19.8.2009 | 16:38
DV mistekst að leiðrétta mál Mbl
Athygliverðar villur í sömu setningu í frétt mbl og dv.
Úr frétt Mbl (14:37):
"Reynist grunur Landhelgisgæslunnar, um að þarna sé um að ræða skipsflak á hafsbotninum, á rök reistur verður næsta skref að fara með neðansjávarmyndavél um svæðið."
Úr frétt DV um sama mál: Landhelgisgæslan finnur skipsflak (14:48):
"Ef grunur Landhelgisgæslunnar, um að þarna sé um að ræða skipsflak á hafsbotninum, er á röndum reistur verður næsta skref að fara með neðansjávarmyndavél um svæðið."
Menn reisa rönd (=skjöld) við vanda, en reisa grun á rökum
(Ég hélt fyrst að fréttin hefði komi í Mbl á eftir DV og snéri því fyrirsögninni öfugt, en það er hérmeð leiðrétt)
Bandarískt herskip fundið á botni Faxaflóa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Vá skiptir máli.. Geturðu ekki lesið út úr þessu. Algjörlega óþarflega ofboðslega mikil smámunasemi.
Gestur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:19
Það er alveg rétt hjá þér að þetta er mikil smámunasemi og skiptir ekki miklu máli. En það er athugasemd þín líka. Þetta er af minni hálfu á léttu nótunum en segir samt svolítið um hvernig fjölmiðlun er háttað og þar af leiðandi ekki óþarfleg að mínu mati.
Hver fjölmiðillin að öðrum afritar fréttir annarra. DV afritar frétt frá Landhelgisgæslunni (og býr til smávægilega málvillu) og Mbl afritar fréttina gegnum DV og leiðréttir villuna með nýrri villu.
Svona afritunarvinna fjölmiðla hefur gert alla miðlun upplýsinga einsleita og gagnrýnislausa. Lítið mat virðist lagt á innihald og framsetningu. Landhelgisgæslan kemur með frétt og DV vinnur hana fyrir sinn fjölmiðil. Afritunarmaður Mbl þarf að gera það sama og styttir sér leið með því að afrita frétt DV (án þess að geta þeirrar heimildar) og breytir henni einungis smávegis.
Ath. að stutt er síðan fréttadeildir (greiningardeildir) Landsbanka og Kaupþings voru lagðar niður en þaðan komu flestallar fréttir viðríðandi útrásina á sínum tíma sem síðan voru endurteknar gagnrýnislaust í öllum fjölmiðlum. Þessi aðferðarfræði var stór þáttur í því að sefa þjóðina og skapa þar með aðstæður til að kollsteypa efnahagslífinu.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 20.8.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.