15.7.2009 | 17:07
Jón, séra Jón og séra Jón úr pontu
Það skiptir máli hver segir, og hver segir hvar, en ekki hvað sagt er.
Árni Þór veltir sér upp úr því að lögfræðingarnir hafi talað í nafni Seðlabanka, en þá hefði e.t.v. þurft að taka marka á því sem þeir sögðu.
Þar sem þeir töluðu ekki í nafni þeirrar stofnunar falla ummælin í næsta flokk, sem almenn ummæli lögfræðinga sem þarf ekki að ræða frekar.
Það er þó skör hærra en ummæli leikmanna sem má hunsa.
En hvað sögðu þeir? Og er ekki texti samningsins aðgengilegur til að sannreyna það sem þeir sögðu? Voru þeir ekki að segja satt eins og Jónar, séra/lögfræði Jónar og séra/lögfræði Jónar úr pontu/Seðlabanka/Háskóla hafa sagt áður?.
Staðreyndin er sú að þeir bentu bara á það sem lesa má beint úr samninginum sjálfum.
Þessi samningur er óskiljanlega lélegur og einhliða hallað á hlut Íslendinga! Honum verður að hafna.
Í samninginum er endurskoðunarákvæði (þ.e.a.s. kvöð um skyldumætingu í kaffiboð eins og einhver sagði) ef AGS telur (í ársfjórðungsskýrslu sinni) stöðu Íslands verri en í nóvember á síðasta ári. Þá voru skuldir landsins metnar um 160% af landsframleiðslu. Nú segir fulltrúi AGS (reyndar ekki í ársfjórðungaskýrslunni) að skuldirnar séu 240%. Það kallar að mínu mati á endurskoðun vegna breyttra forsenda og því kominn tími á kaffiboð til að ræða breytingar á samninginum.
Þessum samningi verður að hafna og boða til nýrra funda um samningagerð. Helst að hafa einhvern fyrir hönd Íslands sem nennir að sinna verkinu.
Stendur með lögfræðingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.