18.6.2009 | 18:12
Örþrifaráð: áminning til stjórnmálamanna
Þetta er sorglegt en vel skiljanlegt. Þetta er staðan í dag. Fjölskyldur eru settar í gjaldþrot. Lánin á þær eru hækkuð upp úr öllu valdi og svo er mismunarlaust gengið á þær.
Björn Mikaelson var með húsið og lánin í einkahlutafélagi, en var í persónulegri ábyrgð. Þannig er það með venjulegt fólk, það þarf að gangast í ábyrgðir. Bankafólk er með sín lán í einkahlutafélagi en virðist ekki þurfa að ganga í persónulegar ábyrgðir. Skuldir þeirra eru bara felldar niður eða fyrirtækin gerð upp sem gjaldþrota ef því er að skipta. Viðkomandi halda sínum störfum í bönkunum og öðrum eignum. Sumir fá jafnvel stöðuhækkun, t.d. Finnur Sveinbjörnsson, núverandi bankastjóri Kaupþings: Slapp undan 850 milljóna króna kúluláni eða Birna Einarsdóttir. Aðrir fá sérstaka lánafyrirgreiðslu, t.d. Kúlulán Sigurjóns Þ. Árnasonar.
Það er væntanlega langt í það að við sjáum einhverja slíka lántakendur jafna húsið sitt við jörðu.
Vonandi verður þetta til að hreyfa við ráðandi öflum varðandi það að leiðrétta ranglætið sem fjölskyldur landsins eru beittar.
Hvaða örþrifa ráða munu þeir annars grípa til sem hafa engu að tapa, ranglætis að hefna og réttlætis að leita? Þeir skipta líklega tugum þúsunda?
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þó órétturinn sé undirstrikaður kyrfilega með þessari aðgerð Björns, þá er þetta ekki leiðin fram á við. Ég vona þó að hann og fjölskylda hans bíði ekki frekara tjón af þessum gjörningi, því nóg er komið samt. Þetta er fyrst og fremst gríðarlega sorglegt.
Haraldur Baldursson, 18.6.2009 kl. 23:11
Það má segja að Björn Mikaelsson hafi sýnt í verki að hann fordæmir spillinguna sem krefst þess að hann greiði ólögmæta og ólöglega skuld á meðan spilltir stjórnmálamenn, stjórnendur og glæpamenn leika lausum hala og lifa í vellystingum og er tryggt fjárhagslegt öryggi.
Ég vona að þau skilaboð sem Björn sendi og taki bófestu með þjóðinni sem verður að fara að vakna af blundinum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.6.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.