Undarleg viðbrögð sumra við mótmælunum

Mér þykja athugasemdir sumra við þessum mótmælum vera skrítin. M.a. er talað um skríl, heim á hvolfi og lítið gert úr því að 1% þjóðarinnar mætti þarna á friðsamlegan fund sem kenndur var við samstöðu. (Sjá mynd)

Ég mætti þarna til að sýna samstöðu með hagsmunum þjóðarinnar ásamt 3000 öðrum. En það mætti þarna líka ellilífeyrisþegi sem fer óstjórnlega í taugarnar á mörgum og vera hans birgir þeim sýn á veru hinna 2999 og málefnið. Ég sá hann reyndar ekki og vissi ekki af honum meðan ég var þarna að hlusta á ræður um óréttlæti IceSave samninganna og óábyrgt auðvald.

Þarna var fólk af ýmsu sauðarhúsi, ungir og aldnir og sjálfsagt úr öllum stéttum og flokkum þjóðfélagsins. Þarna var maður í górillubúningi en það truflaði mig ekki neitt. Fólkið sem mætti er líklegast alla jafna ekki sammála um ýmis málefni en þó sammála um að við séum öll Íslendingar og þurfum að standa saman. Og að þessi IceSave samningur er óréttlátur gagnvart þeim Íslendingum sem ekkert hafa til saka unnið.

Það er dapurlegt að einungis nærvera eins einstaklings skuli slá suma svo út af laginu að þeir geti ekki leitt hana hjá sér og séð málefnin. Þau eru leiðinleg þessi dæmigerðu flokkshjólför og persónugerving með tilheyrandi skítkasti sem allt of mikið er af í íslenskri stjórnmálaumræðu.

Verður rétt rangt ef 'óæskilegur maður' er nálægt þegar það er sagt?

Verður rétt rangt ef 'óæskilegur maður' segir það?


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Svo innilega sammála.

Ef IceSave verður hafnað eða settir afgerandi fyrirvarar við ríkisábyrgð, er það ekki síst öflugu starfi InDefence að þakka. Eini gallinn við fundinn í gær var að það mættu 3.000 manns en hefðu átt að vera minnst 30.000.

Haraldur Hansson, 14.8.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég mætti. Ég læt Davíð Oddsson ekki stjórna því hvar ég mæti og hvar ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 14.8.2009 kl. 14:33

3 identicon

Það eru réttindi fólks í lýðræðisríki að safnast saman og mótmæla (eða ræða / styðja / etc) hverju sem því sýnist. 

Það má segja að það sé eiginlega skylda okkar að gera það, lýðræðinu og tjáningarfrelsinu til varnar. 

Það voru líka réttindi og skylda fólks fyrr, þegar margir sátu í sófum og glöddust yfir piparúða og kölluðu fólkið 'skríl'.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband