16.6.2010 | 17:17
Mikilvægur áfangasigur - lokasigur eftir
Um er að ræða tvo dóma um ágreining vegna bílalána:
- Lýsing hf gegn Jóhanni Rafni Heiðarssyni og Trausta Snæ Friðrikssyni, en héraðsdómur var áður búinn að dæma Jóhanni og Trausta í vil. Það er staðfest í Hæstarétti.
- Óskar Sindri Atlason gegn SP-fjármögnun hf, en héraðsdómur var áður búin að dæma SP-fjármögnun í vil. Því er snúið við í Hæstarétti.
Lánafyrirtækin tapa bæði sínum málum.
Gylfi Magnússon er búinn að gefa út að hann sé reiðubúinn að slá skjaldborg um lánafyrirtækin og mun væntanlega beita sínu valdi til þess.
Einnig má vera ljóst að lánafyrirtækin munu halda áfram að sækja kröfu vegna húsnæðislána í erlendri mynt. Það er ólíklegt að þau gefist upp.
Slagurinn er því ekki unninn. En þetta er vissulega skarð í skjaldborgina um bankana.
Þetta er líka miklivægt skref í uppbyggingu á trausti á dómskerfið og þar með Ísland sem lýðræðisríki.
Nú er hægt að halda upp á 17.júní á morgun.
Gengistryggingin dæmd óheimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rétt að halda uppá 16.júní héðan í frá, þegar stór hluti þjóðarinnar var leystur úr skuldaánauð?
Hvumpinn, 16.6.2010 kl. 17:33
Já, þetta eru frábærar fréttir!
Hvumpinn; við höldum upp á þá báða hér eftir, 16. og 17.júní :)
Elínborg, 16.6.2010 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.