15.5.2009 | 08:51
Samningsstaða Íslands
Þjóðin er á hnjánum efnahagslega og embættismannakerfið önnum kafið við endurreisnina (vona ég). Sú vinna felst m.a. í því að koma í veg fyrir að verðmæti tapist. Þá er búin til ný árás á verðmætin. Stjórnvöld vilja láta á það reyna hvort ekki megi fórna enn frekari verðmætum, sjálfstæði og yfirráðum yfir auðlindum, fyrir aðild að ESB. Embættismannakerfið og þjóðin þarf að fara að eyða kröftum sínum á tveimur vígstöðvum.
Annar stjórnarflokkurinn sér ESB aðild sem allra meina bót. Eins og eiturlyfjasjúklingur virðist hann tilbúinn að fórna hverju sem er fyrir það skyndifix að Ísland gangi í ESB. Þingmenn og ráðherrar sjá e.t.v. í hillingum möguleikann á því að gerast þingmenn á Evrópuþinginu þegar þeir verða búnir að fremja sín þingverk á Alþingi.
Hinn flokkurinn þráir ekkert heitar en að vera við völd saman með hinum og er reiðubúinn að fórna eigin sannfæringu fyrir það markmið.
Viðbrögðin við þeim aðvörunarröddum og rökum sem sem koma fram gegn aðild eru þau að viðkomandi sé bara afturhaldseggur sem vilji einangra Ísland, ómenntaður, óupplýstur og/eða gleðispillir í Evrópupartíinu. Rök fyrir aðildarumsókn þarf ekki að setja fram. Evrópusinnar vilja sitt fix og partíð verður að halda áfram.
Frábær samningsstaða.
ESB-tillagan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Athugasemdir
Hæ í bæ!
Ég vona að þið komið í Evrópuópinn.
Hlakka til að fá nánara samband
Gangi ykkur vel.
Inga Birna Jónsdóttir
Kaupmannahöfn
inga birna jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:45
Jóhanna stóð sig frábærlega í Evrópuópunum. Við höfum lengi verið í Evrópuópunum.
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 16.5.2009 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.