15.6.2009 | 00:20
Hvernig gat FME litið framhjá þessu?
Í þessari frétt, Útlán of lítil, frá 19. maí 2008 segir Geir "að markaðurinn hafi nánast hætt útlánum til einkafyrirtækja og almennings".
Á sama tíma voru útlán bankanna að stóraukast með hraða sem ekki hafði sést áður:
"Um mitt ár 2007 voru heildarútlán Glitnis til viðskiptavina 1.571 milljarður króna. Í lok júní 2008 voru heildarútlánin 2.548 milljónir króna og höfðu því aukist um 60 prósent á einu ári." (Sjá frétt sem bloggað er við).
"Frá miðju ári 2007 þar til í lok júní síðastliðins jukust útlán Landsbankans til viðskiptavina alls um 1.004 milljarða króna, eða um 64 prósent." (Sjá Allir bankar lánuðu meira, 25.11.2008)
"Útlánasafn Landsbanka, Kaupþings og Glitnis óx um 3.541 milljarð króna frá júnílokum 2007 fram á mitt þetta ár. Hluti af hinum mikla vexti skýrist af gengisfalli krónunnar í byrjun þessa árs en raunaukning útlána var samt sem áður, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, um 1300 milljarðar króna. Á tímabilinu var mikil lausafjárkreppa í heiminum og margar lánalínur bankanna höfðu lokast." (Sjá Allir bankar lánuðu meira, 25.11.2008)
"Efnahagsreikningur Kaupþings var stærstur allra íslenskra banka. Útlán bankans námu 4.169 milljörðum króna um mitt þetta ár og höfðu þá aukist um rúma 1.500 milljarða króna á einu ári. Með teknu tilliti til gjaldmiðilssveiflna uxu útlán Kaupþings um rúma 550 milljarða króna, eða 21,2 prósent á tímabilinu." (Sjá Allir bankar lánuðu meira, 25.11.2008)
Útlán bankanna stórjukust frá miðju ári 2007 (áður en gengið fór að síga verulega sem byrjaði í janúar 2008 og tók stökk í mars og sept/okt sama ár) og fram að hruni. En útlán jukust ekki til almennra fyrirtækja og almennings heldur til eigenda bankanna sem voru að sækja til íslensku bankanna fé rétt fyrir lokun enda búið að loka á þá erlendis. Lélegum veðum var skóflað heim og fengin lán án þess að nokkur möguleiki væri á því að þau fengjust borguð. Þessi lélegu veð eru núna meðal þess sem á að borga IceSave reikninginn.
Og FME sagði ekki neitt. Og Geir hélt að bankarnir væru nánast hættir útlánum.
Þetta gerist á sama tíma og Seðlabankinn segist hafa verið að vara við yfirvoðandi kerfishættu. Í stað þess að í það minnsta að stöðva útlánaaukningu þá var upphaldið þeirri blekkingu að útlánaaukning væri stöðvuð (markaðurinn hættur að lána) á sama tíma og allt var gefið í botn til að ná sem mestu út úr bönkunum.
Hvers vegna var þetta ekki stoppað? T.d. með kröfu frá SÍ um hærri bindiskyldu? Eða aðhaldi frá FME? Vissi Geir virkilega ekki betur? Réðu menn ekkert við bankana? Hver blekkti hvern?
Stóraukning útlána til FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tóku útlendingar ekki einmitt eftir þessu? Þögn er sama og samþykki. Draga saman seglin þegar búið er að vara við kerfishruni annað er vítavert kæruleysi gagnvart hluthöfum,lánadrottnum og innstæðueigendum. Líka munu ársreikningar í byrjun árs 2008, Íslensku einkabankanna hafa þótt sýna ótrúverðuga mynd af rekstri og afkomu á árinu 2007 samanborið við aðra banka í heiminum. Þarna tel ég hefði verið betra að sverta stöðuna en fegra. Samt sem áður rétt staða er alltaf best.
Júlíus Björnsson, 15.6.2009 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.