Hræsni

Fyrst eru sett (reyndar alveg stórfurðuleg) lög um að enginn megi hafa hærri laun í stjórkerfinu en forsætisráðherra. Varað var við því að þessi lög myndu valda vanda hjá mörgum sem þá störfuðu í stjórnkerfinu og einnig takmarka úrval þeirra sem myndu vilja starfa innan stjórnkerfisins.

Þessi lög eru sett af frumkvæði Jóhönnu í forsætisráðuneytinu.

Svo er blekið varla þornað af undirskrift forseta á lögin þegar sjálft forsætisráðuneytið ásamt fleirum byrjar æfingar til að fara í kringum lögin.

Hvaða orð er hægt að hafa um svona vinnubrögð?

Hráskinnaleikur, blekking, minnimáttarkennd, kjánaskapur, svindl, svik, lygar, fíflaskapur, vanhæfni?

Þetta er a.m.k. hræsni.

 


mbl.is „Ræddi ekki launamálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Orðin um svona vinnubrögð eru því miður þau sömu og um útrásarglæpamennina, sameiginlegt er að þau telja sig hafin yfir lög og reglur, þau séu ríki í ríkinu.

Samfylkingin lagði fram frumvarp um hámark fjárstyrkja sem stjórnmálaflokkar mega þiggja. Frumvarpið var samþykkt. Leynilega óskaði Samfylkingin með Jóhönnu sem formann flokksins eftir því að Landsbankinn legði fjárstyrki til Samfylkingarinnar inn á margar kennitölur til að að ekki væri hægt að rekja hvað Samfylkingin væri að þiggja mikið hærri upphæðir en leyfilegt væri.

Eiga undirferli og ósannindi að verða vörumerki þessa lands- líka eftir hrun??

Anna Björg Hjartardóttir, 6.6.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lýðskrum og almenn upplifun stjórnmálastéttar sem telur sig ekki lúta sömu reglum oga almúginn. Þetta mál eitt og sér er ekki það mikilvægasta, en er þó mælikvarði á afstöðu og vinnubrögð.
Sú staðreynd að þessari ríkisstjórn er að mislukkast svo gríðarlega í alltof mörgum málum hefur ekkert með hægri eða vinstri að gera....þetta snýst um getu eða vangetu.
AGS þurfti etv. að koma hingað tímabundið til að höggva á hnút....þeirra tími er liðinn og má AGS að saklausu hverfa frá.

Haraldur Baldursson, 9.6.2010 kl. 15:10

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í venjulegum þroskuðum ríkjum eru laun æðstumanna Ríkisins ákveðið hlutfall af þjóðartekjum á starfandi.

Hér vegna eignfærðra verðbólgutekna var þroskaða Alþjóðasamfélgið beitt blekkingum. Við vitum að þjóðartekjur á starfandi eru nú 40% lægri en í Færeyjum næstu öldina.    2005 sögðu starfsmenn IMF 60% yngri hluta þjóðarinnar ekki geta tekið meiri neysluskerðingu vegna skuldsetningar [af hálfu hins opinbera].

Það þarf að skera laun 30% þjóðarinnar mikið meira niður til að koma á hlutfallslegu samræmi við þjóðartekjur á starfandi. Það gerist líka af sjáfum sér.

Júlíus Björnsson, 9.6.2010 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband