26.5.2009 | 11:10
Gildran opnuð
Nú er stórkostlegur fengur í augsýn. Til að landa honum þarf að egna gildruna. Þegar fórnarlambið er komið inn þá lokast gildran á ný.
Athygliverð tímasetning.
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Partnership banking
- Hér er mikið um mikið frá miklu til mikils
- En hverjir borga skatt sem lagður er á önnur fyrirtæki en banka?
- Menningarbyltingin á Íslandi
- Hvernig varð Detroit gjaldþrota?
- Hvað eru nokkur þúsund milljarðar milli vina?
- Upptaka evru er ekki ókeypis
- Nokkrar hugleiðingar um uppruna ESB, samkeppnishæfni Þýskalan...
- Fróðlegt að fylgjast með hvernig Kýpur reiðir af
- Í framhaldi af ræðu Hilmars Péturssonar á Iðnþingi
- Leiðsögn um Ísland
- Munur á verðtryggingu og Verðtryggingunni
- Um IceSave
- Hækkun úr um 1500 í yfir 2300 milljarða síðan í árslok 2008
- Sumir fá en aðrir ekki ...
Bloggvinir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta Möller
- Baldur Kristjánsson
- Benedikt Sigurðarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Björn Bjarnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eymundur Ingimundarson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðjón R. Friðjónsson
- Frosti Sigurjónsson
- Geir Ágústsson
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Baldursson
- Haraldur Hansson
- Haukur Nikulásson
- Heiða B. Heiðars
- Heimssýn
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hrannar Baldursson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhann Gunnarsson
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Baldur Lorange
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó G. Njálsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Als
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Axel Hannesson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þór Saari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa að sögn komizt að þeirri niðurstöðu að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins sé handónýt (80% fiskistofna sambandsins eru ofveiddir) og að endurskoða þurfi hana all verulega. Draga eigi úr miðstýringu við úthlutun aflaheimilda og færa ákvarðanatöku nær þeim sem ákvarðanirnar hafi áhrif á. Það er nefnilega það.
Í fyrsta lagi breytir þetta í raun engu varðandi yfirstjórn sjávarútvegsmála innan Evrópusambandsins þar sem sambandinu eru tryggð full yfirráð yfir málaflokknum í fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins (endurskírð Lissabon-sáttmálinn til þess að villa um fyrir almenningi) sem ætlunin er að taki gildi og er forsenda fyrir inngöngu fleiri ríkja, þ.m.t. Íslands. Evrópusambandið hefði áfram tögl og haldir í þessum efnum.
Í annan stað hefur legið fyrir í fjölda ára að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins væri handónýt og að fiskistofnar þess væru margir hverjir ofveiddir án þess að nokkuð væri aðhafst til þess að koma þeim málum í betra horf. Á meðan hefur vandamálið aðeins orðið meira og verra. Eðlilega vaknar sú spurning hvað verði ef endurskoðuð sjávarútvegsstefna sambandsins reynist handónýt líka? Hversu langur tími mun líða þar til gengizt verður við vandamálinu í það skiptið?
Í þriðja lagi hefur yfirlýsing sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins takmarkað gildi auk þess sem óljóst er hvað þeir hafa nákvæmlega í huga. Af erlendum fréttaflutningi að dæma hefur ekkert afgerandi verið ákveðið í þessum efnum heldur fyrst og fremst verið settar fram almennt orðaðar hugmyndir um umbætur. Ekki endanlega ljóst fyrr en 2012 hvort einhverjar umtalsverðar breytingar, eða breytingar yfir höfuð, verða gerðar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins eða hverjar þær kunni að verða en þá á ný og endurskoðuð sameiginleg sjávarútvegsstefna að líta dagsins ljós.
Í fjórða lagi hafa ráðamenn Evrópusambandsins verið iðnir við að setja fram háfleygar yfirlýsingar í gegnum tíðina sem síðan hefur orðið lítið eða ekkert úr þegar reynt hefur á framkvæmd þeirra. Nægir þar að nefna Lissabon-ferlið svokallað (annað en Lissabon-sáttmálinn) og ítrekaðar yfirlýsingar undanfarin ár um að draga ætti úr reglugerðafargani sambandsins.
Í fimmta lagi er fiskveiðistjórn Evrópusambandsins breytingum háð, það er vissulega hægt að draga úr miðstýringu standi raunverulegur vilji til þess en það er líka hægt að auka hana aftur síðar, t.d. eftir að Ísland væri komið inn í sambandið. Jafnvel þó Ísland væri þar innaborðs væru mörguleikar Íslendingar á því að hafa áhrif þar á bæ litlir sem engir vegna sáralítils vægis innan sambandsins. Þar yrði engin breyting á.
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.5.2009 kl. 13:11
Það er áhugavert að sjá þessa frétt og líklega átta sig ekki allir á því að þetta snertir Íslendinga (fyrirtæki) meira en margan grunar þrátt fyrir að við séu ekki í ESB (enn þá).
Ég er t.d. viss um að fólk gerir sér ekki grein fyrir því að Samherji á allan þorskkvóta Bretlandseyja. Ótrúlegt en satt, er búinn að reyna að finna samantekt um viðskipti Samherja í Evrópu á netinu sem ég var að skoða ekki fyrir löngu en finn nú ekki að einhverjum ástæðum.
Sjómenn ísl. þekkja margir hverjir hvernig sjávarútvegsstefna sambandsins virkar í raun á eigin skinni. Þrátt fyrir að ég sé frekar hlyntur aðild þá geri ég mér góða grein fyrir að þessi stefna er mjög gölluð. Sögurnar um eftirlit með veiði eru ótulegar en sannar og undanskot á afla eru sannar og í raun ógeðslegar. Það er mikill munur á eftiliti á Noregsmiðum og svo þegar farið er í veiðar á ESB miðum og þarf ekki að annað en að minna fólk á öll málaferlin sem íslensk skip hafa lent í í Noregi, þeim er ekki sama hvernig menn ganga um miðin sín. Þeir senda þyrlur með veiðieftilitsmönnum um borð í skipin til eftirlits óvænt og veiðiskipum til ama en tryggja góða umgengni.
Þeir taka stikk prufur úr afla og reikna út meðafla og ganga eftir að honum hafi verið haldið um borð en EKKI HENT og þetta virkar aftur í tímann hjá þeim svo framarlega að viðkomandi veiðiskip hafi verið á sömu veiðislóð. Þegar sagt er að ESB lýti til Íslands með ráðgjöf um fiskv.kerfi held ég í raun að átt sé við Noreg þar sem við höfum ekki verið að standa okkur nándar nærri eins vel og frændur okkar í Noregi. Þrátt fyrir að við séum ekki í ESB tel ég að okkar fiskv.stefna sé miklu líkari ESB stefnunni heldur en stefna Noregs. Þar með er ég kominn í allt annað og stærra samhengi. Get samt ekki stillt mig um að benda mönnum á:
Færeyingar hafa hent ráðgjöf alþjóðafiskveiðiráðsins út í hafsauga og samkvæmt þeirra spádómum ætti enginn þorskur að hafa verið þar á grunnslóð síðustu sex til sjö ár hið minnsta. Raunin er önnur...( samkv. ráðgjöf Jóns Kristjánssonar)
Barentshaf, þar hafa Rússar ekkert farið eftir sömu mönnum og veitt þegar hann hefur gefið sig (einnig Íslendingar á sínum tíma í smugunni þó ég tali ekki hér um sóðaskapinn sem fylgdi og verður íslenskum sjómönnum/skipstj. til ævarandi minnkunnar) og stofninn á að vera löngu hruninn en af einhverjum ókunnum ástæðum er raunin önnur. Þar gera íslenskir togarar sínu bestu túra á leirbotni og enginn tímir í frí.
Einnig hefur aldrei komið skyring hvað varð um MILLJON TONNA hrygningar stofn í great banks við Kanada þegar veiðum var hætt ath. þegar veiðum var HÆTT.
Það er margt skrýtið við ráðgjöf alþj. hafr.ráðsins og okkar mesta gæfa í þessu hruni væri að menn kæmu fram sem þyrðu að gefa skít í þessa menn og færu að veiða jafnstöðuafla síðustu 20 ára í þorski og þá skriðum við hratt upp úr skítnum með eða án ESB "EN" meðan svo er ekki mun gamla slorið ekki hjálpa okkur eins og síðustu áratugi heldur mun ESB vera okkar eina von
Hér getið þið svo skoðað það sem menn eru að tala um sama mál og ætla að reyna að gera eitthvað til að vekja athygli á málinu.
http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/878891/
Sævar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 01:42
Merkilegt alltaf ad sja hvad umraeda um sjavarutvegsmal er mikill party spillir fyrir almennar umraedur um thad sem hrjair okkur. Ser i lagi thar sem thetta skiptir okkur svo otrulega miklu mali. Thad er einso og menn thori ekki ad hafa skodanir a thessum atvinnuveg....
Kannski er thetta ekki alveg ad finna ser farveg i finheitum arsins 2007
Hversvegna er folk ad saetta sig vid ad helstu frjalshyggju postular thjodarinnar eru ad fara til t.d. Chile og halda erindi um thad hvursu gottt thad er fyrir thjodarhag ad gefa audlyndir thjodar til utvalinna.
Thetta tengist oneitanlega tjodargjaldeyrinum og thar af leidandi spyr eg hvernig getur venjulegur launamadur truad thvi ad thad se betra fyrir vidkomandi ad thyggja sin laun i ormynt sem engin leid er ad koma i verd erlendis NEMA ad hafa tjhodar gjaldeyrinn sem skiptimynt thad er thorsk.
Thad er hreinlega aumkunarvert ad lesa menn trui thvi ad thad se betra ad thiggja laun i kronum en einhverri althjodamynnt.
Med somu rokum maetti trulega bjoda ykkur launinin ykkar i thorskrodum frekar en gullmynt ( bara nogu dj. mikid af rodum)
Vona ad ykkur lidi vel i kronunni ykkar en eg tharf ad gyrda i brok thar sem eg er ad fara ad vinna i alvoru mynt og ekki dugir neitt hangs.
Barattu kvedjur
saevar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:47
Sævar, þú tekur hressilega til orða eins og þinn er vani.
Ekki ætla ég að skipta mér af því hver segir hvað hvar. Ég sætti mig alveg við málfrelsið þótt ég sé ekki alltaf sammála því sem sagt er.
Trúir nokkur launamaður (eða aðrir) því að það sé betra að tryggja laun sín í örmynt frekar en alþjóðamynt? Ég hef ekki orðið var við þá trú og það er billegt að gefa sér svonleiðis þvætting og rakka hann svo niður. Lífið er ekki svona einfallt.
Það eru margir þættir í lífinu sem skipta máli aðrir nafnið á gjaldmiðlinum og seðlabankanum sem gefa hann út. Suma skiptir máli að hafa atvinnu, aðra að búa í friði, aðra að hafa möguleika á menntun, að geta verið með fjölskyldunni, að búa í fjölbreyttilegu þjóðfélagi við nútíma þægindi og margt margt fleira.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa Íslendingar unnið sig upp því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í að vera ein sú ríkasta í heimi þótt nú gefi hressilega á bátinn. Þau lífskjör sem þessi þjóð nýtur skipta marga máli.
Það er vissulega margt sem betur má fara og sviptingar á gjaldeyrinum, okurvextir og verðbólga er meðal þess sem við viljum vera án. En hverju viljum við fórna til? Getur verið að við þurfum að fórna atvinnustigi (og þar með íbúafjölda)? Getur verið að við þurfum að fórna fjölbreytni í menningarlífi? Getur verið að við þurfum að fórna einhverju öðru? Bara til að losna við lélega gjaldmiðilinn okkar? E.t.v. er hægt að draga úr helstu göllum gjaldmiðilsins og halda áfram að byggja upp þessa þjóð og lífskjörin hér áfram eins og við höfum gert undanfarna marga áratugi. E.t.v. er betra að hafa stöðuga uppbyggingu þjóðfélagsins frekar en stöðugt gengi. Ég er alla vega þeirrar skoðunar.
Það er aumkunarvert þegar menn lokast inn í að ræða einungis um eitt tréí öllum skóginum og missa heildarsýnina (svipað og þegar Dabbi horfði bara á neysluvísitölumælinn sinn) og líka þegar menn gera öðrum upp fáranlegar skoðanir til þess eins að rakka þær niður.
Ég vona að þú þénir mikla peninga í erlendum gjaldmiðli og berir björg í bú. Mundu að horfa á alla mælana, en ekki bara einn.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 29.5.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.