Um krónuna, gjaldeyrishöft og AGS

Stiglitz rökstuddi mál sitt fyrir því að halda í krónuna með því að meta saman kost og löst. Þeir sem berjast fyrir Evru og þar með inngöngu í ESB nefna einungis kost en aldrei löst við það að taka upp Evru. Því hefur áróður þeirra verið mjög einhliða og stórhættulegur.

Ísland er jaðrasvæði með sveiflukenndan efnahag og samsetningu atvinnustarfsemi sem er í mörgu frábrugðin meðaltali ESB. Krónan dempar þessar sveiflur, en það þýðir að hún er ekki eins stöðug og gjaldmiðlar stærri hagkerfa. Til að krónan dempi vel en sveiflist ekki of mikið eru hér háir vexti. Allt er þetta vel þekkt og hamrað á þessu af ESB sinnum. Þeir vilja þetta vandamál með krónuna burt.

En hvað kemur þá í staðinn?

Ísland verður áfram jaðarsvæði sem frábrugðið sveiflukennt atvinnulíf.

Með sameiginlegan gjaldmiðil myndum við ekki borga fyrir sveiflurnar með vöxtum og gengissveiflum heldur atvinnuleysi og brottflutningi íbúa landsins. Smá saman yfir langan tíma myndi þjóðinni fækka og atvinnulíf einhæfast í átt að frumatvinnugreinum sem tengjast staðsetningu, þ.e.a.s. fiskveiðum og orkufrekum iðnaði.

Þetta bendir Stiglitz réttilega á og þetta hunsa ESB sinnar. Ég fyrir mitt leyti vil frekar borga háa vexti og njóta bestu lífskjara í heimi í fjölbreyttu og kviku atvinnu- og menningarumhverfi, heldur en að borga lága vexti og sjá þjóðinni smá saman fjara út.

---

Stiglitz bendir á að AGS hafi fjölbreytta nálgun varðandi lausn vandamála Íslands og það sé gott og mun betra en annars staðar. Því er hann sáttur við gjaldeyrishöftin. Hann hefur verið og er enn einn beinskeyttasti gagnrýnandi AGS og bendir á að þeim sé stjórnað af þeim sem vilja fá skuldir sínar  borgaðar. Þeir séu innheimtumenn sem kyndi undir ótta við afleiðingar þess að skuldir séu ekki borgaðar. Hann varar einnig við ýmsum tillögum sem AGS hefur haft tilhneigingu til að leggja fram.

Hann bendir líka á að ekki sé endilega gott að taka aukin lán í þeim tilgangi að hækka gengi krónunnar. Það kunni að vera misstök ef menn vilja gera það. Til séu ýmis úrræði sem séu óhefðbundin en kunni að gagnast okkur í okkar mjög svo óhefðbundnu stöðu.

Fyrsta markmið okkar ætti að vera að viðhalda öflugu atvinnulífi með lágu atvinnuleysi og góðri nýtingu 'eigna'.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Ísland er jaðrasvæði með sveiflukenndan efnahag og samsetningu atvinnustarfsemi sem er í mörgu frábrugðin meðaltali ESB." - Það er hægt að finna margt sem gerir Ísland ólíkt öðrum þjóðum. Lega, saga, tungumál, atvinnulíf(ekki síst atvinnusagan) gerir okkur sérstök. Það er hinsvegar ákveðinn þróunarmöguleiki fólginn í stöðu okkar í dag. Við verðum að vera tilbúin til að taka þeirri áskorun sem felst í því að feta þennan öngstíg framávið. Við eigum ekki að halda í Ísland dagsins í gær einsog það sé veruleiki dagsins í dag hvað þá leiðarvísir til framtíðar. Það sem einu sinni var gott opg gilt er það ekki lengur að mínu mati. Krónan er dæmi um það (að ætla að stýra bílnum áfram með því að horfa í baksýnisspegilinn). Ísland hefur alltaf verið öðruvísi en aðrar þjóðir en það að menn neituðu að viðurkenna þá staðreynd og hafa ekki látið aftra sér að læra, skrifa, leika, elska og drekka einsog þeir tiheyrðu öllum heimuinum í raun. Svona verðum við að lifa lífinu áfram. Ég mun sakna krónunnar einsog ég sakna, skildinganna og gullpeninganna og Gunnars á Hlíðarenda meira að segja. En get vel hugsað mér glæsta framtíð án alls þessa og krónunnar líka.

Gísli Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 06:33

2 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Ég skil ekki hví þú ert að draga Gunnar á Hlíðarenda inn í þetta mál. Það er eins og Evrusinnar líti þannig á að þeir einir vilji opið hagkerfi, framþróun og glæsta framtíð. Oft heyrast frá ESB sinnum að þeir sem ekki vilja Evru séu afturhaldsseggir sem vilji ekkert læra og ekki tilheyra heiminum öllum, heldur einangra sig (og jafnvel taka upp sjálfsþurftarbúskap í fjandskap við aðrar þjóðir).

Hvar kemur sú sýn fram í mínum skrifum?

Ég er aldeilis ekki á þeirri skoðun að við eigum að einangra okkur. Ég vil að við lærum og tökum fullan þátt í heiminum eins og við höfum gert hingað til. Ég vil að Ísland haldi áfram að þróast í átt til fjölbreytni og velsældar. Að ýja að því að ég vilji stöðnun og afturhald er dæmi um flótta ESB sinna frá rökrænni umræðu um málið.

Krónan er bara verkfæri og ekkert heilög fyrir mér sem slíkt. Verkfærið hefur þekkta galla og ill meðferð á því laskaði það verulega á síðasta ári. Því verður að skoða hvort rétt sé að gera við verkfærið eða skipta því út. Við höfum þurft að gera við verkfærið áður.

Stiglitz og margir fleiri hafa fært fram rök fyrir því að krónan (eða okkar eigin gjaldmiðill) sé það sem henti okkur best. Evran eða annar erlendur gjaldmiðill hefur vissulega sína kosti en líka galla. Þeir gallar eru atvinnuleysi og tilheyrandi brottflutningur fólks (les unga fólksins sem er að koma inn á atvinnumarkaðinn í atvinnuleysinu). Smá saman fjarar undan þjóðinni eins og sjá má á öðrum jaðarsvæðum t.d. á Vestfjörðum sem eru með sama gjaldmiðil og höfuðborgin.

Hvernig væri að svara með rökum í stað þessa að ýja að því að þeir sem vilja halda áfram sókn þjóðarinnar til framtíðarinnar séu afturhaldsseggir?

Meta ESB sinnar stöðugleika gjaldmiðils meira en stöðugleika í framþróun, þroska og viðgangi þjóðarinnar?

Krónan er vissulega ekki gallalaus og við þurfum að læra betur að fara með hana. Notum reynsluna til að sníða gallana af krónunni.

Lærum og höldum áfram að blómstra.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 7.9.2009 kl. 08:31

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sem etv. er spaugilegt í þessu er það að Samfylkingin vitnar oft í Stiglitz. Ætli það verði samt ekki hávær þögn þaðan um þessi ummæli hans um Krónuna Vs. Evruna.

Haraldur Baldursson, 7.9.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband