18.8.2009 | 17:01
Ef satt reynist þá ....
Ég vil fá þetta staðfest áður en ég ....
Ég bara trúi þessu ekki. Það getur ekki verið að þeir geri eitthvað svona, eða hvað? Varla halda menn að þeir komist upp með það? Mun nokkurt lögreglulið, jafnvel með varaliði frá skátunum (ef þeir þá fást til þess) geta varið skilanefndina, bankastjórnina, Magnús og aðra sem verða fyrir þegar byltingin brýst út í allsherjar óeirðum? Það verður ekki rauð málning sem flytur þá. Ég óttast að slíkt geti raunverulega gerst.
Alveg óháð því hvort þetta er satt eða ekki þá tel ég að skilanefndir bankanna með fyrrverandi yfirendurskoðendur gömlu bankanna og aðra sem voru með í spillingunni upp að öxlum innanborðs séu ekki trúverðugar. Svo virðist sem erlendir kröfuhafar séu á sömu skoðun og ætla í mál við ríkið vegna meintar mismununar. Ekki er heldur núverandi bankastjórar nýju bankanna trúverðugir. Og hvar eru aðgerðir stjórnvalda til varnar heimilunum?
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað fyrir heimilin í landinu? Það er ekki nóg að lækka greiðslubyrði. Það verður að leiðrétta stórkostlega eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum til bankanna. Skila ævisparnaði fólksins til baka til fólksins en ekki til fjárglæframannanna.
Eru stjórnvöld svo skyni skroppin eftir sumarið að þau átti sig ekki á stöðunni.
Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er sorglegt landslag....
Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 17:29
Þar sem það er nú staðfest að frétt DV er röng hver þá er ábyrgð þessa blaðs?
Mér þykir þetta alvarlegt mál. DV og aðrir fjölmiðlar verða að gæta sín í málflutningi og segja rétt frá. Endilega að kafa í málin og flétta ofan af spillingunni, en ekki slá fram röngum fréttum sem eru jafnvel til þess fallnar að kveikja í þeirri púðurtunnu sem þjóðfélagið er nú.
Hvað ef óeirðir hefðu brotist út strax í dag áður en fréttin var borin til baka? Eignir og líf fólks í hættu og jafnvel fórnað í altari reiðinnar. Allt vegna rangrar fréttar.
DV hefur enn á ný sett veruelga niður sem ábyrgur miðill.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 18.8.2009 kl. 18:38
Þorsteinn, það ber þó að gæta að því og íhuga hvort að þessi frétt hafi verið röng þegar hún birtist eða hvort að hún varð það eftir að af þessu fréttist.
Álíka kúvendingar hafa nú átt sér stað þegar upp kemst um leynimakk og baktjalda gjörninga s.s. þetta hefði geta verið.
Kannski var frétt DV rétt þegar þeir prentuðu blaðið en þegar kom til talsmanns bankans þá varð hún röng, eftir að skilanefndin ákvað hvað hann átti að segja.
Skaz, 18.8.2009 kl. 20:13
Ég held þetta sé kannski eins og Skaz lýsir. Hinsvegar, ef ekki, ættu ríkisbankarnir ekki að voga sér að gefa einum auðmanninum enn upp einn eyri. Og rukka landsmenn fyrir milljarðana þeirra. Já, og hvað ætla þeir að gera við skuldir fólksins, ránskuldirnar AGS og ríkisstuddu? Og hvað ætla þeir að leyfa þeim sem tæmdu bankana að valsa lengi um frjálsum og halda horfnu milljörðunum?
ElleE (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 23:01
Þetta er vissulega punktur hjá þér og ég hef svosem líka pælt í honum. Einmitt vegna þess að skilanefndirnar eru ekki trúverðugar, því miður. Leyndin sem þær viðhafa yfir gjörðum sínum, jafnvel gagnvart stjórnvöldum gerir ekki mikið til að auka á trúverðugleikann. Á að afskrifa skuldir óreiðumanna og leyfa þeim að halda sínu ef það getur farið leynt a.m.k. fyrst um sinn? Kaupþing var t.d. ansi lengi að gefa það út að ekki ætti að ganga að tilboði Björgólfsfeðga um niðurfærslu. Jón Ásgeir fékk að kaupa (?) eignir af skilanefndunum.
Bankaleynd er farin að fá sömu merkingu og skálkaskjól. Fyrirsláttur. Skjól skálka. Skálkur=Skúrkur.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 18.8.2009 kl. 23:12
nei stopp nu !!! nú græt ég fyrir framan minn greiðslufulltrúa og grárbæni hann um að framlengja í mínum lánum !!!
Það eina sem hann segir er´´ geturu ekki reddað meira veði fyrir þinni skuld?? ´´
Af hverju get ég ekki samið við bankann minn um að fella niður helminginn að mínum skuldum ??
ég skal kaupa toyota með ullinni og öllu ef því er að skipta svo lengi sem skuld mín er felld niður !!
benjo (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.