegar eru tuttugu þúsundir manna farnar úr landi.
Tugþúsundir heimila standa frammi fyrir því að hafa misst aleiguna. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þeim bjóðast fá úrræði önnur en að verða allslausir þrælar bankanna til æviloka. Stjórnvöld gefa þeim enga von.
Stjórnvöld hafa lofað AGS að gera ekkert frekar fyrir heimilin að sögn. Þar með hefur stjórnin fyrirgert umboði sínu til að stjórna landinu. Hún hefur gefist upp og afneitað þjóð sinni til að þjónka erlendum öflum. Slíkar stjórnir eru kenndar við Vidkun Quisling.
Stjórnvöld sem svona standa að málum munu ekki hljóta góðan vitnisburð sögunnar.
Bankarnir hafa dregið lappirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé sem betur fer að Steingrímu J neitar því að ríkisstjórnin hafi afsalað sér aðgerðum í skuldum heimilanna. Stjórnin hefur einungis hafnað því að fara í flatan niðurskurð. Hér vísar hann væntanlega í grein 10 á bls. 60 í Staff Report for the 2010 Article IV Consultation and Third Review
Það er því enn von, en þó er athyglivert að AGS kvartar undan því í grein 50 á bls. 25 að stjórnin hafi ekki gefið skír skilaboð um það að EKKI sé frekari aðgerða að vænta. AGS fagnar þar einnig því að loks eigi að fara að bjóða upp heimilin.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 5.10.2010 kl. 00:02
Hvað kostar jafnskuldargreiðslulán með lánsútborgun 20.000.000 til 30 ára í löndum sem leyfa ekki meira verðtrygging en 3,5% að meðaltali á sérhverjum 5 árum?
Max 40.000.000 ef skuldunautur er undir 5.000.000 árstekum.
Hvað kostar það á falsaða okur raunvaxta forminu hér: 60.000.000 hjá Íbúðalánsjóði ef miðað er við sömu verðbólgu.
20.000.000 umfram alþjóðsamfélagið á starfsævinni. 30 x 200.000 eru 6.000.000 kanski föst niðurgreiðsla.
Erlendir lándrottnar kaup hinsvegar veðskuldarbréf hjá lálaun hóipnum undir 5.000.000 aldrei á meir en 40.000.000 á heima gangverði.
Þeir skilja ekki veðskuldarjafgreiðlusjóði sem lána til langtíma 30 ára sem eru ekki þroskaðir= sjálfbærir og endurfjámagna sig á skammtíma [5 ára] hámarks áttu vöxtum.
Skýring felst í falsaða lánsforminu sem á skila 6,8% raunvöxtum ef verðbólga verðu sú sama og í UK næstu ár.
Hér eru íbúlánin hvorki fastrar einingar skuldarhöfuðstólsgreiðlu eða fylgja verðbólgu það er verðtryggð þau rjúka upp fyrir hana eftir 5 ár ef verðbólga lándrottna er í samræmi við væntingar.
Fjámála ólæsi í er algjört í langtíma öruggri grunnvaxtakröfu á Íslandi. Ég þekki engan Íslending persónulega sem kann að verðtyggja öruggt eða reka veðskuldarlánsjóða að hætti annarra þjóða.
Þeir sem kunna það líta Á LIÐIÐ HÉR SEM APAKETTI.
Júlíus Björnsson, 7.10.2010 kl. 04:50
STJÓRN FORGANGSRAÐI , AGS gerði ný plön í samræmi ekki má skerða æahættu fjármálageiran og afskrifa verður allir skuldir Íslenskra áhættufjárfesta [ehf] , mót kraf lándrottna mun hafa verið að allir setja við sama borðið.
Það er ekki hægt að lána áhættulánara nema leggja á hann minnst samu áhættavaxta álag. Erfit þegar Íslensku apakettirnir eru með hæðstu áhættu vaxta kröfu í heimi. Áhættan verður hinsvegar enginn fyir þá ef þeir fá allt afskrifað á annarra kostnað.
Fyrst að tefja málin og hækka höfuðstólanna en meira til að geta skilað 18% það er síðustu tveggja ára hækkun til baka. Ég var búinn að reikna með sliku fals útspili nokkrum mánuðum fyrir kosningar eða til að fresta þeim.
Hér þar að lækka raunvaxtakröfu niður fyrir 2% af húsnæði launþega undir 5.000.000 í árstekjur og innleiða lögleg hefðbundin jafngreiðsluskuldarveðlán .
Út með lán sem vex upp fyrir verðbólgu eftir fimm ár. Fasta verððtyggingu 3,0% og 2% í grunnvexti það er fasta nafnvexti 5% til 30 ára og sömu einingarskuld allan lánstímann. Fyrir lá launa fólkið undir 5.000.000 á ári.
Við eru að tala um fast 50.000 króna gjald að 18.000.000 veðskuld og 10.000.000 lánsútborgun 360 gjalddaga.
10.000.000 / 360 = 27.777 þannig að vextir á fyrst einingarskuld eru. (50/28 - 1)x 12 x100% um 943% á ársgrunvelli. Þess vegna er eðlilegt að ef um jafngreiðslu er að ræða að með fastri verðtrygginu að loka greiðslan sé lítið fjöleg.
27.777 x 3% x 30 =25000 í verðbætur en loka greiðslan er 50.000 hefur rýnað um 25.000 í staðinn. Fyrst græðir sjóðurinn svo tapar hann og skuldunaut nýtur þess hinsvegar er sjóður með jafndreifingu lána og kemur út sléttu á ársgrunvelli.
Þetta lánsform er ætlað jafningja hópum og samkomulagi=sátt milli kynslóða. og var lagt af á Íslandi eina landinu í heimi um 1983.
Júlíus Björnsson, 7.10.2010 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.