19.11.2009 | 08:46
Röng fyrirsögn
Þessi "fréttaskýring" byrjar á rangri fyrirsögn og er Morgunblaðinu og Ögmundi sem skrifar hana til skammar.
Fyrirsögnin er í engu samræmi við innhald fréttarinnar sem fjallar um hlutfall þeirra sem segja sig frá greiðslujöfnun. Hvergi kemur fram hvers vegna fólk segir sig frá, en það er væntanlega vegna þess að það metur þessa leið sem óhagstæða.
Það að fólk skuli þurfa að segja sig sjálft frá þessu er bara enn eitt dæmið um það hvernig fjármálastofnanir og ríkið fer með almenning í landinu með bros á vör og undir því falska yfirskyni að verið sé að hjálpa því. Málið er að greiðslujöfnunin veldur því að fólk BORGAR MEIRA en EKKI MINNA. Skoða má bloggfærslu Marínós Njálssonar sem alvöru fréttaskýringu (Sjá: Greiðslujöfnun: Mikil misskilningur í fyrirsögn fréttaskýringar) þar sem þetta er sýnt.
Ath. að þessi aðferð sem á í raun að hækka heildartekjur fjármálastofnana á kostnað heimilanna kemur á sama tíma og höfuðstóll lána er hækkaður sérstaklega vegna breytinga í skattakerfinu. Virðisaukaskattshækkunin núna hækkar öll lánin líka sem sýnir fáránleika þess hvernig verðtrygging á Íslandi er útfærð.
Að fólk reyni af veikum mætti að verja sig með því að segja sig frá þessari aðferð er ekki hægt að túlka sem yfirlýsingu um að allir vilji borga upp í topp. Sérstaklega þegar þessi toppur er sífellt hækkaður.
Ekki er heldur hægt að gefa sér að þeir sem hafa í andvaraleysi og góðri trú látið yfir sig ganga að skilmálum lána þeirra sé sjálfkrafa breytt þannig að þeir verði í raun að borga meira séu að gera það meðvitað og með upplýstu samþykki. Því má spyrja sem svo: Þegar þar að kemur (eftir einhver ár) að afborganir verða hærri en ella þar sem greiðsluvísitalan hefur farið fram úr neysluvísitölunni, munu þá þeir sem voru settir í þessa stöðu sjálfvirkt og án þeirra upplýsta samþykkis geta neitað að borga mismuninn?
Taka ber fram að líklega eru einhverjir sem hafa hag af þessari greiðslujöfnun, þ.e.a.s. munu í raun borga minna og einnig einhverjir sem eru að reyna að kaupa sér tíma (ath. kaupa með tilheyrandi kostnaði) í örvæntingarfullri neyð og von um að þetta bara reddist þótt þeir séu bara að ýta vandanum á undan sér og gera hann stærri.
Ég vil kalla eftir alvöru aðgerðum ríkisins til að leiðrétta skuldavandann og jafnframt alvöru fréttamennsku og fréttaskýringum.
Þúsundir lántakenda vilja borga upp í topp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innlánsvextir eru mest núna 6% bólgan á EU mælikvarða 14% en hér um 9%.
Það er rýnun á höfuðstól um 1%.
Útlánsvextir minnst 14% : 8Kr. leggur bankinn á 6 kr. og það eru um 230% álagning.
AGS er hér til að koma á gengisjöfnum: Varanlegt miðgengi Ísl. krónu er þess vegna búið að ákveða. Verðbólgan verður næstu 12 mánuði 10%.
Best er að greiða öllu lán niður fyrir almenning. Segja upp séreignalífeyris sparnaði til að greiða niður lán. Lífeyrissjóðirnir eiga veð í fasteignum sem hafa rýnað varanlega um 50%.
Innlánseigendur gera það gott að lána vinum og ættingjum til að greiða niður höfuðstóla.
Bankageirinn hér er alltof stór og eðlilega skýrir það þennan vaxta mun. Banki verður að lána líka það er ekki nóg að falsa gengið til hækka að höfuðstóla.
Í síðust þjóðarsátt lærði stór hópur af fólki að bjarga sér, þessi hópur hópur á markaði var löngu kominn í vörn.
Eina vitið hér er að lækka höfuðstóla íbúðalána sem eigandi býr í um 50%. Þá fer fasteignamarkaður aftur í gang. Fasteignaverð stígur hratt. Skuldir almennings minnka og eignir vaxa.
Taka upp fasteignverðs tengingu samfara og losa almenningu undan því að vera ruslakista fyrir gjaldeyrisbraskara með misnotkun bólgutengingar.
Tilgangur helgar meðalið. Félagmálaráðherra ráðfærir sig við Fjármálgeira síðustu ára ekki furða að fjárlæsir útlendingar hafi ekki mikla trú á málum hér.
Þegar fólkið á eitthvað almennt þá er hægt að hækka skatta til að draga úr vinnuþörf.
Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.